Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 33
33Ljósmæðrablaðið - desember 2012 að tíðni þvagleka sé allt að 38.4% á meðal kvenna á aldrinum 30 til 75, sem eru frekar há tíðni miðað við tölur erlendis frá (Guðmundur Geirsson o.fl., 2002). Miðað við þessar tölur og tölur hér að framan um tíðni þvagleka á meðgöngu er hægt að áætla að a.m.k. þriðja hver kona sem ljósmæður hitta í mæðravernd sé með einkenni þvagleka eða muni þróa þau með sér á meðgöngunni. Mælt er með því, eins og fram hefur komið, að veita konum í mæðravernd og þá í fyrstu skoðun upplýsingar um grindarbotnsæfingar samkvæmt klínískum leiðbeiningum (Arnar Hauksson ofl. 2008). Mín tilfinning er sú að þvagleki hafi ekki fengið næga athygli hjá ljósmæðrum í mæðravernd án þess að alhæfa. Ég tel að það þurfi að leggja meiri áherslu á að ljósmæður spyrji konur út í einkenni þvagleka í fyrstu skoðun, sérstaklega vegna þess að ólíklegt er að konur beri vandamálið upp að fyrra bragði. Eins og fram kom í sögu konunnar hafði hún ekki fengið aðstoð vegna þvaglekans enda ekki leitað sér aðstoðar fyrr en í 28. viku í annarri meðgöngu. Hún hafði fengið leiðbeiningar hjá sjúkraþjálfara eftir fyrstu meðgönguna um grindarbotnsæfingar en ekki gert þær markvisst. Rannsókn Halldóru Eyjólfsdóttur (2008) sýnir fram á að grindarbotnsþjálfun sé árangursrík við áreynsluþvagleka. Einnig sýna erlendar rannsóknir að markvissar grindarbotnsæfingar á meðgöngu dragi verulega úr tíðni þvagleka og styrki grindarbotnsvöðvana bæði á meðgöngu og eftir hana (Mørkved o.fl., 2003). Það undir- strikar enn frekar að meðhöndlun og greining á þvagleka fari fram í mæðraverndinni þar sem ljósmæður eru í lykilhlutverki. Nauðsynlegt væri þá að vinna góðar leiðbeiningar sem jafnframt fælu í sér ráðleggingar um úrræði. Í tilviki konunnar í sögunni þá ráðlögðum við ljósmóðirin henni að gera grindarbotnsæfingar og ef vandamálið væri enn til staðar eftir fæðinguna þyrfti hún að leita sér frekari aðstoðar. Eftir lestur fræðigreina þá sér maður það að besta úrræðið fyrir þessa konu hefði verið að byrja strax á fyrri meðgöngu, ef ekki fyrr, að þjálfa grindarbotnsvöðvana markvisst en það hefði jafnvel getað komið í veg fyrir að einkennin þróuðust áfram. Það væri mjög áhugavert að skoða tíðni þvagleka hjá konum á barneignaraldri hér á landi og jafnvel á meðgöngu. Mér finnst ég hafa lært heilmikið á þessu verkefni og hefur það strax leitt til þess að ég hef borið þetta upp í mæðraverndinni og hefur það gefist vel. Heimildaskrá Arnar Hauksson, Helga Gottfreðsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir, Rúnar Reynisson, Sigríður Sía Jónsdóttir, Þóra Steingrímsdóttir o.fl . (2008). Meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu. Klínískar Leiðbeiningar. Sótt 25. nóvember 2012 á vef Landlæknisembættisins: http:// landlaeknir.is/pages/145 Bø, K., Pauck Øglund, G., Sletner, L., Mørkrid, K., og Jenum, A. K. (2012). The prevalence of urinary incontinence in pregnancy among a multi- ethnic population resident in Norway. BJOG: An International Journal of Obstetrics & Gynaecology. Brook, G. (2011). Physical preparation for childbirth and beyond, and the role of physiotherapy. Í MacDonald, S. & Magill-Cuerden, J.