Stjarnan - 01.11.1934, Side 4

Stjarnan - 01.11.1934, Side 4
STJARNAN 116 Yfirátandancli tímabil Vér lifum á hinu alvarlegasta tímabili í sögu heimsins. Innan skamms verður úrskurður gefinn um hin eilífu kjör allra manna. Bæði vor eigin hamingja og frelsun annara er undir því komin hvernig vér notum náðartímann. Vér verðum að láta leiðast af sannleikans anda. Sérhver lærisveinn Krists ætti að spyrja: “Herra, hvað vilt þú að eg skuli gjöra?” Vér þurfum að auðmýkja oss fyrir Guði með bæn og föstu, og hafa orð hans sífelt í huga vorum, einkum það er stendur í sambandi við dóminn. Vér þurfum að öðlast verulega trúarreynslu, gegn um þekking og hlýðni við Guðs orð. Vér megum engan tíma missa. Áríðandi atburðir eiga sér stað alt umhverfis oss í heiminum. Það er eins og hún sé heilluð jörðin, sem vér stöndum á. Sofið því ekki, varðmenn Drott- ins, heldur vakið og standið á verði. Óvinur- inn situr um yður reiðubúinn að gjöra áhlaup og taka yður sem herfang sitt, ef þér eruð syfjaðir og skeytinarlausir. Margir misskilja hina sönnu afstöðu sína gagnvart Guði, þeir hrósa sjálfum sér fyrir að þeir gjöri ekkert ilt, en gleyma því, að Guð heimtar af þeim góða og trúa þjónustu. Það er ekki nóg að vera tré í aldingarði Guðs. Þeir verða einnig að bera ávöxt, það er sem Guð heimtar af þeim. Þeir verða að gjöra honum reikningsskap fyrir þau góðverk sem þeir hefðu getað gjört með hans hjálp, en sem þeir hafa 4 vanrækt. Hver sem hefir vit á gott að gjöra, en gjörir það ekki, honum er það synd. I bók- um himinsins verða slíkir menn skráðir meðal þeirra, sem spilla jörðunni. Ástand þeirra er þó ekki vonlaust. Kærleiki Guðs og þolinmæði bíður ennþá eftir þeim, sem hafa snúið sér frá honum, og talar til þeirra: “Vakna þú, sem sefur og rís upp frá dauðum, þá mun Kristur lýsa þér. Gætið því varúðar í hegðun yðar, ekki sem fávísír, heldur sem vísir. Hagnýtið tímann, því nú eru hættulegir tímar.” Þegar þrengingartíminn kemur mun það koma í ljós hverjir hafa valið Guð og hans orð fyrir sitt hlutskifti. Að sumrinu er ekki ákaf- lega mikill munur á sígrænu trjánum og öðrum * trjátegundum, en þegar veturinn kemtir þá standa sigrænu trén óbreytt, en hin missa alt laufskúðið. Þanntg getur vel venð að lítill munur sjáist nú milli hinna sannkristnu og nafnkristnu, en sá tími er í nánd að mismun- urinn kemur í ljós. Þegar trúmálaofstæki, umburðarleysi og ofsóknir komast aftur til valda, þá mun hræsnarinn og hinn hálfvolgi kasta trú sinni, en hinn sannkristni mun standa eins og klettur, með sterkari trú og bjartari von en á meðlætisdögunum. E. G. W. Hugrekki “Við höfum fengið nóg fyrir morgunmat,” kallaði Don. “Við skulum fara að kveikja upp eldinn og hræra deigið í pönnukökurnar áður en drengirnir vakna.” Dónald Simms og Lynn Gorton voru tveir af drengjunum, sem höfðu tjaldað uppi á fjallinu. Þeir höfðu læðst út kl. 5 til að tína Jarðarber, svo þeir gætu gefið félögum sín- um óvæntan uppáhaldsrétt til aö gæða sér á. I.ynn rétti Don berjakörfuna, og fór að týna saman smælki til að kveikja upp eldinn. Það gekk nú alt vel. Svo fór hann að hræra deigið í pónnukökurnar meSan Don hreins- aði berin. Þeir, sem í tjaldinu voru vöknuðu við hávaðann og klæddu sig í flýti, svo þeir voru tilbúnir að borða morgunmatinn þegar fyrstu pönnukökurnar voru orönar bakaðar. Lynn hafði alist upp á f jalllendinu og elsk- aði náttúruna.. Hann hafði haft lítið tæki- íæri til að hafa félagsskap við annað fólk, því heimili hans var margar mílur frá næsta þorpi. Dýrin, blómin og trén höfðu verið félagar hans. Hann hafði lokið námi við barnaskólann árið áður, en þessa seinustu 9' mánuði hafði hann i fyrsta skifti á æfi sinni verið meðal ókunnugra, það voru skólafélagar hans á heimavistarskóla. Vegna óvana kunni hann illa við sig i fjöl- menni. Sumir skólabræður hans notuðu feimni hans til að gera spaug að honum og köíluðu han.n “sveita-græningja.” Þetta gjörði hann ennþá einræningslegri. En honum líkaði

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.