Stjarnan - 01.11.1934, Side 5

Stjarnan - 01.11.1934, Side 5
STJARNAN námið vel, hann var ástundunarsamur og not- aði mikinn tíma til lesturs. Don kom á skólann samtímis Lynn. Hann var iðinn og áreiðanlegur, ætíð reiðubúinn að hjálpa hverjum sem var og hvenær sem var, ef honum var það mögulegt. Hann hafði verið góður við Lynn og gjört alt sem hann gat til þess Lynn gæti kunnað betur við sig. Hann hafði oft átalið skólabræður sína fyrir fram- komu þeirra við Lynn þegar þeir voru að glett- ast við hann. “Walter Powell, sem var einn af félögun- um í tjaldinu var eins og sjálfkjörinn formað- ur skólabræðra sinna. Hann hafði oít lient garnan að Lynn og skemt sér á hans kostnað. Gljásvarta, slétta hárið hans og laglega and- litiö var svo ólíkt rauða, hrokkna hárinu og freknótta and'itinu á Lynn. Þeir virtust í öll- um greinum gagnstæðir hvor öðrum. Nokkrir drengjanna, þar á meðal Don og Walter höfðu fengið leyfi foreldra sinna til að sjá sig um og hafast við á f jöllunum í tvær vikur eítir að skólinn væri úti, áður en þeir kæmu heim. Tjaldsvæðið höfðu þeir kosið sér skamt þaðan sem Lynn átti heima, og sam- kvæmt tilmælum Dons var Lynn oft með þeirn á ferðum þeirra gegn um skóginn. Þarna þekti hann hvern krók og kima svo nú var hann alveg ófeiminn og skemti scr frábærlega vel. Kvöld- ið áður en hér segir frá hafði hann látið að orðum Dons og verið hjá þeim um nóttina, og nú var hann að hjálpa þeim við matreiðsl- una. ”Við skulum fara og skoða okkur um í dag,” sagði Jack, þegar þeir höfðu séð fyrir endann á pönnukökunum og jarðarberjunum. Allir tóku því vel og eftir að þeir höfðu sett aít i lag í tjaldinu og drepið eldsglæðurnar, lögðu þeir af stað með Lynn og Don í broddi fylkingar. Allir höfðu vasa sína fulla af nesti. Á hverjum degi þegar Lynn var með þeim álitu félagar hans, allir, nema Walter, að hann væri að sjálfsögðu leiðtogi þeirra. Lynn tók því vel, hann fann sig færan til þess, því hér var hann eins og heima hjá sér. Walter fylgd- ist með heldur en vera einn eítir, en vel mátti sjá og heyra að honum líkaði miður. Þeir þræddu stígana á fjallinu, staðnæmd- ust við og við. til að skoða fallegan runn, eða til að horfa á hið fagra útsýni yfir dalinn fyrir neðan þá. Um miðdagsleytið nam Lynn staðar og kveikti upp eld, svo neyttu þeir matar ii 7 og hvíldu sig svo stundarkorn áður en þeir sneru heim á leið aftur. Nú stakk Walter upp á að fara heim aðra leið. Lynn hikaði við að samþykkja það. Að vísu kannaðist hann við að annar stígur væri til, en hann væri mjög hættulegur. “Eg er ekkert hræddur við það,” svaraði Walter, sem var sár yfir því að “sveita-græn- inginn” skyldi alt af ráða íerÖLim þeirra, eins og hann væri betur fær til þess heldur en allir hinir. “Farðu á undan, við skulum koma á eftir,” svöruðu þeir. Þótt stigurinn væri verri og brattari en þeir höfðu búist viö, þá klifruðust þeir hver eftir annan án þess að kvarta, yfir stórgrýtið milli trjánna. Loks staðnæmdist Lynn, sneri sér að þeim sem á eftir voru og sagði: “Það er aðeins þessi eina gjá, sem við eigum eftir að fara vfir, á næstu hæð stendur tjaldið. En þessi gjá er klettótt, stígurinn mjög brattur og slæm fótfesta, það er svo mikið lausagrjót, svo það þarf að fara gætilega.” Þeir fóru líka svo gætilega að þeir voru nærri komnir yfir hinn ógreiðfæra veg, en þá steig Walter á lausan stein, og valt niður brekk- una, hann lenti svo sem io fetum fyrir neðan stíginn; þar lá hann. Don og Lynn klifmðust niður til hans og ætluðu að reisa hann á fætur, en hann var fót- brotinn á vinstra fæti og gat ekki staðið. Lynn batt utan um hann. fvrir neðan handleggina, kaðli, sem hann hafði tekið með sér til vara. Þannig lánaðist þeim að draga hann upp. Svo bjuggu þeir út einskonar burðarstól og báru hinn slasaða félaga sinn heim að tjaldinu. Nli ráðguðust þeir um hvað gjöra skyldi. Walter varð að fá hjálp strax. “PIveL-nig getum við flutt hann þéðan? Hvað er langt til næsta læknis ? Það tók okkur tvo daga að komast hingað,” sagði Don og and- varpaði. “Við verðum að fá hjálp,” svaraði Lynn rólega. “Það er skógarvörður 8 mílur héðan, eg ætla að fara þangað og síma eftir hestum og lækni.” “En þú getur ekki farið gegnum skóginn að nóttu til,” svaraði Don, “þú manst við sá- um bjarndýrstraðk í dag og svo er nóg af öðr- um villidýrum líka.” “Eg er ekki hræddur,’' svaraði Lynn og bætti við með lotningu: “Guð mun verða með mér.”

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.