Stjarnan - 01.11.1934, Qupperneq 8
120
STIARNAN
ustu Jesú Krists og njótum allrar þeirrar bless-
unar, sem Jesús hefir oss heitið í samfélaginu
við hann.
P. L. Hoen.
Hvaðan fekk hann
hógvœrðina?
Fátækur, en vel gefinn námsma'ður, sem
seinna varð hinn nafnfrægi guðfræðingur og
háskólakennari í Halle, Tholuck, kom til Berlín
til að ganga þar á skóla. Hann leigði herbergi
hjá Barón von Kottwitz, senr var r.afnkunnur
fyrir guðrækni sína. Ungi maðurinn hafði
leigt hjá baróninum af því hann fékk her-
bergið svo ákaflega ódýrt, en honum geðjaðist
hreint ekki að húseigandanum, sem hann áleit
aðeins “guðrækinn hræsnara.”
Eitt kvöld þegar ungi maðurinn kom heim
fann hann ekki skóhornið sitt, svo hann fór
að skammast og æpa svo það tók undir í hús-
inu. Alt í einu opnaðist hurðin og baróninn,
sem kominn var á efri aldur kom inn og spurði
rólega: “Hvað gengur að hjá þér?”
Dálítið sneyptur sagði ungi maðurinn að-
eins að skóhornið sitt væri horfið. En þegar
baróninn fór út og kom inn aftur eftir augna-
blik með skóhorn og sagði vingjarnlega: “Hér
er skóhorn,” þá varð pilturinn alveg hissa og
spurSi með auðmýkt: “Herra Barón, hvaðan
hafið þér þessa hógværð og stillingu?”
Baróninn svaraði: “Frá frelsara mínum,
Jesú Kristi. Góða nótt, Toluck.” Svo gekk
hann út.
Eftir því sem alment er álitið hafði Tho-
luck alls ekki góða nótt. Honum kom ekki dúr
á auga. En þessi nótt var fyrir hann vega-
mótin, þar sem hann tók nýja lífsstefnu. Hann
mætti honum, sem var auðmjúkur og af hjarta
lítillátur, og lét sigrast af hans óumræðilega
kærleika. E. S.
Smávegis
Það eru að minsta kosti 235,000,000 manna
í heiminum, sem ekki gjöra veSráttuna að um-
talsefni á hverjum degi. Það eru Múhameðs-
trúarmenn. Þeir tala aldrei um veður eða
loftslag, því þá liti svo út sem þeir væru að
setja út á ráðstöfun skaparans.
STJARNAN kemur út einu sinni á mán-
uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram.
Útgefendur: The Canadian Union Con-
ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
Síðastliðin 2 ár hefir Rauði krossinn útbýtt
meir en 105,000,000 stykkjnm af fatnaði, veitt
aðstoð yfir 26,000,000 manna, sem tilheyrðu
5,000,000 fjölskyldum.
Sendiherra Persa í Paris sagði nýlega að
ólíkt öðrum löndum heimsins þá væru svo að
segja engir atvinnulausir í landi hans, og hæsti
tekjuskattur þar væri tæplega 4 af hundraði.
1 hinu nýstofnaða ríki Manchukuo, eru
nærri 500,000 manna í mestu vandræðum.
Þetta eru Kóreu-menn, sem á fyrri árum fluttu •
í leyfislevsi inn vfir landamerki Manchúríu og
settust þar að sem bændur og stunduðu jarð-
yrkju. Nú hefir hin nýja stjórn gefið út þau
lög, að þeir, sem ekki hafa verið löglega skrá-
settir í landinu geta hvorki leigt land né fengið
eignarétt á því. ---------
Herbert Floover, fyrverandi forseti Banda-
ríkjanna, lifir kyrlátu lífi á heimili sínu í Palo
Alto, Californíu. ÞaS er nýtt fyrir hann að
hafa ekkert að gjöra, það er að segja viðvíkj-
andi opinberum málum. Þegar lítill póstur
kemur, þá fær hann máske aðeins 200 bréf á
dag. En þegar eitthvert kappsmál er á dag-
skrá í Washington þá fjölgar bréfunum alt í
einu svo þau verða alt að 1,500 á dag. Tveir
hraðritarar hafa nóg að gjöra, því Mr. Iioover »
lætur engum bréfum ósvarað. Fyrverandi
forsetar njóta engra hlunninda hjá póststjórn-
inni, þeir verða að láta 3. centa frímerki á öll
bréf, sem þeir senda frá sér. Hoover hafði
sagt kunningja sínum einu sinni, að það kost-
aöi sig urn 700 dollara á mánuði að svara öllum
bréfum sem hann fengi.
10,000 prédikarar í Bandaríkjunum hafa
ritað nafn sitt undir það ákvæði að þeir vilji
hvorki samþykkja stríð né bera vopn fram-
vegis.
Sagt er að Frakkar og Rússar séu að reyna
að komast að samningum hvorir við aðra um
að standa sem einn maður, ef til stríðs kemur,
til þess þeir hafi örugga vörn gegn Þýskalandi.