Stjarnan - 01.05.1933, Page 16

Stjarnan - 01.05.1933, Page 16
I SPURNINGA-KASSINN Kæri Mr. Guðbrandsson !—Þegar þú fyrir nokkrum árum prSdikaffir í þessum bœ, sagffi þii einu sinni í rœðu, aff allir íbúar jarðríkisins myndu að lokum fylgja ka- þólskunni. Er nú nokkur vottur fyrir því aff svo muni verða? StaÖhæfingin, sem eg kom meS í ræÖu þeirri, sem þú minnist á, var bygð á eftirfarandi oröum í Opinberunarbókinni: “Öll jörðin fylgdi dýrinu með unclrun.” Opinb. 13 13. Og enn fremur lesum vér: “Og allir þeir, sem á jörðinni búa, munu tilbiðja það, hver og einn sá, er eigi á nafn sitt ritað í lífsbók Lambsins, er slátrað var frá grundvöllun veraldar.” Opinb. 13 :8. Nú vita allir, sem rannsakað hafa Ritninguna, að dýrið sem hér er nefnt er páfavaldið. Jafnvel Lúter hélt því fastlega fram í bókum sínum að svo væri.— Svo kemur spurningin: Er nú nokkur vottur fyrir því að allir muni gefa gaum boðum páfavaldsins til þess að hlýða þeim ? Ellefta febrúar 1929 fékk páfinn aftur veraldlegt vald og hefir það íarið sí- vaxandi til þessa. í þessu litla en volduga ríki páfans sjáum vér sendiherra frá svo að segja öllum ríkjum heimsins, og sjálfur hefir páfinn sendiherra sína í 39 ríkjum. Páfavaldið álítur hina svokölluðu mótmælendastefnu dauða, af því að hún er hætt að fylgja Biblíunni og er orðin gagnsýrð af andatrú; en andatrúar- stefnan mælir aldrei á móti páfavaldinu, því að kenning þessara tveggja stefna um ástand mannsins i dauðanum hvílir á sameiginlegum grundvelli. Enda hefir páfinn fulltrúa á öllum miklum andatrúar-stefnum. En það sem kaþólskan óttast mest, er bolshevisminn. Þessi mikla guðleysis- stefna hefir rutt sér til rúms um allan heim og hefir oftar en einu sinni gjört opinberlega gys að öllu páfavaldinu og páfanum sjálfum og hótað honum öllu illu. En ekki er nóg með það, því að þeir hafa sett sér það mark að útrýma kaþólskunni algjörlega. Og á hinn bóginn er kaþólskan eins ákveðin í því að engu gjöra bolshevismann. Það mun áldrei verða neitt úr því að bolshevisminn útrými ka- þólskunni, þvi að hið innblásna orð, sem aldrei hefir brug'ðist, bendir skýrum orð- um á þá sannreynd að kaþólskan muni haldast við alt til endaloka þessa heims. Og nú til þess að stemma stigu fyrir framrás bolshevismans, hefir páfavaldið um allan heim myndað feikimikil leikmannafélög og kvenfélög, til þess að geta komið sínu fram gegn um þau. í þessu mikla fyrirtæki kemur kænska kaþólskunnar í ljós, • því að í augum heimsins lítur það út eins og páfavaldið sé iðjulaust, en sannleik- urinn er sá, að þótt nunnur, munkar, prestar, biskupar, erkibiskupar og kardínálar haldi sér bak við tjöldin, þá eru það samt þeir, sem stjórna því öllu, því að öll þessi félög eru undir umsjón erkibiskupanna. Með starfsemi og dugnaði þessara félaga hefir nú kaþólskan ásett sér að sigrast á öllum heimi, svo að nú verður sjálfsagt ekki langt að bíða þangað til að menn munu fá að kenna á valdi páfans í öllum löndum, og allir nema þeir, sem hafa nöfn sin rituð í lífsbók Lambsins, munu fylgja páfavaldinu með undrun og tilbiðja það með hlýðni við boðorð og skipanir þess.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.