Stjarnan - 01.04.1932, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.04.1932, Blaðsíða 2
5° STJARNAN SPURNINGA-KASSINN Kæri ritstjóri Stjörnunnar !—Eg hefi í vetur verið að lesa bókina ykkar, “Deil- an Mikla,” og þótti mér mjög fróðlegt það, sem eg þar las um hinn jarðneska og himneska helgidóm, þó að eg sem ófróð- ur maður í Biblíunni ekki skilji nœrri alt. Eg ætla því að beina einni sfurningu að þér: Hver er hinn eiginlegi veruleiki, sem áhöldin, eða ef til vill réttara húsmun- irnir í hinum jarðneska lielgidómi benda á? Til aÖ skilja hvað húsmunir hins jarð- neska helgidóms tákna verður maður fyrst og fremst að skilja hvaS helgidóm- urinn sjálfur táknar. Þegar Guð gaf Móses skipun um að reisa tjaldbúðina, sagði hann: “Og þeir skulu gjöra mér helgidóm, að eg búi mitt á meðal þeirra.” 2. Mós. 25 :8. Móses varð að gjöra tjald- búðina 'nákvæmlega eftir þeirri fyrir- mynd, sem honum hafði verið sýnd á fjallinu. 2. Mós. 25:40; Heb. 8:5. Með öðrum orðum Guð sýndi honum fyrir fram alt viðvíkjandi hinum jarðneska helgidómi og áhöldum hans. Höfundur Hebreabréfsins segir um presta hins jarð- neska helgidóms: “Eru það þeir, sem veita þjónustu eftir mynd og skugga hins himneska.” H(eb. 8 :5- Þess vegna er það að jarðneski helgidómurinn og allur út- búnaður hans er eins og barnaskóla út- búnaður til að kenna Guðs börnum hinn mikla sannleika viðvíkjandi hinni sönnu tjaldbúð, sem Guð hefir reist á himnum og þjónustu Krists fyrir iðrandi syndara. Jarðneski helgidómurinn var táknmynd Guðs músteris á himnum: “En Drottinn er í sínu heilaga musteri—öll jörðin veri hljóð fyrir honum !” Hab. 2 :20. “En er Kristur var kontinn sem æðsti prestur hinna komandi gæða, þá gekk hann inn í gegnum hina stærri og full- komnari tjaklbúð, sem ekki er með hönd- um gjörð.” Það var því óhjákvæmilegt að þessar eftirmyndir þeirra hluta, sem á himnum eru, yrðu hreinsaðar með slíku, en fyrir sjálft hið himneska þurftu til að koma betri fórnir en þessar, þvi að Kristur gekk ekki inn í helgidóm höndum gjörðan, eftirmynd hins sanna helgidóms, heldur inn i sjálfan himininn, til þess nú að birtast fyrir augliti Guðs oss til heilla.” Hteb. 9 :it, 23, 24. “Og musteri Guðs opnaðist, það sem á himni er, og sáttmálsörk hans birtist í musteri hans.” Opinb. 11 :i9. “Og eítir þetta sá eg, og upp var lokið musteri vitnisburðar-tjaldbúðarinnar á himni.” Opinb. 15:5. Sjá einnig Sálm. 96:6; 102:20; 150:1. Á þessu má sjá að helmidómurinn á himnum er aðseturstaður Quðs; því að úr helgidómnum kemur hjálp vor. Sálm. 102:20-22. í jarðneska helgidómnum birtist Guð í innri tjaldbúðinni, sem kall- aðist “hið allra helgasta.” Þar var sátt- málsörkin, sem geymdi tíu boðorðin. 5- Mós. 10:1-5. Eokið á örkinni var nefnt náðarstóllinn. Á því stóðu tveir dýrð- legir kerúbar. 2. Mós. 25:18-20. Og uppi yfir þeim var það að nærvera og dýrð Guðs birtist. 2. Mós. 25 :22. Örkin og lok hennar eru þess vegna táknmynd Guðs hásætis. Eins og lok orkarinnar var nefnt “náðarstóllinn” (Heb. 9:5), svo er hásæti Guðs á himnum nefnt “hásæti náðarinn- ar.” Heb. 4:16. Þvi að hvergi nema þar getur syndarinn fundið náð og öðlast fyrirgefningu synda sinna. En eins og vér munum sjá, getur enginn komið til Föðursins nema fyrir Krist. í hinu helga var þrent, nefnilega, skoð- unarborðið, ljósastikan og reykelsis- altarið. Skulum vér því næst skoða hvert fyrir sig. Af húsmunum helgidómsins kom skoðunarborðið næst í röðinni. Eins og örkin í hinu allra helgasta var tákn- mynd Guðs hásætis, svo var skoðunar- borðið táknmynd Krists hásætis í því (Framh. á bls. 62)

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.