Stjarnan - 01.04.1932, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.04.1932, Blaðsíða 8
5<5 STJARNAN Frá Nigería “Gg hann sendi þá út til að prédika fagnaðarerindið og lækna þá, sem sjúkir voru.” Þegar Jesús var hér á jörðunni og tók þátt í sorgum og þjáningum mannkyns- ins, þá hrærðist hann til meðaumkunar yfir þeirri eymd og sjúkdómum, sem syndin hafði til leiðar komið. Tveir þriðju af kraftaverkum þeim, sem hann giörði og greint er frá í Nýja Testament- inu voru lækningar ýmsra sjúkdóma. Jesús hefir hina sömu meðaumkun með hinum sjúku nú, eins og meðan hann var hér í holdinu. Áður en hann hætti sínu jarðneska starfi, sendi hann lærisveina sína út til að prédika fa.gnaðarerindið og lækna sjúka. Þetta mikla starf, að ann- ast um líkamlega ekki síður en andlega velferð manna, er oss á hendur falið. Það er skylda vor, sendiboða Krists, aö ferðast til hinna fjarlægustu landa heimsins í þessum erindum, og halda því áfram þangað til Jesús kemur aftur. Vér trúboðar, sem förum til heiðingja landanna, mætum svo mörgum sjúkum og þjáðurn, eins og t. d. hér í Afríku, að vér skiljum svo vel hvílik nauðsyn er á læknatrúboði i þessum löndum, þar sem siðmenningin er á svo lágu stigi. í norð- ur hluta Nigeríu, til dærnis, eru 33,000 holdsveikra manna. í litlu þorpi, þar sem eg dvaldi síðast- liðinn vetur, voru nærri því öll börnin veik af bólusótt. Engin tilraun var giörð til að hefta útbreiðslu veikinnar. Þeir, sem veikir voru héldu áfram félagsskap sínum við aðra eins og ekkert væri. Hjá- trú þeirra og vanþekking var svo mikil að þeir héldu að veikin væri afleiðing af reiði guðanna. Dag eftir dag færðu menn fórnir til að blíðka guðina, en árangurs- laust, sem von var, sjúkdómurinn hélt áfram að géysa eftir sem áður. Fjöldi barna deyr á ári hverju í Nig- ería, orsökin er bæði vanþekking og hjá- trú, en einnig skortur á læknum og hj úkr- unarkonum til að líta eftir mæðrunum og börnunum. Mæðurnar eru oft látnar alveg afskiftalausar, ekkert um þær hirt, þær mega lifa eða deyja eftir því sem verkast vill. Hinir svonefndu meðala- menn þeirra geta enga aðstoð veitt. Ef móðirin deyr er hún oft flutt burtu og grafin úti i skógi, því menn halda að illur andi hafi farið í hana. ÞaS er nærri því ómögulegt fyrir þá, sem lifa í mentuðum löndum, þar sem allar nýjustu lækninga- aðferðir eru notaðar, að skilja þörfina eins og hún er hér úti, þar sem hreinlæti og heilsufræði eru óþekt. Hvílík bless- un væri það, ef ein útlærð hjúkrunarkona af þeirra eigin fólki gæti verið í hveriu þorpi í Afríku. Vér vonum, áður en langt líður að vér getum fengið læknir og sjúkrahús í Nigería, þar sem hægt verði að kenna piltum og stúlkum hjúkrunar- fræði, og síðan senda þau út um þorpin til að líkna hinum nauðstöddu. Það er átakanlegt að sjá heilbrigðis- ástandið hér. Á hverjum degi koma menn og konur til hvíta mannsins, í von um að hann geti læknað mein þeirra. Sumir

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.