(ritstj). Maye‘s midwifery : a textbook for midwives (bls. 253–263). UK: Bailliere Tindall. Brown, S. J., Donath, S., MacArthur, C., McDonald, E. A., og Krastev, A. H. (2010). Urinary incontinence in nulliparous women before and during pregnancy: prevalence, incidence, and associated risk factors. International urogynecology journal, 21(2), 193–202. Diez-Itza, I., Arrue, M., Ibañez, L., Murgiondo, A., Paredes, J., og Sarasqueta, C. (2010). Factors involved in stress urinary incontinence 1 year after fi rst delivery. International urogynecology journal, 21(4), 439–445. Guðmundur Geirsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Eiríkur Orri Guðmundsson og Þorsteinn Gíslason. (2002). Þvagleki meðal íslenskra kvenna – faraldsfræðileg rannsókn (Vefútgáfa). Læknablaðið,88 (4). Sótt 3. nóvember 2012 af: http:// www.laeknabladid.is/2002 Guðrún Broddadóttir, Halldóra Eyjólfsdóttir, Rannveig Einarsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir og Sigurður Helgason. (2007). Þvagleki. Sótt 4. nóvember 2012 af: http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/ grein/item14756/Thvagleki Halldóra Eyjólfsdóttir. (2008). Grindarbotnsþjálfun með raförvun og án hennar sem meðferð við áreynsluþvagleka. Óbirt meistararitgerð: Háskóli Íslands. Sótt 5. nóvember 2012 af: http://hdl.handle. net/1946/3357 Jackson, P. (2011). Morbitity following childbirth. Í MacDonald, S. & Magill-Cuerden, J.(ritstj). Maye‘s midwifery: a textbook for midwives (bls. 736–743). UK: Bailliere Tindall. Kocaöz, S., Talas, M. S., og Atabekoğlu, C. S. (2010). Urinary incontinence in pregnant women and their quality of life. Journal of Clinical Nursing, 19(23-24), 3314–3323. Lasserre, A., Pelat, C., Guéroult, V., Hanslik, T., Chartier-Kastler, E., Blanchon, T., og Bloch, J. (2009). Urinary incontinence in French women: prevalence, risk factors, and impact on quality of life. European urology, 56(1), 177. Lewicky-Gaupp, C., Cao, D. C., og Culbertson, S. (2008). Urinary and anal incontinence in African American teenaged gravidas during pregnancy and the puerperium. Journal of pediatric and adolescent gynecology, 21(1), 21–26. Low, L. K., Miller, J. M., Guo, Y., Ashton-Miller, J. A., DeLancey, J. O., og Sampselle, C. M. (2012). Spontaneous pushing to prevent postpartum urinary incontinence: a randomized, controlled trial. International Urogynecology Journal, 1–8. Mørkved, S., Bø, K., Schei, B., og Salvesen, K. Å. (2003). Pelvic fl oor muscle training during pregnancy to prevent urinary incontinence: a single- blind randomized controlled trial. Obstetrics & Gynecology, 101(2), 313–319. National Institute for Health and Clinical Exellence (NICE). (2006). Urinary incontinence The management of urinary incontinence in women. Sótt 5. nóvember 2012 af: www.nice.org.uk Nilsson, M., Lalos, O., Lindkvist, H., og Lalos, A. (2011). Impact of female urinary incontinence and urgency on women‘s and their partners‘ sexual life. Neurourology and urodynamics, 30(7), 1276–1280. Sharma, J. B., Aggarwal, S., Singhal, S., Kumar, S., og Roy, K. K. (2009). Prevalence of urinary incontinence and other urological problems during pregnancy: a questionnaire based study. Archives of gynecology and obstetrics, 279(6), 845–851. Wesnes, S. L., Hunskaar, S., Bo, K., og Rortveit, G. (2009). The effect of urinary incontinence status during pregnancy and delivery mode on incontinence postpartum. A cohort study*. BJOG: An International Journal of Obstetrics & Gynaecology, 116(5), 700–707.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.