Stjarnan - 01.11.1934, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.11.1934, Qupperneq 3
STJARNAN Nú gat hann ekki lengur staðiíS á hleri, hann skunrlaði inn í fangaklefann, féll á kné við hliðina á Robby, sem lá þar á gólfinu, laut niður að honum og sagði: “Eg veit að ]nt ert saklaus. Ó, fyrirgefðu mér hvað eg hefi verið miskunnarlaus við þig.” Kristniboðanum og Robby varð heldur en ekki bilt við. Robby gat varla trúað öðru held- ur en að þetta hlvti að vera draumur, en samt reyndi hann að rísa upp og sagði: “Guð blessi þig, herra minn.” Rétt á eftir var Robby kominn í mjúka sæng í húsi húsbcnda síns. Kristniboðinn og Lvden sátu báðir hjá honum. Hann var að fram kominn, en svo rólegur og glaður yfir því að hafa fundið náð hjá Guði, og fyrir full- vissuna um það að stallbræður hans mundu hér eftir eiga betri húsbónda. Vorið er komið og alt er orðið fult af skóg- arilm og' fuglakvaki. Tobías gamli og konan hans lifa ennþá og búa í húsinu sínu, prestur- inn hafSi séð um það. Fótbrotið er batnað en hann verður samt að ganga við hækju, hann hefir ekki liðkast við leguna. Þau voru snemma á fótum á hvítasunnudaginn, enda bar gullbrúðkaupsdag þeirra upp á hvítasunnuna. “Við verðum að staulast í kirkju í dag, góða mín,” sagði Tobías þegar Berta kom með kaff- ið til hans. “Já, við skulum gjöra það, veðrið er svo gott núna, og við þurfum að þakka Guði fyrir margt og mikið í dag.” Rétt á eftir héldu þau af stað. Tobías settist niður, meðan Berta lokaði hliðinu; hún hjálpaði honum svo á fætur og lokaði hliðinu. “Ó, hvað eg má þakka Guði að hann gaf mér þig, Bcrta mín, og lofaði þér að lifa svona lengi hjá mér, til að hjálpa mér og styðja mig.” Hún svaraði engu, en þrýsti handlegg hans að sér, um leið og hún þurkaði sér um augun. Eftir messu bauð presturinn þeim að aka heim með sér. Seinni part dagsins komu þar ýmsir sóknarmanna, og hélt presturinn þeim dálitla veizlu til að minnast brúðkaups gömlu hjónanna. Berta var ýmist að gráta eða hlæja, en Tobías tautaöi fyrsta boðorðið fyrir munni sér við og við. Um kvöldið ók presturinn með þeim heim á leið, og slóust flestir boðsgestanna með í för- ina. “En hvað er þetta? Er þetta húsið okkar?” 115 hugsaði Tobías þegar vagninn var rétt kominn að hliðinu heima hjá honum. Unglingahópur stóð við hliðið, og það var alt vafið blómsveigum, þó var ekki minna um dýrðina þegar inn í garðinn kom. Blómsvcig- ar höfðu verið settir í kring um alla glugga á húsinu þeirra, og uppi yfir dyrunum var stór- eflis sveigur, og innan í honum stórt spjald með gvltu letri, það voru þessi orð: “Yér eig- um yfir alla hluti fram, Guð að óttast, hann að elska og honum að treysta.” ÞaS var kveðja frá æskulýðnum til gömlu brúðhjónanna. í sama bili og vagninn nam staðar við dyrn- ar byrjuðu ungmennin á sálminum: ‘Hver sá er góðan Guð lét ráða, með glöðu trausti fyr og síð, þann virtist eilíf elskan náða, þótt oft hann mæddi kross og stríð. Á bjargi föstu byggir sá, er byggir miskun Drottins á.” Tobías og Berta gátu ekki orði upp komið en tárin streymdu niður kinnar þeirra meðan þau voru að komast niður úr vagninum. Þegar sálminum var lokið tók presturinn stórt skjal upp úr vasa sínum og sagði: “Eg á eftir að flytja ykkur heillaósk frá manninum, sem átti hringinn, sem þið funduð í haust og varðveittuð svo ráðvandlega, það varð honum til blessunar að hringurinn kom til skila, og hefir hann þvi beðið mig í brcfi þessu, að afhenda ykkur í dag 1,000 krónur, og gjafabréf fvrir 500 krónum á ári hverju meðan þér lifið. Hérna eru peningarnir. Guð hefir blessað ráðvendni ykkar.” Gömlu hjónin ætluðu varla að trúa augum sínum. Þau voru alveg hætt að hugsa um hringinn. Þegar Tobías gamli gat loks komið upp orði, sneri hann sér að konu sinni og sagði: “Nú ættum við að vera farin að kunna fyrsta boðorðiS.” X. Sagt er að verkamenn i Bandarikjunum hafi tapað 10,222,000 vinnudögum fyrir verk- föll fyrstu 5 mánuðina af IQ34. I júní var verkfall á Kyrrahafsströndinni þar sem 1,900,- 000 dagsverk töpuðust. Samkvæmt skýrslum frá atvinnumálaskrifstofunni í Washington hafa verkamenn í Bandaríkjunum vfirstand- andi ár svift sjálfa sig 15,000,000 vinnudög- um eða 41,000 vinnu árum, og nálægt 75,000,- 000 dollara tekjum.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.