Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 35
35Ljósmæðrablaðið - desember 2012 mikið magn kemst yfir til fóstursins, dreifingu lyfsins í blóði og vefjum þess, hve hratt lyfið brotnar niður í fóstrinu og hraða útskilnaðar. Aðrir þættir sem skipta máli eru fjöldi og stað- setning þeirra viðtaka sem lyfið virkar á. Vegna þeirra lífeðlisfræðilegu breytinga sem eiga sér stað á barnshafandi konum getur hegðun lyfsins í líkama móður verið verulega frábrugðin hegðun lyfsins í heilbrigðum einstaklingi [4]. Ondansetron frásogast hratt frá meltingarfærum, jafnvel á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar [6]. Eftir frásogið binst það um 70‒76% við plasmaprótein [4]. Það þýðir að magn ondansetrons í blóði fósturs ætti að vera minna en 24‒30% á hverjum tíma. Þar sem próteinmagn blóðsins getur minnkað lítillega í þunguðum konum, má búast við því að magn virks lyfs í blóði aukist og því getur meira magn náð til fóstursins. Því til viðbótar skortir fóstrum það ensím sem brýtur niður ondansetron. Það kom því ekki á óvart þegar nýleg rannsókn á 41 konu sýndi fram á að blóðstyrkur lyfsins í fósturvef mældist um 41% af styrk hjá móður [5]. Lokaorð Ógleðilyfið ondansetron hefur verið notað til meðhöndlunar á þungunaruppköstum þegar hefðbundin meðferð hefur brugðist. Sýnt hefur verið fram á að ondansetron berst yfir fylgju til fósturs, en ekki liggja fyrir sannanir hvort lyfið sé skaðlaust. Yfirvöld í Bandaríkjunum (FDA) hafa gefið lyfinu áhættuflokkunina B. Hins vegar skal ávallt hafa í huga að takmarka skal lyfjanotkun barnshafandi kvenna, jafnvel þó lyfið sé talið skaðlaust. Magn ondansetrons í blóði fóstra er verulegt eða um 41% af því magni sem mælist í blóði móður. Það má því ætla að aukaverkanir sem geta komið fram við notkun ondansetrons komi fram í fóstrinu. Tíðni aukaverkana ætti jafnframt að vera jafnmikil og hjá hverjum þeim einstaklingi sem notar lyfið. Tengsl Hvorugur höfundanna hafa fjárhagsleg tengsl við framleiðendur eða umboðsaðila ondansetrons. Heimildir 1. Ferreira, E.,Gillet M., Leliévre, J., and Brussiéres, J.F., 2012. Ondansetron use during pregnancy: a case series. J Population Ther Clin Pharm 19(1): e1‒e10. 2. Niebyl, J.R., 2010. Clinical practice. Nausea and vomit- ing in pregnancy. NEJM, 363(16):1544‒50. 3. Magee, L.A., P. Mazzotta, and G. Koren, 2002. Evi- dence-based view of safety and effectiveness of pharma- cologic therapy for nausea and vomiting of pregnancy (NVP). AJOG 186: S256‒61. 4. U.S Food and Drug Administration, 2010. Full prescribing information for Ondansetron injection, Sótt 16.07.2012 af http://www.accessdata.fda.gov/ drugsatfda_docs/label/2010/021915s005lbl.pdf 5. Siu, S.S., M.T. Chan, and T.K. Lau, 2006. Placental transfer of ondansetron during early human pregnancy. Clin Pharmacokin, 45(4): 419‒23. 6. George, M., Al-Duaij, N.,O´Donnell, K.A., and Shannon, M.W., 2008. Obtundation and seizure fol- lowing ondansetron overdose in an infant. Clin toxicol, 46(10):1064‒6. 7. Sullivan, C.A., Johnson, C.A., Roach, H., Martin, R.W., Stewart, D.K., and Morrison, J.C., 1996. A pilot study of intravenous ondansetron for hyperemesis gravidarum. AJOG, 174(5): 1565‒8. 8. Einarson, A., Maltepe, C., Navioz, Y., Kennedy, D., and Tan, M.P., 2004. The safety of ondansetron for nausea and vomiting of pregnancy: a prospective comparative study. BJOG 111(9): 940‒3. 