Stjarnan - 01.01.1936, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.01.1936, Blaðsíða 5
STJARNAN degi verÖur skilnaður gjör milli hinna nafn- kristnu og þeirra, sem í sannleika hafa þjónað Drotni. Öllum fjölda mannkynsins verður þá skift í tvo flokka. Annar flokkurinn verður hrifinn til himins þegar Jesús kemur, hinn verður skilinn eftir á jörðunni til að eyðileggj- ast í eldhafinu. Allir verða dæmdir eftir því sem þeir hafa aðhafst. Það verður gagnslaust að segja fyrir réttinum: “Bg ætlaði að gjöra þetta eða hitt. Forlög þín og mín verð miðuð við það sem vér höfum gjört, en ekki við það, sem vér höfum áformað, ætlað eða lofað. Sérhver ófyrirgefin synd verður augljós, og leyndustu hugsanir gjörðar opinberar, og sérhvert illverk afhjúp- að. Hér er boðskapur Guðs til sérhverrar sálar í heiminum: “Óttist Guð og gefið honum dýrð, því að komin er stund dóms hans.” “Sjöunda dags Aðventistar vita að dómstíminn í hinum himneska réttarsal byrjaði 1844 • • • síðan það ár hefir mál þeirra, sem kalla sig Guðs fólk verið tekið fyrir, alt í frá Abel hinum réttláta og áfrann, og úrskurður gefinn í hvers eins máli, og endurgjaldið ákveðið, samkvæmt því sent skráð er urn líf hvers einstaks í minnisbók- um himinsins. Dómstími Guðs er þegar á enda. Meðan þú situr hér getur skeð að ákvæðið um eilífðarkjör einhvers mianns sé framborið. Á himnum fer f-ram réttarhald. Nafn þitt er á listanum. Hæsti réttur himinsins ákveður dag- lega eilífðarkjör manna. Bráðum verður þitt og mitt nafn kallað, mál vort rannsakað og vor eilífu kjör ákveðin. Ó hve alvarlegur er ekki yfirstandandi tími, “Óttist Guð og gefið hon- um dýrð.” Ó, hve gætilega vér ættum að frarn- ganga í heilagri breytni og guðrækilegu líferni hverja stund lífs vors. í táknmyndaþjónustunni, þegar æðsti prest- urinn gjörði forlíkun fyrir syndir fólksins í hinu allra helgasta í jarðneska helgidóminum, þá átti alt fólkið að auðmýkja sig fyrir Guði og játa syndir sínar, svo þær yrðu forlíkaðar og afmáðar. Er hægt að heimta minna af oss nú þegar Jesús er í hinu allra helgasta himins- ins, til að biðja fyrir fólki sínu, og hið órjúfan- lega ákvæði verður brátt gefið út viðvíkjandi eilífðarkjöruml hvers einstaklings. Hvar stöndum vér á þessurn voðalega alvar- lega tíma? Hvílíkt dramb hræsni og prettir finst ekki meðal þeirra, sem kalla sig kristna, 5 hégómaskapur í klæðaburði, gáleysi, skemtana- fýsn og eigingirni. “Ættum vér ekki að rannsaka Ritningarn- ar, svo vér getumi skilið hvar vér stöndum í sögu heimsins? Ættum vér ekki að athuga h'vað Jesús gjörir fyrir oss einmitt nú, og hver vera ætti afstaða vor sem syndara gagnvart Guði, meðan Jesús er ennþá milligöngumaður vor, til að forlíka fyrir syndir vorar. Ef vér höfum hinn minsta áhuga fyrir vorri eigin sálu- hjálp, þá verðuini vér í einlægni og alvöru að snúa oss til drottins. Vér verðum í einlægri iðrun að viðurkenna syndir vorar, svo þær verði afmáðar.” “Vér megum ekki lengur draga sjálfa oss á tálar. Náðartíminn er bráðum á enda. Vér ættum allir að spyrja sjálfa oss: “Hvar stend eg gagnvart Guði?” Vér vitum ekki hve fljótt vor nöfn verða kölluð og vor eilífu kjör ákveð- in. H'ver verða þau? -Verðum vér taldir meðal hinna réttlátu eða hinna ranglátu ?” Fyrst tími dómsins hefir staðið yfir síðan 1844, í 91 ár, þá hljótum vér að vera farnir að nálgast endi náðartímans. Brátt verður hið síðasta mál útkljáð í réttarsal himinsins og Jesús gefur út ákvæðið: “Hinn rangláti haldi áfram að fremja ranglæti, og hinn saurugi saurgi sig áfram, og hinn réttláti stundi áfram réttlæti, og hinn heilagi helgist áfram. Sjá eg kem skjótt, og launin hefi eg með mér, til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er.” Opinb. 22:11, 12. Þegar þetta ákvæði verður gefið út þá er of seint að snúa sér, of seint að búa sig til að mæta Guði. í því ástandi sem þú verður þá, alvöru, gefinn eða kærulaus, guðrækinn eða veraldlega sinnaður, flekklaus eða spiltur, hlýðinn eða ó- hlýðinn, þannig 'verður þú áfram. Hvað sem þú vilt gjöra til að undirbúa þig undir dóminn, verður þú að gjöra áður en þetta ákvæði er gefið út. Þegar vér athugum þetta, er það þá ekki hvöt til vor, til að lifa hverja stund í þeirri afstöðu gagnvart Guði, að vér séum sífelt við- búnir þeirri alvarlegu stundu, þegar mál vort kemur fram til rannsóknar og verður útkljáð. Ekkert minna en stöðugt samfélag við Jesúnn, vér í honum og hann í oss, nægir á þessum alvörutíma til þess vér séum sífelt viðbúnir hvenær sem mál vort verður til lykta leitt. Líferni mitt og þitt verður bráðum rann- sakað. Hvílík alvarleg stund það verður. Leyfðu mér, samferðamaður minn á lífsleið- inni, að leggja þér á hjarta þessa spurningu:

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.