Stjarnan - 01.11.1935, Qupperneq 5
STJARNAN
93
látur og hélt þakkarhátíÖ; hann hafÖi ástæÖu
til þess.
“Kenneth, viltu sækja kol fyrir mig niöur
i kjallarann?”
Ungi maÖurinn stóÖ upp, tók tómu kolaföt.
una og gekk niður stigann. Kisa kom malandi
á móti honum, néri sér við legg hans og fór svo
aftur inn í kjallarahornið, en kom strax aftur
og mjálmaði ámátlega.
“Hvað gengur að þér, gamla skinnið,
hvernig líður börnunum þínum í dag?”
Hann gekk yfir að kassanum þar sem kisa
hélt til með fjölskyldu sinni. Þrír ketlingar
voru þar í hnypri í einu kassahorninu og þeir
litu stórum augum upp á hann. Kisa stökk upp
í kassann til þeirra og sleikti þá rækilega, en
hætti þó af og til og sleikti hönd Kenneths, sem
studdist á kassahliðina.
“Skepnur eru hamingjusamar,” hugsaði
hann er hann rétti sig upp og gekk yfir að
kolahrúgunni. “Þær hafa engar áhyggjur.
Þær bera fult traust til vor mannanna, og hugsa
ekkert um ókomna tímann. Ef vér mennirnir
bærum slíkt traust til hins Almáttuga þá—”
“Kenneth, hvar ertu? Eg þarf kolin.”
Kenneth fylti kolafötuna og fór upp með
hana og sagði: “Kisa hefir fallega ketlinga.”
Það glaðnaði yfir Cynthiu. “Þykir þér
vænt um þá líka, það gleður mig. Eg nærri
þvi gleymi að eg hafi nokkuð að gjöra, þegar
eg tek þá upp hingað svo eg sjái til þeirra.
Þeir eru svo áhyggjulausir.”
Kenneth leit á hana. Skrítið að hún skyldi
hugsa það sama og hann, en þessi hugsun virtist
ekki hafa nein sérstök áhrif á hana.
“Cynthia, eg var einmitt að hugsa um þetta
sama, hvað ketlingarnir eru áryggjulausir, og
hve vel þeir treysta okkur. Hvers vegna gjöra
þeir það?”
Hún hugsaði sig um augnablik og sa'gði síð-
an: “Eg held það sé af því að þeir eru svo ó-
sjálfbjarga að þeir læra að reiða sig á okkur.”
Kenneth svaraði ekki strax. Svo sagði
hann mjög alvarlega: “Cynthia, heldur þú ekki
að afstaða vor gagnvart Guði sé eitthvað svip-
uð þessu? Við erum ósjálfbjarga og væntum
hjálpar frá honum, eins og þessar skepnur
vænta hjálpar frá okkur.”
Hún þagði langa stund, svo kom hún og
studdi á handlegg hans, og leit brosandi á hann
um leið og hún sagði: “Svo þú álítur að við
ættum að vera þakklát fyrir skorpusteik, hús
til að búa í, kol og við til að halda hita, og fyrir
litlu ketlingana, og heilbrigði og æsku, og kær-
leika og að við höf um hvort annað ?”
“Eg vissi þú mundir sjá það,” svaraði Ken.
neth glaður i bragði, “eg vissi—.” Dyrabjall-
an hringir. Eg skal fara til dyranna.”
“Er það Mr. Pratt?”
“Já, herra minn,” svaraði Kenneth og brosti
til miðaldra mannsins, sem stóð á tröppunum
með böggul á handleggnum.
“Með kveðju frá Mr. Gay, herra minn,”
sagði maðurinn um leið og hann rétti Kenneth
böggulinn.
“Eg skil það ekki,” svaraði ungi maðurinn
og hristi höfuðið. “Eg er ókunnugur Mr. Gay.”
“Hann á heima uppi á hæðinni í stóra stein-
húsinu, herra minn.” Maðurinn hneygði sið
og fór ofan tröppurnar, út á götuna og gekk
sem hraðast í áttina þaðan sem hann kom.
Ivenneth fór inn með böggulinn og lokaði dyr_
unum.
"Hver var það, Ken? Hvað er þetta?”
spurði Cynthia þegar hann fór að opna böggul-
inn.
“Eg ætla nú að finna það út svo fljótt sem
unt er. “Með beztu óskum frá afa, Gay,” las
hann á spjaldinu. “Ef þú vilt vera glaður og
skemta þér vel á þakklætishátíðinni, þá gef þú
eitthvað í burtu.”
Cynthia klappaði saman höndunum og
sagði: “Kenneth, hann er að gefa okkur for-
skrift fyrir hamingju.”
Kenneth bar hendina upp að höfði sér hugs.
andi: “Forskrift, það er eitthvað sem er i
matreiðslubókum, er það ekki?” spurði hann
sakleysislega.
“Auðvitað, hún segir frá hvernig eigi að
búa eitthvað til, brauð eða búðing, eða eitthvað
annað. Og þetta er Mr. Gays forskrift, sérðu
ekki hvað það á að vera? “Ef þú vilt vera
glaður. Það gleður mann að gefa eitthvað í
burt, En Ivenneth, hvað getum við gefið ?”
Kenneth leit á konu sína og undrun lýsti
sér í bláu augunum hans. Var það mögulegt
að þetta væri sama konan, sem fyrir stundu
síðan hafði óskað að hann hefði gleymt þakk-
lætishátíðinni. Hvað kvenfólkið er örgert.
“Eg veit,” hélt hún áfram, “við getum gefið
skorpusteikina. Mrs. Dennis í húsinu hinum
megin við girðinguna, hún er svo fátæk, miklu
fátækari en við. Hún á þrjú börn fyrir utan
Jake, sem er kryplingur. Eigum við ekki að
gjöra það, Kenneth, eg meina að gefa henni
skorpusteikina ? Viltu ekki smeygja þér í káp-
una og fara strax yfir með hana?”