Stjarnan - 01.04.1932, Side 4

Stjarnan - 01.04.1932, Side 4
52 STJARNAN Sumarið, í Síberíu endar í lok júlí mánaðar. AGð söknuðum þess ekki. Svala ioftið í Ágúst var oss kærkomið því þá hurfu óhræsis flugurnar. 1 þessum hluta Síberíu er kynkvísl villimanna sem heitir Tungus. Siðmenn- ingin hefir ekki náð til þeirra. Þeir eru ennþá á sífeldu reiki fram og aftur um skógana. Oft kveikja þeir eld til að steikja bjarnarkjöt, eða aðra fæðu og skilja svo við eldsglæðurnar þegar þeir flytja sig. Þetta er oft byrjunin á skóg- areldi sem eyðileggur stór svæði. Mesti skaðinn sem þorpsbúar liðu við þessa skógarelda var, að þeir brendu fræ furutrjánna, en það er nær því hin eina vara, sem þeir hafa til útflutnings. Skóg- areldar þessir geysuðu oft alt sumarið, frá því á vorin og þar til að snjór féll að haustinu. Engin tilraun var gerð til að reyna að koma i veg fyrir útbreiðslu þeirra, nema ef eitthvert þorp var í hættu. í ágústmánuði kom upp skógareldur í héraðinu þar sem við vorurn. Hann var fagur en voðalegur. Svo langt sem aug- aö eygði, var hálfdimt af reyk. f fleiri daga gátu bátarnir ekki farið leiðar sinn- ar á ánni. Fuglarnir flugu fram og aftur og fundu hvorki fæði né skýli. Villi- dýr skógarins syntu yfir til eyjarinnar til að forðast eldinn. Hræðslan gerði þau nærri því eins spök og alidýrin. Reykurinn var svo ákaflega mikill að hætta var á að vér myndum kafna, en svo breyttist vindstaðan og reykinn lagði í aðra átt. Hvílik blessun. Nú fengum vér aftur að sjá ána, skóginn og heiðan himininn. f ágústmánuði féll annað myrkur yfir mig, slíkt er eg hafði aldrei fyr séð eða reynt. Eg var alinn upp á kristilegu heimili þar sem mér voru kend öll undir- stöðuatriði trúar vorrar, og í þrjú eða f jögur ár hafði eg kent og prédikað fagn- aðarerindið sem eg trúði af öllu hjarta. En nú komu allskonar spurningar upp í huga mínum. Hversvegna var eg dæmd- ur í útlegð og varð að líða allar þær hörmungar sem útlegðin hefir í för með sér, þegar margt annað trúað fólk getur hagað þannig framferði sínu, að það leiðir ekki slík vandræði yfir sig? Hvers vegna tók eg ekki upp eitthvert annaS starf, til þess að kornast hjá ofsóknum þeim er eg nú varð að líða, heldur en að halda áfram að prédika? Var það mögulegt að mótstöðumenn vorir hefðu rétt fyrir sér, og að skilningur vor á Ritningunum væri rangur? Þótt eg kynni utanbókar mörg af þeim Biblíuversum, sem vér byggjum trú vora á, þá varð eg að lesa þau aftur og aftur í bókinni sjálfri til að sannfæra mig um að vér hefðum á réttu að standa. Mér leið svo illa út af þessum efasemdum að eg gat hvorki notið svefns né fæðu, heldur faldi mig úti i skógi, og varði tímanum þar til að lesa Guðs orð og biðja. Hvíldardagurinn hafði ávalt verið mér gleðiefni, og við byrjun hans, eftir þessa sorglegu viku, þá fyltist hjarta mitt slík- um fögnuði og friði, sem eg ekki fæ með orðum lýst. Þessi útlegðar-eyja virtist dýrðlegur staður. Nálægð Drottins var eins veruleg fyrir mig eins og eg hefði séð hann meS mínurn likamlegu augum. Aður en vér komurn á þessar stöðvar, höfðum vér fengið bréf frá safnaðar- presti vorum í Tomsk, og kvaðst hann ætla að heimsækja okkur. En af því við vorum fluttir lengra í burtu gat hann ekki framkvæmt þetta áform sitt. Þetta voru sár vonbrigði. Heimsókn frá einhverj- um utan eyjarinnar var kærkomin til- breyting. Einn hvíldardags-morgun þegar við vorum að lesa í Biblíunni, komum við auga á tvo ókunnuga menn, sem gengu framhjá. Þeir virtust svo ólíkir eyjar- búum að við flýttum okkur út og buðurn þeim inn. Menn þessir unnu fyrir stjórn- ina um 20 mílur í burtu, þar sem hópur manna var að höggva tré er nota átti til að leggja undir járnbrautarteina. (Framh. á bls. 55)

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.