Stjarnan - 01.05.1933, Síða 9

Stjarnan - 01.05.1933, Síða 9
STJARNA'-N 73 skyldi. Jaínvel þar var eg ekki óhultur, því hermenn gat boriÓ J>ar að garÖi. Eg liafði ekkert um aíS velja nema aÖ halda áfram og þaÖ gjörði eg. Þegar eg kom að járnbrautinni voru tveir menn þar á verði, annar þeirra var í einkennis- búningi og spurði hann mig hvað eg væri að fara. Mér datt strax í hug að láta sem eg skildi þá ekki, en vera óhræddur. Nv'i bauð hann félaga sínum að endurtaka sömu spurninguna á þýzku. Eg svaraði engu að heldur, svo spurðu þeir hins sarna á bjagaðri ensku, og sagði eg þeim þá að eg væri kristniboði, eg hefði verið að heimsækja trúboðsstöð og væri nú á leið til næsta þorps. Þetta var satt, þó það væri aðeins brot af sannleikanum. Eg hugsa að túlkurinn hafi ekki skilið ensku nógu vel til að vita hvað eg sagði, en hafi ógjarnan vilja ljósta upp fáfræði sinni, svo hann bjó til sögu og sagði yfir- manni sínum á rússnesku, að eg væri nokkurskonar eftirlitsmaður stjórnarinn- ar og væri hér á rannsóknarferð. Hugur rninn var svo upptekinn við að hlusta á söguna og sjá vandræðasvipinn á yfirmanninum, að eg nærri því gleymdi hættu þeirri, sem eg var staddur í. Rósemi mín hefir sjálfsagt hjálpað til að sann- færa vörðinn um að eg liefði fullan rétt til ferða minna. Eg hlýt þó fremur að hafa líkst förumanni heldur en eftirlits- manni í þarfir stjórnarinnar. Eg var ekki krafinn sannana, og ekki beðinn um að sýna vegabréf mitt. Eftir áugnabliks umhugsun var mér leyft að halda áfrarn ferð rninni, og eg lét ekki segja mér það tvisvar. Aðrir geta litið á þetta sem skemtilegt æfintýri, en það var meira fyrir mig. Frelsi mitt og líf var í veði, og þegar þetta atvik var hjáliðið og eg athugaði hve mik- ið lá við varð eg svo óstyrkur að eg gat varla staðið. Þegar eg fór í gegnum næsta þorp kallaði veitingamaður til mín og sagði að það væri komið fast að sólarlagi. Eg hélt áfram engu að síður. Hundaþyrping kom á eftir mér, svo eg átti fult í fangi að verjast þeim með stafnum mínum. Það blæddi úr fótum mér, og gangan olli mér miklum þjáningum. Eg vissi eg gæti ekki haldið áfram þannig mikið leng- ur. En ég var ákveðinn í að staðnæmast ekki fyr en eg væri kominn framhjá Kwanchengtze, það var endinn á rúss- nesku járnbrautinni, sem ég vissi að hlaut að vera hættulegur staður, því þar var haldinn svo sterkur vörður. Nokkrar míl- ur þaSan var Changchun þar sem jap- anska járnbrautin byrjaði. Nóttin var yndislega fögur. Eg tapaði götunni alveg en hélt stefnunni sem bezt eg gat eftir stjörnunum. Gegn um gljúfur, yfir mýrar og skóg- arrunna hélt eg ferð minni áfram. Eg heyrði skot og hunda gelt, hvaðan þessi hljóð komu eða hvort þau voru nokkuð mér viðkomandi vissi eg ekki. Aðeins ein hugsun vakti fyrir mér, það var að ná Changchun. Eg hafði ekki krafta til að hugsa um neitt annað. Um miðnæturskeið kom eg upp á há- lendi nokkurt, þar var loftið kaldara, stjörnurnar sáust ekki lengur, og kafalds slitringur var kominn. Eg vissi ekki hvert halda skyldi, en eg sá lestamenn á leið- inni yfir snjóbreiSuna, sem stefndu í átt- ina til mín svo eg beið þeirra og spurði hvert þeir væru að fara. Mér til mikill- ar gleði skildi eg að við áttum samleið. Eg fylgdi þeim eftir langan veg. En þeg- ar ljósin sáust á endastöð rússnesku járnbrautarinnár, þá sneru þeir inn á aðra braut en eg hélt áfram til stöðvanna. Eg nærri því hélt niðri í mér andan- um þegar eg gekk fram hjá járnbrautar- stöð þessari, því á hverju augnabliki mátti búast við að varðrnaður kæmi út úr skugganum, en eg varð einkis var, og. í dögun náði eg Changchun, fyrstu járn- brautarstöðinni, sem tilheyrði Japönum. Eg vissi að bandalag var milli Rússa og Japana, svo eg forðaðist þann hluta bæjarins, þar sem Japanar bjuggu, þótt

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.