Stjarnan - 01.04.1932, Side 13

Stjarnan - 01.04.1932, Side 13
STJARNAN 61 Grundvöllur réttlætingarinnar GuÖs orÖ segir í préd. 7:20. “Enginn réttlátur maÖur er til á jörðinni, er gjört hafi gott eitt og aldrei syndgaö.” hfvers vegna talar lögmálið þannig til allra? Blátt áfram af því að syndin er yfir- troðsla eins eða fleiri af hinum 10 boð- orðum siðferðis lögmálsins. “Hver sem synd drýgir, d^ýgir og lagabrot, og synd- in er lagabrot.” 1. Jób, 3:4. Sjá Jak. 2:9-12 og Matt. 3:27-28. Fyrst þaÖ eina, sem lögmálið getur gjört er að fyrirdæma oss með því, að benda á syndir vorar, þá leiðir það af sjálfu sér, að enginn veröur réttlættur af lögmálinu. Þessu er einnig haldið fram í Róm. 3 :20, “því að fyrir lögmál kemur þekking syndar.” Að lögmálið er hið eina vitni, sem ákveður skýrt og greinilega hvað er synd, er einnig látið í ljósi í Róm. 7:7. Lögmálið sýnir oss hve hjálparlausir vér erum, og það kemur oss til að flýja til Krists. Páll postuli segir að lögmálið sé “Typtari vor til Krists.” Svo heldur hann áfram í Róm. 3 :2i-22. “En nú hefir réttlæti Guðs opinberast án lögmáls .... það er réttlæti Guðs fvrir trú á Jesúm Krist öllum þeim til handa sem trúa.” Svo ef vér trúum, þá erum vér “rétt- lættir án veröskuldunar af náð hans, fyrir endurlausnina sem er í Tesú Kristi, er Guð framsetti sem friðþægingarmeðal fyrir trúna á blóð hans, til að auglýsa réttlæti sitt, með því að Guð hafði í umburðar- lyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir.” Hér eru 4 atriði: 1. Vér öðlumst fyrirgefning syndanna fyrir Guðs náð, það er óverðskuldaö. Sjá Efes. 1 :J. 2. Fyrirgefningin fæst einungis fyrir blóð Krists, því laun syndarinnar er dauði, og Jesús bar vorar syndir. (1. Pét. 2 :22). 3. Hann réttlætir oss, það er, tilreikn- ar oss réttlæti í stað syndar. (Róm. 4:6-8). 4. Þessi réttlæting frá synd hefir tillit til áður drýgðra synda. (Róm. 3:25.). E:f vér áður vorurn syndarar af því vér brutum lögmálið, en höfum nú fengið fyrirgefningu þessarar synda, þá gefur það oss engan rétt til að halda áfram að brjóta lögmálið. Ef skuldheimtumaður gefur upp skuld, þá getur ekki skuldu- nauturinn steypt sér í skuldir aftur, og álitið sig skuldlausan, af því hin fyrri skuld var gefin upp eða borguð fyrir hann. Afturhvarf til Guðs og trú á Jesúm Krist tekur ekki burtu Guðs lögmál, held- ur synd vora og þar af leiðandi hegningu hennar. Ef vér höfum verið réttlættir fyrir trúna, þá þurfum vér lögmálið til vitnis- burðar um þetta. Eögmálið vitnar á móti þeim, sem brýtur það, en með þeim, sem lifir í samræmi við boö þess. Jesús kom til að burttaka vorar syndir. Sá sem trúir á Guðs Son hefir þennan vitnisburð í sjálfum sér. Sá, sem fyrir trú á Krist fetar i hans fótspor, og heldur boðorð föðursins, hann er sá eini, sem með trú og líferni getur sýnt, að hann hefir tekið á móti og tileinkað sér kenninguna um réttlætingu af trúnni. Þannig sjáurn vér að lögmálið fyrir- dæmir syndarann, og sýnir honum þörf hans á réttlætingu, sem hann getur ekki veitt sér sjálfur, þegar hann hefir öðlast þessa réttlætingu, þá ber lögmálið vitni um það. Þetta, að maðurinn réttlætist að- eins af Guös náð fyrir trúna á Krist, fyrir hans hlóð, það sýnir að til er óraskanlegt lögmál, sem heldur manninum og knýr hann til að leita hins eina, sem getur frels- að hann frá dauðanum. Gjörum vér þá lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer því, heldur staðfestum vér lögmálið.” Róm. 3:3i. E. S.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.