Stjarnan - 01.04.1932, Blaðsíða 9
STJARNAN
57
ganga viÖ staf, aÖrir haltra áfram og
hvíla sig, svo a?5 segja í öðru hvoru spori.
Sumir koma meÖ aÖstoð ættitigja sinna,
eða einhver vinur ber þá á bakinu til trú-
boðsstöðvanna. Ó hve innilega vér ósk-
um að læknir eða æfð hjúkrunarkona
væri hér til að hjálpa með erfiðustu sjúk-
dómana. En þegar enginn annar er þar
færari heldur en trúboðinn, þá hjálpar
hann eins og hann best getur, og þegar
tækifæri gefst leiðir athygli sjúklingsins
að Honum, sem getur læknað bæði sál og
líkama.
Foreldrar koma með börn sín í fanginu,
til að fá ráðleggingu og hjálp, stundum
hjálpa börnin foreldrum sínum til að
koma. Svona gengur það dag eftir dag.
í síðastliðna þrjá rnánuði komu 1850
inanns til að fá hjálp hjá trúboðanum og
aðstoðarmönnum hans. Starf þetta veit.ir
ors traust og hylli fólksins, og hefir oft
rutt brautina fyrir flutning fagnaðar-
erindisins til nýrra þorpa og landsbygða.
Hingað til höfum vér hvorki haft
lækni né sjúkrahús, ekki einu sinni lyfja-
búð hér í Nigería; en vér biðjum og von-
um að þess verði ekki langt að bíða, að
bætt verði úr þessari þörf.
Kjósið í dag
“Kjósið í dag hverjum þér viljið
þjóna.” Jós. 24:14. Eg hefi lagt fyrir
yður lifið og dauðann, veljið því lífið.
Nú er hin hentuga tíð, nú er dagur hjálp-
ræðisins. Dragðu það ekki til morguns.
því þú veizt ekki hvað morgundagurinn
hefir í för með sér.
Dagur Drottins er nálægur. Endur-
koma Krists er fyrir dyrum. Vakið
þessvegna því þér vitið ekki hvenær hús-
bóndinn kemur. Jesús mun taka heim
til sín þá, sem hér hafa lifað í samfélagi
við hann, þeir munu mæta honum í loft-
inu og síðan vera með honum alla tíma.
Tímarnir eru hættulegir, sjálfselskan
vex. Menn elska munaðarlífið meira en
Guð. Spottarar segja að alt haldi áfram
eins og það hefir veriS frá byrjun sköp-
unarinnar, þeir gjöra gvs að spádómun-
um um endurkomu Krists. Margir gefa
sig að villu-öndum og lærdómum illra
anda. Spámennirnir sögðu fyrir að þann-
ig mundi verða ástandið í heiminum á
síðustu dögum. Spádómurinn er upp-
fyltur fyrir augum vorum í dag.
Hefir þú kosið að þjóna Guði? Ert
þú reiðuljúinn að mæta honum. Þreng-
ingartímar munu koma yfir heiminn, en
sá, sem stöðugur stendur alt til enda
hann mun hólpinn verða. Eilífur dauði
bíður hinna óguðlegu. “Verið þvi ávalt
vakandi og bi'ðjandi, til þess að þér megn-
ið að umflýja alt þetta, sem fram mun
koma, og að standast frammi fyrir
Manns-Syninum.” Lúk. 21136.
E. S.
Rikisstjórnin í Ulinois hefir ákveðið að
veita 20,000,000 dollara til hjálpar þeim
500,000 mönnum, sem eru atvinnulausir í
Chicago og Cook héraði. Áður hafði
10,000,000 dollurum verið safnað með
frjálsum samskotum, en það er alt farið,
svo stjórnin varð að koma fátæklingunum
til hjálpar.
I sjö ár hafa menn unnið að því að
ná upp þýzku skipunum, sem sökt var við
Skapa Flow eftir stríðið mikla. Alls hafa
náðst upp 32 skip, sex þeirra um eða yfir
20,000 smálestir að stærð. Sagt er að
starf þetta borgi sig ekki, svo þau skip,
sem ennþá liggja þar á sjávarbotni fá að
vera þarí næði.