9. Dixon, C.M., Colthup, P.V., Serabjit-Singh, C.J., Kerr, B.M., Boehlert, C.C., et. al., 1995. Multiple forms of cytochrome P450 are involved in the metabolism of ondansetron in humans. Drug Metabol Disp, 23(11): 1225‒30. 10. Treluyer, J.M., Jacqz-Aigrain, E., Alvarez, F., and Cres- teil, T., 1991. Expression of CYP2D6 in developing human liver. Eur J Biochem / FEBS, 202(2): 583‒8. 11. Hakkola, J.,Raunio, H., Purkunen, R., Saarikoski, S., Vähäkangas, K., Pelkonen, O., et al., 2001. Cytochrome P450 3A expression in the human fetal liver: Evidence that CYP3A5 is expressed in only a limited number of fetal livers. Biol Neonate, 80(3): 193‒201. 12. Ring, J.A., Ghabrial, H., Ching, M.S., Smallwood, R.A., and Morgan, D.J., 1999. Fetal hepatic drug elimination. Pharmacol Ther, 84(3): 429‒45. 13. Sonnier, M. and Cresteil, T., 1998. Delayed ontogenesis of CYP1A2 in the human liver. Eur J Biochem / FEBS,. 251(3): 893‒8. 14. Tan, P.C., Khine, P.P., Vallikkannu, N., and Omar, S.Z., 2010. Promethazine Compared With Metoclopramide for Hyperemesis Gravidarum A Randomized Controlled Trial. Ob Gyn, 115(5): 975‒981. 15. Lyfjastofnun, 2012. Sérlyfjaská. Sótt 16.07.2012 af http://www.serlyfjaskra.is/ 16. Michaelis, J., Michaelis, H., Glück, E., and Koller, S., 1983. Prospective-Study of Suspected Associations between Certain Drugs Administered during Early- Pregnancy and Congenital-Malformations. Teratology, 27(1): 57‒64. 17. Leathem, A.M., 1986. Safety and Effi cacy of Antieme- tics Used to Treat Nausea and Vomiting in Pregnancy. Clin Pharm, 5(8): 660‒668. 18. Sorensen, H.T., Nielsen, G.L., Christensen, K., Tage- Jensen, U., Ekbom, A., and Baron, J., 2000. Birth outcome following maternal use of metoclopramide. Br J Clin Pharm, 49(3): 264‒268. 19. ACOG, 2004. ACOG issues guidance on treatment of morning sickness during pregnancy. American College of Obstetricians and Gynecologists. Sótt 16.07.2012 af: http://www.acog.org/About_ACOG/News_Room/ News_Releases/2004/ACOG_Issues_Guidance_on_ Treatment_of_Morning_Sickness_During_Pregnancy Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er norræn og heims áskoranir. Tekið er á þeim áskorunum sem ljósmæður standa frammi fyrir innan norðurlandanna sem og um allan heim. Samtök ljósmæðra á norðurlöndum voru stofnuð árið 1950 og hafa ljósmæður á norðurlöndum æ síðan látið sig varða mál ljós- mæðra og skjólstæðinga þeirra. Bæði verið virkar faglega innan síns heimalands sem og erlendis. Samkvæmt Marit Heiberg formanni norsku ljósmæðrasam- takanna býst hún við um 600-800 þátttakendum á ráðstefnuna. NJF eða norðurlandasamtök ljósmæðra hafa staðið fyrir ráðstefnu að lágmarki á fjögurra ára fresti. Ráðstefnan mun standa yfir þessa þrjá daga og þar koma fram áhugaverðir aðalfyrirlesarar, málþing og smiðja eða ,,workshop“ sem og kynning á veggspjöldum. Fjölmennum til Osló næsta sumar og njótum samvista við ljós- mæðra systur okkar á norðurlöndunum. Kær kveðja Esther Ósk Ármannsdóttir formaður LMFÍ Nítjánda ráðstefna norðurlandasamtaka ljósmæðra í Osló dagana 13-15. júni 2013 Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blue Scandinavian Hotel í Osló. Lyfið ondansetron er ætlað til notkunar gegn morgunógleði.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.