Stjarnan - 01.04.1932, Síða 16
Hvað er lífið?
“EJvílíkt er líf yÖar? Því aÖ þér eruÖ gufa, sem sést um stutta stund, en
hverfur síÖan.” Jak. 4:14. Margir gjöra ráÖstafanir til margra ára og haga sér
eins og þeir myndu verða hér til eilífðar. En fyrirva'ralaust kemur stundum röddin
til þeirra: “Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð, og hver fær
það, sem þú hefir aflaö.” Lúk. 12 :20. Ritningin segir oss hverju lífið sé líkt, og
skuíum vér athuga fáeinar: “Er ekki líf mannsins á jörðinni herþjónusta og dagar
hans sem dagar daglaunamannsins.” Job. 7:1. Sá, sem gjörir herþjónustu og fer í
stríð, veit aldrei hvenær dagar hans eru á enda. Ekki heldur veit daglaunamað-
urinn hve lengi vinna hans mun endast. Svo er lífið stutt og hverfult. í sama
kapítula lesum vér enn framar: “Dagar mínir eru hraðfleygari en vef jarskyttan. . .
líf mitt er andgustur.” Job. 7:6,7. Margir af kaupendum Stjörnunnar liafa séð
menn vefa og hvernig vef jarskyttan hendist og alt í einu þverstöðvast. Þannig er
líf mannsins; það flýgur áfram þangað til að dauðinn snögglega stöðvar það.
Eins og andgustur hverfur og verður að engu, hverfa áform og lif mannsins í
dauðanum. “Skuggi eru dagar vorir á jörðinni.” Job8:9. Skugginn stendur kyr.
Hann heldur áfrarn þangað til að sólarlagið kemur, þá hverfur hann eins og lifið i
dauðanum. “Dagar mínir voru skjótari en hraðboði.......eins og örn, sem steypir
sér niður á æti.” Job 9:25,26. Allar þessar ritningargreinar benda oss á hversu
fljótt æfidagar vorir á jörðinni hverfa. Þegar vér vorum börn horfðum vér frarn
í tímann og þótti oss tíminn mjög svo hægfara, en nú þegar vér förum að eldast og
horfum um öxl, þá virðist oss eins og alt lífið hafi liðið eins og stuttur draumur.
Hversu tómlegt og fáfengilegt mundi ekki lífið vera, ef vér hefðum ekki von
um að öðlast eitthvað þetra. Og hversu sorglegt er það ekki að sjá menn fara ofan
i gröfina án Guðs og vonar. Þegar þetta er ritað hefir heimurinn verið vottur að
sjálfsmorðum tveggja frægra fjármálamanna. Annar var sænski eldspýtna kóng-
urinn Ivar Kreuger, sem hleypti skammbyssukúlu gegnum höfuðið á sér meðan
hann dvaldi í Parísarborg. Dauði hans hafði áhrif á peningamarkaðinn um allan
heim. Sænska stjórnin varð undir eins að hlaupa undir bagga, til þess að hin
miklu iðnaðar- og verzlunarfyrirtæki hans lentu ekki í klóm útlendinga. Annar
maðurinn var ameríski myndavéla-kóngurinn George Eastman, sem hleypti skamm-
byssukúlu gegnum hjartað meðan hann lá veikur í höll sinni í Rochester, N.Y.
Hann var einhleypur maður sjötíu og sjö ára að aldri. Hann bjó til hinar fyrstu
hreyfimyndir, sem hafa orðið heiminum til svo mikillar vanblessunar. Núna upp
á síðkastið vann hann af kappi að innleiðslu nýs almanaks, sem mundi hafa komið
ruglingi á vikudagana og þannig gjört það mönnum hér um bil ómögulegt að halda
hvíldardag Drottins.
Aumingja menn, sem hafa hafist upp á hæstu peningatindi heimsins, en samt
sem áður styttu sér aldur. Hlr. Eastman skrifaði áður en hann skaut sig: “Starf
mitt er búið. Hvers vegna bíða?”
“Þvi að hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en
fyrirgjöri sálu sinni? Eða hvaða endurgjald mundi maðurinn gefa fyrir sálu
sína?” Matt. 16:26.
Svona fer fyrir þeim, sem ekki hafa Krist í hjartanu. 1. Jóh. 5:12. Betra er
að eiga Krist og örugga von um eilíft líf, en að eiga miljónir, og styttá sér aldur
og þannig glata sál sinni. “Maðurinn í vegsemd, en hyggindalaus, verður jafn
skepnunni, sem farast.” Sálm. 49:21.
“En í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð, og
þann, sem þú sendir, Jesúm Krist.” Jóh. 17:3. D. G.