Stjarnan - 01.11.1935, Qupperneq 4

Stjarnan - 01.11.1935, Qupperneq 4
92 ST JARNAN “Þú veizt það ekki,” þa8 var einkennilegt við afa að hann endurtók þaÖ sem talaÖ var. “Mr. Pratt er ungur maÖur, Trip, er ekki svo?" “Svo mun vera.” “Hann er giftur?” “ÞaÖ held eg.” “Og hann elur önn fyrir aldraÖri móður sinni ?” “Það hefi eg heyrt.” “Og þó veiztu ekki hvers vegna hann er fátækur,” sagði afi og hagræddi sér í ruggu- stólnum. Eftir stutta umhugsun spurÖi hann: “Hvað mundir þú gjöra, ef þú værir í mín- um sporum, Trip, og vissir alt þetta núna, dag- inn fyrir þakklætishátiðina.” Þrátt fyrir langa þjónustu hjá afa Gay í stóra steinhúsinu, þá var ekki laust við að Trip færi hjá sér þegar gamli maðurinn beindi þess. ari spurningu að honum. “Herra minn, eg held,—eg veit ekki.” Afi hló. “Þú veizt aldrei neitt, en eg veit það, Trip,” sagði hann og barði gömlu, mögru hendinni sinni niður á stórblíkina. Trip hneygði sig og beið skipana hans. Gamli maðurinn horfði út á götuna þar sem snjórinn hafði hulið fótspor Pratts, svo snéri hann sér við og leit á hið alvarlega andlit Trips. “Þú segir það sé þakklætishátíðin á morg'- un, Trip. “Ef þú vilt vera hamingjusamur á þakklætishátíðinni og skemta þér vel, þá gefðu eitthvað í burtu. Eg held að Mr. Pratt hefði gott af að borða plómubúðing á morgun. Veiztu hvar hann gæti fengið hann, Trip?” Það var ekki laust við bros á andliti Trips, er hann spurði: “Viltu gefa honum hann?” “Eg vil,” fullvissaði afi hann. “Earðu strax með hann yfir til Pratts.” “Þú kemur snemma heim í dag, Kenneth,” sagði Cynthía, er hún hafði litið á klukkuna. “Eg veit það, elskan mín,” svaraði hann og sópaði snjónum af fótum sér, “en á morgun er þakklætishátíðin, og mér datt í hug, einu sinni á ári að hætta snemma og koma heim. Eg hugsaði að ef til vill gæti eg hjálpað þér eitt- hvað, bætti hann við feimnislega og klappaði á heitu, rjóðu kinnina hennar. “En Kenneth,” sagði hún með augun full af tárum, “eg var að vona að þú mundir alveg gleyma því.” “Gleyma hverju?” spurði hann undrandi. “Morgundeginum.” “Nei, vissulega ekki,” sagði hann og vafði handlegg sínum blíðlega utan um hana. “Hvorugt okkar ætti nokkurn tíma að !* gleyma þakklætishátíðinni, þú mátt aldrei hugsa slíkt.” * “En Kenneth, til hvers þurfum við að minnast hennar? Hvað höfum við til að vera þakklát fyrir? Mamma alt af veik og þú hefir svo litla vinnu, og ekkert nema brauð og kart- öflur í miðdagsmat á morgun?” Og Cynthia leit döprum augum á mann sinn. “Við höfum meira en brauð og kartöflur, litla stúlkan mín,” sagði Kenneth spaugandi, “þú lofaðir að búa til “pumpkin” skorpusteik, hefir þú gleymt því ?” “Hún er tilbúin,” svaraði Cynthia og benti á skáphurðina, “en þú getur ekki verið þakk- látur bara fyrir skorpusteik.” “Og hvers vegna ekki, hún er mjög ljúf- * feng, við höfum ekki slíkan rétt á hverjum degi. Hugsaðu þér hve lystugar kartöflurnar * verða þegar við höfum skorpusteikina fyrir * framan okkur.” “Hættu nú Kenneth, við erum bara með látalæti,” svaraði Cynthia, er hún leit á hann með stóru, bláu augunum sínum. “Þú ert ekki þakklátur heldur, þú hefir enga hlýja kápu utan yfir þig og verður að vinna svo mikið, en hafa svo lítið fyrir það, að varla nægir til að halda í sér lífinu. Maður þarf meira en aðeins það, sem maður hefir að borða.” Kenneth svaraði engu. Hann settist á stól og af svip hans að dænia var öll æskugleði og áhugi horfin frá honum. Ef til vill var það satt, sem Cynthia sagði. Höfðu þau nokkra á- stæðu til að vera þakklát? Hún var erfið þessi eilífa barátta til þess að afla nauðsynja lifsins. Fátækt, sjúkdómur og hrum móðir að annast, það var nóg til að draga kjark úr hverjum -* manni. Hvað hann sjálfan snerti sakaði ekk- ert, en að Cynthia þyrfti að ganga góðs á mis, það var sem særði hann. Láta hana vinna eins og þræl, hafði hann nokkurn rétt til þess ? Hann fylgdi henni með augunum þar sem hún vann í litla eldhúsinu. Hún hafði aldrei möglað, en nú í fyrsta sinni skildi hann hvern. ig henni var innan brjósts. Hann ásakaði sjálf- an sig. Ef hann aðeins gæti veitt henni það sem hana langaði til og annað fólk kallaði nauð- synjar, en þau voru fátæk. Hversvegna var líf_ ið endalaus fátækt fyrir suma, en endalaus auð- ur fyrir aðra? Auðurinn venjulega fyrir þá, sem voru nógu ríkir áður. Þarna var afi Gay í stóra steinhúsinu, að vísu ekki miljónamær- ingur, en meira en nógu ríkur til að lifa í als- nægtum alla æfi sína. Hann var eflaust þakk-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.