Stjarnan - 01.05.1933, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.05.1933, Blaðsíða 13
STJARNAN // ar sínar pílagrímsferðir og yfirbótar verk, gátu þeir ekki öðlast hið eftirþráÖa hnoss. HunclruS ára þar á eftir hafa menn ætlað sér aÖ öðlast frelsun og frið við Guð, án þess að hlýða boðum hans. En alt í gegnum tímann hljóma orð frelsarans til vor: “Ef þér elskið mig þá haldið þér mín boðorð.” Og enn aftur: “Hví kallið þér mig herra, en gjörið þó ekki það sem eg býð yður ” Jóh. 14:15. Lúk. 6:46. Þótt maður geti ekki frelsast fyrir verk sín, þá er hitt engu að síður víst, að sannir Jesú lærisveinar munu gjöra það sem gott er. Sú frelsun, sem Jesús veit- ir er ekki frelsi í synd, heldur frá synd. Innihald fagnaðar erindisins er að sá, sem stal steli ekki lengur, sá, sem bar róg hætti að ljúga, sá sem vanhelgaði hvíldar- daginn gjöri það ekki lengur heldur halcli hann heilagan. Hlýðni er heimtuð. Jóhannes skírari, fyrirrennari Krists talaði strangt og alvarlega móti syndinni og brýndi fyrir tilheyrendum sínurn að verulegt afturhvarf væri nauðsynlegt. Hrifnir af orðum hans fyrir áhrif Guðs anda, komu menn af öllum stéttum með þessa spurningu: “Hvað eigum vér að gjöra ” Þegar tollheimtumennirnir sptiröu að þessu svaraði hann: “Krefjist ekki meira en yður er boðið.” Þannig heimtaði hann hlýðni við boðorðið sem segir: “Þú skalt ekki stela.” Stríðsmönnunum svaraði hann: “Takið ekki fé af neinum með valdi eða prettum, heldur látið yður nægja yðar málagjald.” Þannig benti hann þeim á 9. og 10. boðoröin. Jesús frelsar oss fyrst frá voru eigin ranglæti, svo íklæðir hann oss frelsiskyrtli sínum sem er réttlæti hans og hlýðni við Guðs boðorð. E. S. Eftir þvi sem næst verður komist voru 15 miljónir manna atvinnulausir í Banda- ríkjunum við byrjun ársins 1933. Hvíld Góð heilsa styður meira að velgengni og hamingju heimilisins helclur en nokk- uð annað. Sjúkdómur og clauði gjörir lífið dimt og dapurt, og vér erum oft skuld í þvLsjálfir með óvarkárni vorri. Líkami vor þarfnast hvíldar, skaparinn hefir búið hann þannig. Líkaminn er samansettur af óteljandi smá frumlum, sem allar eru sístarfandi. Þegar vér hvíl- um, þá flytur blóðið þau efni, sem eru óþörf eða skaðleg fyrir heiisuna, til þeirra líffæra, sem hafa það hlutverk að koma þeim burtu úr líkamanum. Þegar vér vöknum næsta morgun erum vér hrestir og endurnærðir, færir um að byrja starf vort á ný. Ef menn aftur á móti eru þreyttir en leyfa sér ekki hvílcl, þá safn- ast úrgangsefnin fyrir i líkamanum, og hindra frumlurnar frá starfi sínu. Mátt- leysis- og þreytu tilfinning verður afleið- ingin. Þegar vér finnum til þreytu þá er það náttúran, sem minnir oss á að vér þurf- um hvíld, vér getum ekki daufheyrst við áminningum hennar, án þess að veikla líkama vorn, og stundum tekur langan tíma til að byggja upp aftur það sem vér höfum þannig gjört til að brjóta niður heilsuna. Með því að fylgja vissum regl- um með heimilisstörfiu, er oft hægt að koma þeim af á styttri tíma en ella, og þannig geta menn fengið meiri tíma til hvíldar bæði fyrir sál og líkama. .s. Anna Eleanor Roosevelt, kona hins nýja forseta Bandaríkjanna, verður nú að hætta kenslu eftir að hún er komin í Hvíta Húsið, en hún ætlar ekki að slíta sambandi við kvennaskólann,' þar sem hún hefir kent í mörg ár, sem aðstoðar forstöðukona. Hún er einnig meðeigandi skólans. Mrs, Roosevelt ætlar líka að halda áfram að vera ritstjóri blaðsins “Ungbörn.”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.