Stjarnan - 01.04.1932, Síða 14

Stjarnan - 01.04.1932, Síða 14
Ó2 STJARNAN Spuminga-kassinn (Framh. frá bls. 50) helga í hinum himneska helgidómi. Sjá Opinb. 4:5; 5:6,7,12,13. Má finna fjölda margar sannanir fyrir því í Ritn- ingunni, en vér skulum aöeins benda á eina. Tjaldbúðin vár af fsraelsmönnum kölluð “samfundatjaldið” (2. Mós. 33 :y) og skoðunarborðið stóð “við norðurhlið búðarinnar.” 2. Mós. 40:22. Þegar Satan gjörði uppreisn á himnum á móti Guði og heimtaði að hann yrði skoðaður sem jafningi Krists og vildi setjast í hásæti hans, þá sagði hann: “Eg vil stiga upp til himins! Ofar stjörnum GuSs vil eg reisa veldisstól minn! Á samfundafjalli við eg setjast að á norðurhliðinni.” Jes. 14:12-14. Ensk þýð. Þetta er aðeins eitt lítið sýnishorn af þeim mörgu, sem benda á að skoðunarborðið tákni hásæti Krists á himnum. Brauðin á því tákna Krist sjálf- an. Sjá Jóh. 6:27,33,35,48-53. Það er Kristur, sem veitir heiminum líf. Þar sem hann ekki er í hjörtum og lífi manna, er andleg hungursneyð. Ef Jesús væri ekki í hinum himneska helgidómi, sem æðstiprestur vor, me'ðal- gangari og málafærslumaður, mundum vér aldrei geta staðist frammi fyrir Guði. Ljósastikan við suðurhlið tjaldbúðarinn- ar táknar og skýrir oss stöðu og embætti hinnar þriðju persónu guðdómsins — ITeilags Anda, sem er fulltrúi Krists hér á jörðinni, meðan Frelsarinn talar máli hins iðrandi syndara frammi fyrir Föð- urnum. Það voru sjö lampar á henni (2. Mós. 37:23), sem tákna þá sjö anda Guðs (Opinb. 4:5), það er að segja hinn full- komna Anda Guðs. Þegar spámaðurinn Jesaja segir fyrir, að Frelsarinn muni öðlast fyllingu Andans, kemst hann þann- ig að orði: “Yfir honum mun hvíla Andi Drottins: andi vísdóms og skilnings, andi ráðspeki og kraftar, andi þekkingar og ótti Drottins.” Jes. 11:2. Hér höfum vér hins sjö anda Guðs eða Heilagan Anda í allri sinni fyllingu. Hann er gefinn öll- um þeim, sem þrá hann af öllu hjarta og eru fúsir til að beygja sig undir vilja Guðs og hlýða boðorðum hans. Reykelsisaltarið stóð fyrir framan for- tjaldið á miðju gólfi. Fyrir aftan for- tjaldið var örkin. Það var búið til úr akasíuviði og lagt skýru gulli alt í kring. Á hverjum morgni um það leyti og fórn- arlambið var látið á brennifórnaraltarið og alt fólkið var á bæn fyrir utan varð æðstipresturinn—því að engum öðrum var leyft að þjóna hjá því—að brenna vígt reykelsi, sem engum öðrum manni var leyft að búa til. Þetta reykelsi steig upp yfir fortjaldiS og inn í hið allra helg- asta fram fyrir Guð, sem birtist uppi yfir náðarstólnum milli kerúbanna. Þetta reykelsi er táknmynd Krists réttlætis og kennir oss að einungis þeir, sem íklæð- ast réttlæti Krists, geta vænst þess að bænir þeirra komi fram fyrir Föðurinn (Sálm. 141:2) og að hann svari þeim. Þetta kemur glögglega í ljós í Opinber- unarbókinni, þar sem vér lesum: “Og er það hafði tekið við henni, féllu verurn- ar fjórar og öldungarnir tuttugu og fjórir niður frammi fyrir Lambinu, og höfðu þeir hver um sig hörpu og gullskálar, full- ar af reykelsi, og eru það bænir hinna heilögu.” Opinb. 5 :8. “Og annar engill kom og nam staðar við altarið; hann hélt á gullnu glóðar- keri, og honum var fengið mikið af reyk- elsi, til þess að hann skyldi leggja það við bænir allra hinna heilögu á gullaltarið, sem var frammi fyrir hásætinu. Og reyk- urinn af reykelsinu steig upp með bæn- um hinna heilögu úr hendi engilsins frammi fyrir Guði.” Opinb. 8:3,4. Alt þetta varð Guð að gefa Israels mönnum, til þess að kenna þeim og oss hinn mikla sannleika viðvíkjandi starfi Krists, sem meðalgangara milli Guðs og manna og hvernig vér á réttan og lögleg- an hátt getum komist í samband við Föð- urinn aftur, sem syndin hafði gjört oss viðskila við.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.