Stjarnan - 01.02.1937, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.02.1937, Qupperneq 3
STJARNAN ii yður til handa, imeð þekkingu á Guði og Jesú Drotni vorum. Þar eð hans guðdómlegi mátt- ur hefir veitt oss alt, sem heyrir til lífs og guð- rækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð og með því hefir hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrir heit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakandi í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan girndaspillingunni, sem er í heim- inum.” 2. Pét. 112-4. Hér er því skýrt haldið fram að sá, sem trúir á Jesúm Krists verður hluttakandi guðlegs eðlis. Látum guðdóminn og hið mannlega vinna saman í lífi voru, þá geturn vér unnið frægan sigur fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist. E. G. White. Kraftaverk Einhver spurði mig nýlega hvort eg tryði á kraftaverk. Eg kvað já við því, og sagðist hafa séð þau. “Og hvenær?” “Eg sá eitt í gær. Það var maður, sem áður hafði verið drykkjuslarkari. Hann var frels- aður fyrir kraft Krists og trúna á hann. Þetta er kraftaverk. Hin bezta sönnun fyrir ágæti kristindóms- ins er sannkristinn maður. Hann er sú sönnun, sem ekki verður móti mælt. Það finnast ef til vill margar fleiri sannanir, en ekkert er sent jafnast á við þessa. Hefir þú sjálfur fengið reynslu fyrir þessu? Láttu þá aðra fá að sjá í þínu flekklausa, óaðfinnanlega lífi þá skýr- ingu, sem þeir þurfa til að sannfærast. Ef þeir eru ekki forhertir, þá nægir þeim það til að geta trúað veruleika kristindómsins. E. S. Hlýddu eða borgaðu Ezekiel Daniells leit veiklulega út þegar hann kom inn í búðina á horninu. Hann fékk sér stól og settist hjá félögunum, sem sátu kringum ofninn og voru að skrafa saman. “Mér er sagt, að þú hafir verið veikur,” sagði Tom Wilkes. “Við höfum saknað þín hér. Umferðasali nokkur kom hér um kvöldið og meðan þeir voru að lagfæra bílinn hans sagði hann okkur frá prédikara í Vancouver, er hann hafði hlustað á síðastliðinn sunnudag. Hann hafði sagt að við þyrftum ekki lengur að halda 10 boðorðin. Alt sem vér þyrftum væri að trúa á forþénustu Krists, en alls ekki lengur að halda boðorðin. “Eg er alveg hissa að maðurinn skyldi ekki halda áfram alla leið til Chilliwack, þó loftið væri f arið úr hringnum á bílnum hans.” Félag- arnir litu undrandi á Mr. Daniells. Þeim datt í hug hvað þetta gæti átt skylt við ræðu prests- ins og tíu boðorðin, en þeir svöruðu: “Þú veist sjálfur, að það er ómögulegt að keyra, ef loftið er farið úr hringum bílsins. Hvers vegna datt þér slíkt í hug?” “Eg hugsaði að þyngdarlögmálið hefði ef til vill einnig verið afnumið, hjá prédikaranum í Vancouver, ekki síður en Guðs lögmál.” “Komdu nú með það, Zeke,” sagði Jackson, “segðu okkur hvaða skoðun þú hefir á þessu. Það sýnist nú ótrúlegt að ekkert lögmál sé til, en þessi maður virtist hafa nokkuð til síns máls.” “Það er í sjálfu sér ómögulegt að Guðs lög- mál sé afnumið,” sagði Mr. Daniells. “O'rsakir liggja til alls. Eg varð veikur vikuna sem leið, af því eg neitaði ekki seinustu réttunum af á- gætum miðdegismat. Eg hef i aldrei vitað dæmi þess að maður gæti brotið Guðs lögmál, hvort sem það er náttúrulögmálið eða siðferðislög- málið, án þess að líða fyrir það. “Hvernig skyldi þessum prédikara hafa geðjast að því, ef einhver hefði stolið pening- um úr vasa hans meðan hann heilsaði honuim við dyrnar, og viðkomandi hefði svo sent hon- um vingjarnlegt bréf, sagt honum hvað hann hefði gjört, og látið í ljósi gleði sín yfir því, að Guðs lögmál væri afnumið, því nú gæti hann tekið fé úr vösum manna hvenær sem hann vildi. Hafið þið nokkurn tíma hugsað um hve mjög glæpirnir hafa aukist síðan þessir prédik- arar fóru að halda því fram að Guðs lögmál væri ekki lengur í gildi?” “Já, eg get skilið það,” sagði Tom. “En

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.