Stjarnan - 01.05.1933, Qupperneq 12

Stjarnan - 01.05.1933, Qupperneq 12
"6 STJÁRNAN Boðorð Guðs og Jesú trú í opinberunarbókinni 14:14 er talað uni endurkomu Krists í skýjum. himins, í 12. versinu í sama kapítula er þeim lýst, sem meðal hinnar síðustu knyslóðar eru viðbúnir að mæta Jesú: “Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeir er varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm.” Hið helsta einkenni þessara manna er að þeir varöveita boð Guðs og trúna á Jesúm. Að halda við þessar tvær grund- vallarreglur Guðs ríkis, er ekki hið eina, sem auðkennir þá, sem tilheyra Drotni á síðasta tíma heimsins en það er miðpunkt- urinn, sem alt byggist á. Á Sínaí og Golgata sjáum vér endur- skin hinnar eilífu dýrðar. Frá Sínaí kom hið skrifaða Orð, á Golgata sjáum vér hið lifandi lögmál Guðs. Dögmálið veitir oss þekkingu á Guðs vilja. Páll postuli segir: “Fyrir lögmái kemur þekking syndar.” Róm. 3 :30. “Eg þekti ekki syndina nema fyrir lögmáíið.” Róm. 7 :J. En fagnaðarerindiö er boð- skapurinn um frelsun frá synd. “Og skalt þri kalla nafn hans Jesús, því að hann mun frelsa iýð sinn frá syndum þeirra.” Matt. 1:21. Lögmálið veitir þekking á synd. Fagnaðar erindið gefur þekkingu um frelsun frá syndinni. Sá, sem misskilur lögmálið misskilur einnig tilgang þess. Eögmálið og fagnað- ar erindið er hvorttveggja jafn áriðandi. Án fagnaðar erindisins mundi lögmálið aðeins vera fordæmandi og skelfandi fyr- ir syndarann, sem þá stæði dauðadæmdur án vonar um frelsun. Ef ekkert lögmál væri, þá væri engin þörf á fagnaðar er- indi, því fagnaðarerindið er um írelsi frá synd, en “syndin er lagabrot.” 1. Jóh. 3 -.4. “En þar sem ekki er lögmál, þar er ekki heldur yfirtroösla.” Róm. 4:15. Ef ekki er yfirtroðsla, þá er heldur eng- in þörf á frelsara til að frelsa frá yfir- troðslu. Sá, sem berst á móti lögmálinu berst á rnóti Kristi, sem er frelsarinn frá synd. Ritningin segir : “Hverjum manni þyk ir sínir vegir réttir, en Drottinn vegur hjörtun.” Orðskv. 221,2. Guð hefir gefið lögmáliö til þess að maðurinn í þeim spegli geti séð sjálfan sig eins og hann í raun og veru er. Ef til vill hefir maðurinn talið sjálfum sér trú um að hann væri óað- finnanlegur. Óvinurinn hvíslar i eyra hans að hann sé sjálfum sér nógur. að hann hafi kraft í sér til að forðast hið illa. En spegill lögmálsins sýnir honum að eðli hans er spilt, og langt frá tak- marki fullkomnunarinnar. Sérhver synd og ófullkomlegleiki kemur svo skýrt í ljós, að hjartað fyllist ótta og viðbjóði, svo maðurinn hrópar upp í örvæntingu: “Hvað á eg að gjöra íil að frelsast?" Fagnaðar erindið segir : "Sjá það Guðs lamb, sem ber heimsins synd.” Jóh. 1:2(j. Hreinsunar laugin er við hendina. Hin syndsaurgaða sál getur öðlast hreinsun, frelsast frá synd. Það er kraftaverk, sem þá gjörist. Maðurinn er orðinn ný skepna. Hugarfar lians er ummyndað og helgað. Frelsunar áformið er mjög einfalt, um leið og það er dýrðlegt og kröftugt. Lögmálið sýnir sjúkdóminn. Fagnað- ar erindið veitir lækninguna. Þannig hefir lögmálið og fagnaðar erindið hvort sitt hlutverk i frelsis á- formi Guðs fyrir mannkynið. Þegar guðs lögmál fyrirdæmir breytni manna, þá neita þeir oft að kannast við að kröíur þess séu gildandi, og vilja ekki kannast við hina réttu afstööu millí lögnlálsins og fagnaðar erindisins. Öll boðorð Guðs eru gefin oss til leiðbeiningar, en það er sér- staklega eitt boðorð, sem menn reyna að ganga fram hjá, og annaðhvort rangsnúa þvi, eða hafna því. Guð hefir aðeins einn veg til frelsun- ar. Svo öldum skifti reyndu menn að frelsást fyrir verk sín, en þrátt fyrir all

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.