Stjarnan - 01.04.1932, Side 7

Stjarnan - 01.04.1932, Side 7
STJARNAN 55 “En í staÖ þess að skýra málið á þennan hátt, þá komast þeir aðeins í ný vandræði. Mig skiftir engu frá hverri hlið þeir líta á það„ spádómurinn er jafn yfirnáttúrlegur og undraverður hvort sem hann var skrifaður árið 600 eða 169 fyrir Krist.” “Eg sé ekki hvernig þú getur haldið því fram,” greip Einarsson fram í, “því ef spádómur Daníels var ekki skrifaður fyr en þessi veraldar-ríki höfðu risið og fallið, þá getur þú ekki lengur stært þig af því, að hafa haft spámann, sem sagði fyrir, að þessi riki mundu hefjast og líða undir lok.” “Hér hefir þú rétt að mæla,” svaraði Davíð Djarfur brosandi, “en vér skulum líta á máliS frá báðum hliðum. Ef Daníelsbók var skrifuð 600 fyrir Krist, þá er það alment viðurkent af vantrúar- mönnum að spádómurinn sé of undra- verður til að tileinka hann mannlegu hyggjuviti. En þér athugið það ekki, að ef menn taka fyrir satt staðhæfingu yðar um, að spádómurinn hafi verið rit- aður árið 169 f. Kr. þá er hann alveg jafn undraverður og óskiljanlegur, eins og þó hann hefði verið gefinn árið 600 f. Kr.” “Eg skil það ekki,” sagði hr. Einars- son. “Eg skal skýra það íyrir yður,” svar- aði ræðumaður. “Ef gjört er ráð fyrir að spádómurinn hafi verið skrifaður 169 fyrir Krist, þá er þar með sagt að hin miklu veraldar-ríki voru í fortíð en ekki í framtíð. Á þann hátt voru líkindi til, að rithöfundurinn mundi hafa tillit til sögu hins umliðna tíma og ímynda sér að framtíðin yrði endurtekning á fyrri tíma reynslu. Hann hafði verið vottur þess að 4 veraldar-ríki hófust á 400 árum. En þegar hann spáir um framtíðina, þá er sá spádómur öldungis gagnstæður sögu liðna tímans. Enginn vísindamaður, sem notar öll þau skilríki sem fyrir hendi eru, mundi leyfa sér slikt. Þess vegna hlaut sá sem ritaði Daníelsbók að hafa haft aðra þekkingar uppsprettu, heldur en þá, sem lá opin fyrir almenningi.” “Ef þar á móti Daníelsbók var skrif- uð 600 f. Kr. þá hafði rithöfundur henn- ar ekkert dæmi fyrir sér að eitt veraldar- ríkið tæki við af öðru, því þjóðirnar fyrir þann tíma, þótt voldugar væru, mynduðu ekki veraldar ríki.” “Árið 600 f. Kr. höfðu veraldarríkin ekki hafist og falliS hvert eftir annað. Árið 169 f. Kr. höfðu þau risið og fa.ll- ið. Með því að flytja ártalið þegar Daníelsbók var rituð, til ársins 169 f. Kr. þá losast maður við ein vandræðin til þess að komast í önnur, sem mannleg vizka er jafn ófær til að greiða úr. En þetta er ekki alt. Nú skulum vér athuga spádóm Daníels viðvíkjandi vorum tíma.” --------------------- Flóttinn frá Síberíu (Framh. frá bls. 52) Menn þessir þurftu að fara á bát þaðan sem þeir voru að vinna til næsta viðkomustaðar gufubátanna, en þeir höfðu vilst í þokunni og höfðu þess vegna lent við eyjuna. Þeir voru Mennonítar og þess vegna undanþegnir vopnaburði, en urðu að framkvæma aðrar skyldur í þjónustu stjórnarinnar. Þannig atvik- aðist það að þeir voru hér að vinna í þarfir föðurlandsins. Þeir tóku þátt í Guðsþjónustu vorri. Annar þeirra var prestur og hélt hann Guðsþjónustur fyrir mennina sem þeir voru að vinna með. Viö gáfum þeim lítið hefti af Biblíuskýringum sem við höfðum, og við skýrðum einnig fyrir þeim sum grundvallaratriði trúar vorrar. Þeir kvöddu okkur sem vinir i Kristi. iNokkrum vikum seinna fréttum við, að prestur þessi væri að kenna félögum sínum sannleika þann sem við hefðum bent honum á, og önnur atriði úr bók þeirri sem við gáfum honum. Þannig varð skógarbrennu reykurinn okkur til uppörfunar, og til þess að flytja sannleika Biblíunnar til annara.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.