Stjarnan - 01.05.1933, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.05.1933, Qupperneq 7
STJARNAK 71 í vantrúnni. Hann rannsakaði allar bók- mentir, sem snertu siðferÖi og trúar- brögö, til þess að finna hið bezta, og seinast i bók sinni, sem ekki var gefin út fyr en eftir lát hans, leggur hann fram ályktun sína, sem árangur af þessum rannsóknum sínum. Eg ætla að biðja hr. Einarsson að lesa kafla á bls. 170 og 171 í bók George Romanes.” Einarsson tók við bókinni og skoðaði hana nákvæmlega nokkur augnablik, síð- an las hann: ‘‘Kristindómurinn tekur langt fram öllum öðrum trúarbrögðum, hann framleiðir einnig miklu fullkomnara hugsunar og fræðikerfi heldur en nokk- uð annað, sem til er viðvíkjandi því and- lega og siðferðislega. fivort sem hann er sannur eða falskur, þá er það eitt víst, að hvorki heimspeki, vísindi eða skáldskap- ur hefir framleitt fegurð í hugsunarhætti eða líferni, sem á nokkurn hátt getur jafn- ast við kenningar og áhrif kristindómsins. Framar öllu öðru sem til er á jörð, þá er hann hinn áhrifamesta sýning á öllu, sem er fagurt, göfugt og háleitt, öllu því, sem getur hrifið vort andlega eðli. Hvað hafa öll vísindi og heimspeki heimsins boðið hiörtum mannanna, sem jafnast við þessa einu kenningu kristindómsins: “Guð er kærleikur ?” Einarsson stóð sem steini lostinn og horfði á orðin, sem hann hafði verið að lesa. Einhver áheyrendanna kallaði upp: "Lestu það aftur.” Fleiri létu sömu ósk i ljósi, svo hann las greinina aftur hægt og hugsandi, nærri því með lotningu, svo settist hann niður og áheyrendur voru al- veg hljóðir. Loks segir Djarfur: “Hefði þetta hrós verið fram borið af frægum prédikara, þá hefðuð þér getað dáðst að hve alvarlega hugfanginn hann var af kristindóminum. En eg verð að kannast við, að eg er alveg eins forviða eins og þér, að heyra heimsfræga vantrú- armenn tala þannig. Ef helztu vantrúar- menn heimsins láta i ljósi slíkt traust og álit á Bibilíunni, kristindóminum og Kristi, hvers vegna skyld þá nokkur yðar lcngur halda áfram að vera vantrúarmað- ur? Ef formenn vantrúarmanna álíta Biblíuna hinn blessunarríkasta kraft, sem til er í heiminum, þá er tími til kominn að vér förum að lesa hana og gefa henni gaum.” Nú stóð Einarsson upp og sagði: “Eg verð að kannast við að eg hafði enga hug- mynd um að þessir menn hefðu talað eða ritað slíkt. En þótt þessir menn hafi haft mikil áhrif á sínum tíma, þá eru þeir nú dánir fyrir 30-50 árum, og margt hefir komið í ljós á því tímabili, sem gæti breytt trúarskoðunum hugsandi manna. Eg vildi gjarnan fá að heyra vitnisburð þeirra vantrúannanna, sem nú eru uppi.” Nú klappaði fólkið ákaft til að sýna aS það óskaði hins sama, svo Djarfur gekk fram og sagði: “Samkvæmt óskum yðar skulum vér næst athuga vitnisburði hinna helztu nú- lifandi vantrúarmanna.” I einrúmi. (Framh. frá bls. 66) á aðrar raddir, og á þína eigin, svo Guðs rödd hljómaði æ daufar og daufar fyrir þér. Útrýmdu orsökinni. Taktu þér tíma til að vera einn með jesú. Gjör þú upp reikinginn og vel þér svo pláss, eins og María við fætur Jesú. Sækstu eftir kyrð og einveru, því ekkert er dýrðlegra en að heyra rödd Guðs. Ef þér vitiö þetta, sælir eruð þér ef þér gjörið það. Öll Guðs börn, í hvaða stöðu sem þau eru geta heimfært til sín skipun þá og fyrirheit, sem Guð gaf j ósúa um það leyti sem hann var að takast á hendur forstöðu ísraelsmanna til að leiða þá inn í fyrir- heitna landið: “Gæt þess, sem eg hefi boðið þér, að vera hughraustur og öruggur, óttast ekki né hræðast, því eg, Drottinn, þinn Guð, er með þér hvert sem þú fer.” Jósúa 1 :g.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.