Stjarnan - 01.11.1935, Side 3
ST JARNAN
9i
‘ fram fer í heiminum. Hann getur betur
þroskað sálargáfur sínar. Mentun hans hefir
hann yfir ryk og svita hins daglega starfs og
strits, svo hann getur haldið höfði sínu hátt,
enda þótt fætur hans vaði í leirnum eða saginu.
Eg álít æðri skólamentun nauðsynlega fyrir
þá, sem hreinsa sorptunnurnar. Ef eg hefði þá
atvinnu vildi eg hafa beztu rnentun til þess að
geta hugsað uro eitthvað hærra, heldur en sorp_
tunnuflutninginn. Það gjörir minst til h-vað
maður vinnur til að afla sér brauð. Það er
höfuðið eða hugsunarhátturinn, sem ákveður
gildi mannsins. Því meiri þekking, þroska og
göfgi, sem maðurinn hefir, því meira gagn og
ánægju getur hann haft af lífinu, um leið og
hann gefur Guði og mönnum betri þjónustu.
4 Aftur heyri eg þá segja sem útskrifast hafa
1934: “Ó-já, eg vildi gjarnan ganga á hærri
'■ skóla, en, hvaðan á eg að taka peningana fyrir
fæði, húsnæði og kenslu?”
Eg hefi nú búið 16 ár i litlu borginni Moun_
tain View. Hér eru yfir 500 Aðventistar og 10
til 20 nemendur útskrifast af miðskóla vorurn
hér á hverju ári. Nær því undantekningarlaust
hefi eg tekið eftir því, að þegar drengur eða
stúlka er alveg ákveðinn í því að ganga á ein
hvern af hærri skólum vorum, þá hefir vegur-
inn greiðst fyrir þeim fyr eða seinna til að kom-
ast áfram. Ekki einungis börn efnaðra for-
eldra, heldur líka unglingar frá bláfátækum
heimilum hafa náð hæstu mentun sem unt er
að ná í skólum vorum.
Ef æskulýðurinn er fús til að vinna, hversu
lítilfjörlegt sem starfið virðist vera, og neita
sér um skemtanir lífsins og ýms þægindi í
nokkur ár, ákveðinn í þvi að undirbúa sig til
að mæta hæstu kröfum fullkominnar þjón-
ustu fyrir Guð og menn, þá opnast ætið vegur-
inn til undirbúnings undir slíka þjónustu.
Enskur málsháttur einn segir: “Þar sem
viljinn er þar opnast vegurinn.” Reynslan hefir
sýnt að það er sannleikur. Það er sannleikur,
sem staðfestur er af miljónum manna, sem
hafa haft viljann. A. L. Baiker.
Forskriftin
Hinn aldraði maður, sem nefndur var afi
Gay, sat við gluggann. Eldurinn logaði glatt
í eldstæðinu, svo lyktina af furuviðnum,
sem var að brenna, lagði um alt her-
hergið. Það hafði byrjað að snjóa um morgun.
inn, og snjóflyksurnar mynduðu stjörnur,
tígla og þríhyrninga. Nú var komið fram að
kvöldverðartíma. Afi ruggaði sér með hægð
í stólnum, og horfði á snjófallið út um glugg-
» ann. Hinum megin við götuna gekk Mr.
^ Pratt, skósmiðurinn, hröðum skrefum heim til
sín. Gamli jakkinn hans var slitinn mjög og
hrreptur upp í háls, og höndum sínum hafði
hann stungið niður i rifna vasana. Afi Gay
virti unga manninn fyrir sér og gleðisvip brá
fyrir í gráu augunum hans. Það var eitthvað
svo f jörlegt og heilbrigt við Mr. Pratt. Hann
bar höfuð sitt hátt og blístraði um leið og hann
gekk þrátt fyrir kuldann.
Ó, hve dýrmæt er æskan, hugsaði afi Gay
—-æskan og ástin — og þakklætishátíðin á
morgun. Alt í einu hætti afi að rugga sér
meðan hann horfði á Mr. Pratt, og studdi á
svartan hnapp í veggnum hjá sér. Á svipstundu
kom inn grannvaxinn maður og hneygði sig
. fyrir honum.
“Það snjóar úti, Trip,” sagði afi, og leit á
miðaldra manninn, sem hafði verið þjónn hans
í 20 ár.
“Já, herra minn,” svaraði Trip.
“Þlvaða dagur er í dag?” hélt afi áfram.
“Það er miðvikudagur, dagurinn fyrir
þakklætishátíðina,” svaraði Trip.
Afi néri s'aman höndunum og tautaði við
sjálfan sig: “Hugsa sér það.” Svo bætti hann
við upphátt: “Hvað hefir þú undirbúið fyrir
þakklætishátíðina, Trip?”
“Við höfurn plómubúðing auk venjulegs
miðdagsmatar.”
“Er það svo?” sagði afi og hló við. “Þú
ert nú ekki alveg viss um það.” Trip hneygði
sig þegjandi.
Afi fór að rugga sér aftur. Hætti því svo
alt í einu og spurði: “Þekkir þú Pratt skó-
smið ?”
“Eg kannast við hann.”
“Þekkir þú hann?” spurði gamli maðurinn
aftur og hallaði sér áfram.
“Hann er ósköp fátækur,” svaraði Trip.
“Hann er það, hann er það,” svaraði afi.
“En hvers vegna er hann fátækur, Trip?”
Trip leit upp og andlit hans líktist stóru
spurningarmerki, er hann svaraði: “Eg veit
ekki, herra minn.”