Stjarnan - 01.04.1932, Page 3
STJA RNAN
5i
10. KAPITULI
Þegar viS höfðum veriö tvær vikur í
Kolguyak þá kom yfirvörSur fanganna
meS opinbert skjal. ÞaS var svar keisar-
ans upp á beiÖni þá, er vér höfðum sent
til drotningarinnar meðan við vorum í
Kursk. Sex mánuSir voru nú liðnir
síSan, svo eg hafði gleymt því öllu saman,
eg mundi ekki eftir þvi fyr en nokkru
seinna, þjáningar liSna tímans höfSu af-
máð margt og mikið úr huga mínurn.
Vér höfðum beðið um aS verða sendir
til Úfa. ÞaS er vestasta héraSiS sem
notað er fyrir útlegðarstöS. Svar keis-
arans var, að ef vér ennþá óskuðum að
fara, þá skyldu yfirvöldin í Narym koma
okkur þangað.
Mættum vér flytja til borgarinnar Úfa
þá var það ákjósanlegt, en héraSið sem
ber sama nafn er mjög stórt, og sumir
hlutar þess voru jafnvel verri dvalar-
staður en sá, er vér nú höfðum. Samt
sem áður óskuðum vér aö verSa fluttir,
og hlökkuðum til umskiftanna.
Nú liðu vikur og mánuðir áður en
nokkuð var gert í þessu efni. Hvert
skifti sem vér heyrSum að bátur kæmi,
væntum vér eftir skipun um aS flytja.
Endurtekin vonbrigði drógu úr kjarkin-
um hjá okkur.
í rjóSri einu í skóginum skamt frá
þorpinu stóS tré eitt og annaS lá falliS
rétt hjá. Vér fórum oft út í þetta rjóS-
ur og ;theltum hjörtum vorum í bæn til
GuSs.
Þótt oss skorti flest þægindi þá var
þaS bærilegra heldur en ófrelsiö og ein-
veran, meöal hinna drukknu bænda og
siðspiltu litlaga. ViS gátum ekki fariS
yfir ána svo mikið sem hálf tíma ferð
án þess aS fá leyfi hjá fangaverSinum,
og okkur var aldrei lofaS aS fara gæzlu-
laust. En við Gorelic fengum altaf aS vera
saman og vorum viÖ mjög þakklátir fyrir
það.
Þegar gufubátur einstöku sinnum lenti
viS eyjuna og flutti fréttir frá umheim-
inum, eSa ef til vill bréf að heiman, þá
vorum við frá oss numdir af gleSi.
Sumarhitinn hér var stundum ákaflega
mikill, og raka loftiS var næstum óþolandi.
Nú gátum við varla sofið innan dyra,
svo við bjuggum til tjald úr tveimur
rekkjuvoSum og þunnu baSmullar lérefti,
sem viÖ keyptum í viSbót. HlóSir bygð-
um viS úr steinum og höfSum jörðina
fyrir borS og stóla. ASalfæSan var fiskur
og eina tilbreytingin var aS matbúa hann
á ýmsan hátt. Fyrst brúnuðum við hann
eins og Evrópumenn gera. Næst var
hann soðinn, svo bakaður yfir eldi, sam-
kvæmt venju Síberíumanna.
Nú fundum við upp á því ráöi að
reykja fisk á þann hátt að viÖ grófum holu
inn í árbakkann og gat í gegnum þakiS
á holunni. FólkiS sóttist mikið eftir
reykta fiskinum okkar svo viÖ seldum
nokkuð af honum, og þótti gott að geta
þannig drýgt í búi fyrir okkur, og
breytt lítiS eitt.til með mat, því nú gátum
viS keypt dálítiS af hveiti, og viltum
berjum, sem bændurnir fluttu inn í
þorpið. Næst þegar bátur kom að sunn-
an leyfðum viS okkur jafnvel aS kaupa
svolítiÖ af grænmeti.
Þegar viS urSum þreyttir á aS eta
fisk hvernig sem hann var matreiddur,
þá fórum viS að salta hann og herSa.
AhS höfSum betri lyst á honum og leidd-
ist hann ekki eins fljótt þurkaSur eins
og ef aS hann var matreiddur á einhvern
annan hátt.