Stjarnan - 01.02.1937, Síða 5

Stjarnan - 01.02.1937, Síða 5
STJARNAN 13 á háskóla síðastliðinn vetur. Þá vann móðir niín sem ráðskona, svo þegar eg kom, heim þá varð eg að matreiða fyrir mig, þvo fötin mín og sjá um mig sjálfur. Mér tókst það víst ekki betur en vel, því eg varð veikur og varð því að hætta við skólann. Eg veit mér líður miklu betur ef eg get fengið vinnu. Eg vildi gjarnan ganga á skóla, en mér er ómögulegt að hugsa um það nú sem stendur.” “Hvernig mundi þér geðjast að því að vinna hjá mér, fyrst þú gengur ekki á skóla hvort sem er?” spurði maðurinn og brosti vingjarn- lega. “Ó, eg væri svo þakklátur, en er þér annars alvara ?” “Vissulega er mér alvara. Eg er formað- ur fyrir stóru gufuskipafélagi hér á ströndinni. Næstu viku þarf eg 3 menn. Þú lítur út fyrir að vera góður drengur, svo eg vildi gjarnan gefa þér tækifæri. Kaupið verður aðeins 80 dollarar á mánuði, en ef þú reynist vel, þá held eg innan þriggja til sex mánaða, að þú ættir að geta fengið frá 100 til 150 dollara á mán- uði” Augu Edwards tindruðu af gleði. Hann gat varla trúað sínum eigin eyrum. Loks spurði hann hvaða skilyrði væru nauðsynleg til að geta tekið þessa stöðu. “Eina skilyrðið, sem þú þarft, er að geta skrifað ‘á ritvél,” svaraði maðurinn. “Verð eg að kunna að skrifa á ritvél?” spurði Edward. “Já, sonur, þú þarft að geta það.” “En eg kann það ekki,” svaraði Edward hnugginn. “Það mund'i sjálfsagt taka nlig marga mánuði að læra það.” “Eg skal segja þér, hvað þér er bezt að gjöra, drengur minn. Far þú á skóla og lærðu að skrifa á ritvél. Ef þú getur eftir þrjá mánuði skrifað, við skulum segja, 40 orð á mínútu, þá skal eg gefa þér vinnu. Eg heiti J. H. Walters. Hér er nafnspjaldið mitt.” “Eg heiti Edward Gentry, muldraði dreng- urinn. Hann var viss um að hann gæti lært, og hann var einmitt að hugsa um hvar hann skyldi gjöra það. Það sem eftir var leiðarinn- ar, sátu þeir báðir þegjandi. Hvorugum virtist áhugamál að brjóta þögnina. Þegar þeir komu inn í miðja borgina þakk- aði Edward Mr. Wlalters fyrir góðvildina, og hraðaði sér svo sem mest hann mátti upp í her- bergi sitt, sem hann notaði bæði fyrir eldhús og svefnherbergi. Því meira sem hann hugsaði um tilboð Mr. Walters, því ótrúlegra fanst honum það. En hann leit aftur og aftur á nafnspjaldið og það var ávalt hið sama. Kvöldið eftir fór hann til háskóla þess, sem næstur var og innritaðist þar til að læra á rit- vél. Skólinn var um tvær mílur í burtu, og þó loftslag sé ekki mjög kalt í Californíu, þá er það langur vegur að þurfa að ganga það 4 kvöld í viku. Edward var þar æfinlega áður en kennarinn kom til að opna dyrnar á ritvéla- stofunni. Hann var lika ætíð sá síðasti að fara, eftir að sá tími var úti, sem kenslan stóð yfir. Hann hugsaði stöðugt um þetta ágæta tæki- færi sem honum bauðst. Það var hið síðasta í huga hans áður en hann sofnaði og hið fyrsta er hann vaknaði aftur. Fyrir hann þýddi það mismuninn rnilli fátæktar og velmegunar. Þrír mánuðir liðu. Einn morgun fór hann mjög snemma á fætur og strauaði skyrtuna sína sem hann hafði þvegið kvöldið áður. Hann klæddi sig i bestu fötin, sem hann átti til og fór niður að höfninn, 20 rnílur í burtu. Hann hafði ekkert nafnspjald, svo hann varð að bíða þangað til skrifarinn leyfði honum inn til að sjá Mr. Walters, sem átti rnjög annríkt. “Góðan daginn,” sagði Edward glaðlega um íeið og hann gekk inn, “Manstu ekki eftir mér, eg heiti Edward Gentry?” "Edward Gentry, Edward Gen-----------nei, rétt þetta augnablikið man eg ekki eftir þér.” “Þú lofaðir að gefa mér vinnu, ef eg lærði að skrifa á ritvél, og nú hefi eg—” “Já, já, nú man eg, þú ert drengurinn, setn þurfti að sjá fyrir móður sinni.” Þetta hljómaði einkennilega í eyrum Ed- wards, en hann lét ekki á því bera. Þetta var svo alvarlegt málefni. “Jæja, sonur,” sagði Wialters vingjarnlega, “hvenær getur þú byrjað?” “Eg get byrjað hvenær sem er, á morgun, ef þú vilt.” “Nei, það væri ekki vo þægilegt fyrir okkur að þú byrjaðir um imiðja viku, en ef þú vilt koma á mánudagsmorguninn, þá skulum við hafa pláss fyrir þig. “Það er ágætt,” svaraði Edward, “eg skal vera hér, en — aðeins augnablik, Mr. Walters, það er eitt áríðandi atriði, sem eg þarf að nefna áður en eg fer.” “Jæja, hvað er það ?” “Eg get ekki unnið á laugardögum.” “Getur ekki unnið á laugardögum, hvað áttu við ?” “Eaugardagurinn er hvíldardagur minn.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.