Stjarnan - 01.04.1936, Síða 6

Stjarnan - 01.04.1936, Síða 6
30 STJARNAN þátt í gjálífum skemtunum á leikhúsum og ann- arsstaðar, eÖa iðkaÖ það sem ósæmilegt er, hann tapar lönguninni til alls þessa þegar hann meðtekur Jesúm sem persónulegan frelsara sinn. Þá verður gleði hans í Guði og samfé- laginu við hann. Hin mesta ánægja hans verð- ur að lesa Guðs orð og breyta eftir því, hans heitasta þrá verður að líkjast Jesú. Þessi al- gjörða breyting á innra lífi mannsins er krafta. verk heilags anda, sem enginn getur öðlast nema fyrir trú á blóð Jesú Krists, sem hreinsar oss af allri synd. Það er enginn annar vegur til sáluhjálpar. Siðfræðingar geta bent oss á hið fullkomna lif, en aðeins Jesús getur veitt oss það. Eftirfylgjandi ritningarvers sýna hið sanna ástand mannsins áður en hann endurfæðist: “Frá hvirfli til ilja er ekkert heilt, tómar undir, skrámur og nýjar benjar, sem hvorki er kreist úr né bundið um, og þær ekki mýktar með. olíu.” Jes. i :6. “Svikult er hjartað fremur öllu öðru og spilt er það, hver þekkir það ?” Jer. 17:9- “Því að hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, með því hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki.” Róm. 8 :J. Þessi ritningarvers sýna skýrt og skorinort að maðurinn í sínu náttúrulega ástandi væri alveg hjálparlaus, ef Jesús hefði ekki komið niður af liimni, rétt iðrandi syndurum hjálpar- hönd og af náð sinni frelsað þá. “Strax þegar sydarinn meðtekur Jesú í trúnni, þá stendur hann syndlaus og saklaus frammi fyrir Guði, því réttlæti Krists er hans. Hin fullkomna hlýðni Krists er tilreiknuð hon- um. Heilagur andi skapar nýtt líf í hjörtum vorum fyrir trúna. Vér verðum encjurfædd af heilögum anda og elskuð af Guði, eins og hans eigin sonur.” Eins og ísraelsmenn voru læknaðir af högg. ormabitinu þegar þeir litu á eirorminn, þannig mun hver iðrandi syndari, á því augnabliki, sem hann snýr sér til Jesú, öðiast fyrirgefningu synda sinna og barnarétt hjá Guði. Hann verð,- ur eins og ungbarn, sem þarf að fæða. “Sæk- ist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu ósviknu mjólk, til þess að þér af henni dafnið til hjálpræðis.” 1. Pét. 2:2. Með því að lesa Guðs orð daglega og biðja til hans, öðlumst vér styrk til að standa á móti freistingum. þeim, sem ásækja oss. Afturhvarfið eða endurfæðingin útrýmir ekki öllum freistingum frá oss. En Drottinn gefur oss styrk til að sigra þær allar, svo vér getum Iifað sannkristilegu lífi. Með því dag- lega að lesa og hugleiða Guðs orð og biðja, öðl- umst vér kraft hans, og vorar andlegu gáfur þroskast við það að hjálpa öðrum til frelsarans. Nú á dögum er mikið ritað um breytingu á líferni. En það er aðeins einn vegur til sálu- hjálpar, og það er Guðs vegur, — að iðrast synda sinna og meðtaka Jesúm Krist sem per- sónulegan frelsara sinn. Ef nokkuð annað er prédikað sem sáluhjálparmeðal, þá er það fals og svik, Jesús líkir því við að klifrast inn í sauðabyrgið, í stað þess að fara inn um dyrnar, og þá sem það gjöra brennimerkir hann sem þjófa og ræningja. (Jóh. 10:1). Það er mikið reynt til þess nú á dögum að finna annan veg en Guðs veg til sáluhjálpar. Allskonar kynja- lyf eru á boðstólum til að lækna synd, þótt hjálp sé ekki að fá hjá öðrum en Jesú. “Því eigi er heldur annað nafn undir himninum, ci menn kunna að nefna, er oss er ætlað fyrir hólpnum að verða.” Þegar syndarinn hefir meðtekið Jesúm sem frelsara sinn og öðlast nýtt líf, sem er vottur þess að hann er Guðs barn, þá verður Bi-blían mælikvarði lífs hans, og hann gengur í því ljósi sem skín frá Guðs orði. Guðs heilagi andi mun leiða hann til hlýðni við Guðs heilaga lögmál, hin tíu boðorð, sem er Guðs réttlæti. Maður- inn féll af því hann óhlýðnaðist lögmáli Drott- ins. Friðþægingarfórn Krists var til þess að bæta fyrir þetta brot, og til að leiða iðrandi syndara á ný, til hlýðni við Guðs lögmál. Mað- urinn frelsast ekki af þvi að halda lögmálið, en þegar hann fyrir trú á Guðs náð í Jesú Kristi hefir öðlast sáluhjálp er það yndi hans að halda lögmál Drottins, eins og sálmaskáldið sagði: “Lát miskun þína koma yfir mig, að eg megt lifa, því að lögmál þitt er unun mín.” “Hve mjög elska eg lögmál þitt, liðlangan daginn íhuga eg það.” “Þessvegna elska eg boð þín framar en gull og skíragull.” Sálm. 119:77, 97, 127. Að náttúrufari er maðurinn ekki undirgef_ inn Guðs vilja, en endurfæðingin breytir þessu öllu, og maðurinn öðlast nýtt hjarta, sem. hefir yndi af Guðs lögmáli og gleðst af að gjöra hans vilja. Vér óskum og vonurn að sá, sem les línur þessar losni úr viðjum synda sinna og finni veginn til Drottins, svo hann megi öðlast þann frið, sem er öllum skilningi æðri. M. N. Campbell.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.