Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 39

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 39
39Ljósmæðrablaðið - desember 2012 stofum og ljósmæður eru að opna eigin starfsstofur. Á síðustu árum hefur verið sparnaður og hagræðing í heilbrigðisþjónustu sem hefur haft í för með sér bæði lokanir deilda og sameiningu. Því er nú mikil áhersla á sveigjanleika í starfi og sem dæmi má nefna að ljósmæður sem verið er að ráða í nýjar stöður á sjúkrahúsum eru ráðnar inn í teymi en ekki á sérstaka deild. Atvinnuleysi meðal nýútskrifaðra ljós- mæðra er ennþá vandamál og er umræða um hvernig hægt sé að koma til móts við þennan hóp. Félagið leggur áherslu á að reyna að virkja þær og m.a. hjálpa þeim að leita starfa erlendis. Einnig hefur félagið fundað með þeim um það bil ári eftir útskrift og rætt við þær um stöðu þeirra og faglega sjálfsmynd. Verið er að endurskoða leiðbeiningar um umönnun kvenna í barneignarferli. Tekist hefur að semja við sjúkratrygg- ingar í Danmörku um greiðslur vegna allflestra starfa ljósmæðra utan stofnana. Menntun ljósmæðra hefur verið í endurskoðun og er þess vænst að þær geti farið í kandídatsnám í háskóla sem þýðir lengingu námsins um u.þ.b. tvö ár. Finnland Í ársbyrjun 2012 voru 4130 ljósmæður í félaginu og atvinnuleysi er áfram lítið. Nú eru 30 fæðingardeildir starf- andi í Finnlandi og viðmiðið um fjölda fæðinga á hverjum stað hefur farið úr 650 fæðingum á ári í 1000 fæðingar til þess að kallast fæðingardeild, nema sérstakar landfræðilegar aðstæður bjóði ekki uppá þetta eins og t.d. á Álandseyjum. Á síðustu árum hefur fjöldi fæddra barna aukist um ca 8% og árið 2010 fæddust 61371 börn í Finnlandi. Haldin er skrá um líkamsþyngdar- stuðul barnshafandi kvenna og reyndist meðaltal vera 24,4 í upphafi meðgöngu. Þriðja hver kona var í yfirvigt (LÞS 25 eða hærri) og 12% voru með LÞS 30 eða hærri. Tíðni Epidural-deyfinga er 44,9% hjá öllum konum en um 70% meðal frumbyrja. Sagt var frá því að finnskar konur hafa lagalegan rétt til þess að fara í snemmómun, annaðhvort almenna ómskoðun við 11─14 viku eða samþætt líkindamat sem felur í sér blóðprufu í viku 9─11 og ómskoðun (NT mælingu o.fl.) við viku 10─13. Ennfremur ómskoðun til að leita að fósturgöllum við viku 19─20 eða eftir 24. viku. Færeyjar Tuttugu og níu ljósmæður eru í færeyska ljósmæðrafélaginu og af þeim eru 22 starfandi. Verið er að vinna að kjarasamningum en þeir hafa verið lausir frá 1. október 2011. Búið er að semja við sveitarfélög og pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að skattleggja innborganir í lífeyrissjóði um 40%. Þetta þýðir að ljósmæður geta ekki lengur verið í danska lífeyrissjóðnum sem þær hafa greitt í. Yfirljósmóðir sjúkrahússins í Þórs- höfn hefur verið í leyfi síðastliðið ár og sagði upp stöðu sinni frá 1. mars 2012. Staða hennar hefur ekki verið auglýst laus til umsóknar og ekki var ráðið í hennar starf meðan hún var fjarverandi. Á liðnum árum hefur komið upp vandi vegna stjórnunar fæðingardeildarinnar og er það áhyggjuefni. Í Færeyjum eru starfandi