Stjarnan - 01.11.1935, Síða 2

Stjarnan - 01.11.1935, Síða 2
90 STJARNAN Ruth hafÖi ágætt tækifæri til a8 öðlast beztu mentun. Hún var líka gáfuÖ og vel gefin stúlka, en hún blátt áfram nenti ekki aÖ leggja sig niÖur við neitt, sem kostaði verulega á- reynslu. Henni leiddist nám og skólaganga. Hún hafÖi lag á að komast i gegn í flest- um námsgreinum, nema í stærðfræði, þar strandaði hún. Ekki það hún gæti ekki lært, því hún var skýr og skilningsgóð, en hún ypti öxlum og sagðist ekki nenna að eiga við það, svo hún hætti á skólanum. Foreldrar, kennarar og vinir báðu hana og hvöttu til að halda á- fram, en árangurslaust. Hún fékk búðarstöðu og ætlaði að læra hraðritun, en því miður var það of mikil vinna, Krókar og línur, stryk og punktar, sem notaðir eru við hraðritun detta ekki af blýantsoddinum fyrirhafnarlaust, jafnvel ekki þó lipur hendi haldi á honum, svo hún lét sér nægja að nota aðeins ritvél, og skaraði alls ekki fram úr í þvi heldur. Svo giftist hún. Þegar henni var ráðið til að afla sér meiri mentunar og bíða lengur svo hún yrði betur fær um að mæta kröfum lífs- ins, þá svaraði hún: “Eg þarf ekki mentun til að halda hús fyrir Ray.” Hún lfði hamingjusömu lífi í nokkur ár, svo misti hún mann sinn og hafði nú tvö börn sem hún þurfti að sjá fyrir. Næstu mánuð- irnir, meðan hún var að átta sig og hugsa um hvað til bragðs skyldi taka, voru alvarlegir og erfiðir, eftir því sem hún sjálf sagði frá. “Þú skilur,” sagði hún, “eg komst að þeirri niðurstöðu að eg hefði of lítinn undirbúning til þess að geta fengið sjálfstæða stöðu. Mér hafði aldrei dottið í hug að eg mundi þurfa að sjá fyrir mér sjálf. Eg segi þér sannleikann að lífið er verulega alvarlegt, þegar þú hefir enga undirstöðu, og hefir ekki lært að gjöra nokkurn hlut nógu vel, til þess með því að geta aflað þér skýlis, fæðu og fatnaðar.” “Og hvað gjörðir þú?” “Hvað?” endurtók hún. “Eg blátt áfram fór í skóla, byrjaði þar, sem eg var svo heimsk að hætta .... En það hefir verið erfitt.” Hvað eg mundi gjöra hefði eg útskrifast af háskólanum í vor eð var. Fyrir nokkrum mánuðum las eg blaðagrein með yfirskriftinni: “Óvelkomin kynslóð.” Höfundur greinarinnar hafði nýlega útskrifast, en gat enga vinnu fengið og var nú vondaufur og kjarklítill. Hann nefndi sjálfan sig og hundruð þúsundir annara æskumanna: “Óvel- komnu kynslóðina,” engin vinna handa þeim, ekkert pláss fyrir þá,- Útlitið virðist heldur dapurt sem stendur fyrir unga menn og ungar stúlkur, sem með áhuga og vongleði ganga út í lífið að loknu námi. Það sýnist ekki nær því nóg vinna fyrir þroskað fólk, sem fyrir löngu hefir lokið námi, hvað þá heldur fyrir þær þúsundir æskulýðsins, sem vaxa upp ár frá ári. Heimurinn er i vandræða ástandi og framtíðin er hulin blæju óvissunnar. En hvers vegna æðrast yfir hin- um erfiðu tímum. Vér erum hér og verðum að greiða fram úr kringumstæðunm sem bezt vér geturn. Hefði eg útskrifast af háskólanum í ár í staðinn fyrir 1913, þá mundi mér ekki annað til hugar koma heldur en að halda áfram að , mentast þar til eg næði meistara nafnbót. “Það er óhugsandi,” munt þú segja, “það * eru þegar þúsundir mentaðra manna, sem bíða eftir atvinnu en fá hana ekki. Hvaða gagn er þá að læra meira ?” Það er satt, að ekki er opin staða til handa öllum, en þegar tækifæri gefst að fá stöðu, þá ganga þeir fyrir, sem beztan undirbúning hafa fengið. Að jafnaði geta þeir fengið beztu stöðu, sem bezt eru mentaðir. Með því að hafa aðeins miðskólamentun þá setur þú þig aftast í röð þeirra, sem biða eftir vinnu. Ef þú ert útskrifaður frá hinum hærri skólum, þá get- ur þú staðið næst þeim fremstu í röð þeirra, sem sækja um stöðu. Þú segir ef til vill: “Eg ætla ekki að verða læknir, lögmaður, prestur eða kennari, heldur aðeins trésmiður, múrari eða vélameistari. Hvað hefði eg að gjöra með hærri skólamentun til þess ? Það væri að eyða tímanum til einskis að ganga á skóla lengur.” ^ Hér skjátlast þér aftur. Hvort sem þú stundar landbúnað, eða þó þú aðeins tæmir sorptunnur, þá getur þú betur notið ánægju lífsins ef þú hefir góða mentun. Eg er ekki á sama máli og þeir, sem álíta að mentun sé að- eins svo mikils virði sem hún getur aflað fjár eða stöðu þeim, sem hefir hana. Mentun er gagnleg í mörgu fleiru. Þótt hinn vel mentaði sé iðnaðarmaður í vinnufötum, þá getur hann betur notið lífsins, heldur en ef hann hefði aðeins -lært að lesa, skrifa og reikna. Hann getur á ýmsan hátt gefið þjóðfélaginu og kirkj- unni betri þjónustu. Einnig getur hann gefið börnum sínum betra uppeldi. Hann er kunn- ugur öllu því bezta í bókmentum, og veit hvað

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.