þrjú sjúkrahús og fæðingar eru á tveimur þeirra eftir að fæðingardeildinni í Klaksvík var lokað 1. janúar 2011. Samtals voru 583 fæðingar árið 2011 og hafa ekki fæðst færri börn í eyjunum síðan 1940. Frjósemi færeyskra kvenna er þó 2,4 börn og sú hæsta á Norðurlöndunum. Tekin var í notkun rafræn sjúkraskrá, COSMIC, í landinu en ,,fæðingarpakkinn“ hefur enn ekki verið tekinn í notkun og skapar þetta ýmis vandamál í skráningu. Sjúkrahúsið í Færeyjum tekur við nemendum í starfsnám frá dönsku ljós- mæðraskólunum í Álaborg og Esbjerg og hafa greiðslur fyrir nemendur verið notaðar til endurhæfingar ljósmæðranna á sjúkrahúsinu eins og t.d. ALSO- námskeið. Ýmis námskeið hafa verið í boði fyrir ljósmæður eins og CTG-úrlestur og kennsla í notkun nálastunga. Ákveðið hefur verið að allar ljós- mæður skuli fara á ALSO-námskeið og hafa sjö þegar lokið námskeiðinu og einn fæðingalæknir. Ísland Vísað er til skýrslu formanns LMFÍ frá aðalfundi félagsins. Rætt var sérstaklega um sérfræðiviðurkenningu ljósmæðra og baráttu félagsins við þann málaflokk. Rætt var um atvinnuleysi meðal ljós- mæðra og síðustu kjarasamninga. Noregur Félagið hefur unnið að viðamikilli stefnumótun í því skyni að nútímavæða stjórnun félagsins og starfsemi almennt. Félagið er bæði fagfélag og stéttarfélag. Meðlimum hefur fjölgað á liðnum árum og eru nú um 2400 og er félagið samningsaðili fyrir langflesta þeirra. Ákveðið var á landsfundi 2011 að samið sé um öll laun við hvern vinnuveitanda en ekki miðlægt og þykir það hafa gefist mjög vel. Þar sem fáar ljósmæður starfa er oft samstarf við regnhlífasamtök á staðnum um samninga. Þetta módel er mjög krefjandi og mikið álag á trúnaðarmenn og kjaranefnd félagsins. Flestar ljós- mæður starfa hjá hinu opinbera, ýmist á sjúkrahúsum eða hjá sveitarfélögum, við heilsugæslu. Að auki eru í félaginu fjöldi kennara, rannsakenda, sjálfstætt starfandi ljósmæður og eftirlaunaþegar. Ennþá starfar mikill meirihluti ljós- mæðra aðeins í hlutastarfi, en hjá sjúkra- húsum eru 70% ljósmæðra í hlutastarfi og hjá heilsugæslu 87%. Verið er að vinna að faglegum leiðbeiningum um barneignaþjónustu í Noregi og er þess vænst að með haustinu fari þær í umsagnarferli. Þingsályktun norska þingsins nr. 12 frá 2008/2009 kvað á um að settar yrðu fram nýjar gæðakröfur til barneignarþjónustu sem byggja ekki eingöngu á tölum heldur leggja meiri þunga í gæði. Vinnuhópur um gæðaviðmiðin setti þau fram í desember 2010 (Helsedirektoratet: Et trygt föde- tilbud – kvalitetskrav til föselsomsorgen, veileder IS-1877). Fjallað er um lágmarks- kröfur til stofnunar, verkaskiptingu milli bæði stofnana og faghópa, kröfur um færni, leiðbeiningar um eftirfylgni viðmið- anna og kröfur um upplýsingaskyldu og samskipti. Skipting fæðingastaða í þrjá flokka er ennþá við lýði, þ.e.a.s. kvennadeild, fæðingadeild og fæðingarstofa. Fæðingar- stofa getur verið hvort heldur sem er innan eða utan sjúkrahúss. Framtíðarsýnin er sú að Í siglingunni var boðið upp á Færeyska þjóðarrétti

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.