Stjarnan - 01.02.1937, Side 6

Stjarnan - 01.02.1937, Side 6
14 STJARNAN Vegna trúar minnar og sannfæringar er mér ómögulegt að vinna þann dag, en eg skal með ánægju vinna á sunnudögum.” “Ungi maður, ertu alveg frá þér? Ætlar þú að telja mér trú um að þú viljir sleppa svona góðri atvinnu fyijir einhvjerjar trúarbragða- kreddur ?” “Eg sagði það ekki, herra minn, en ef hvíld- ardagshald mitt stendur i vegi fyrir starfi mínu hér, þá sleppi eg heldur vinnunni.” “Þú ert heimskingi, drengur. Þú segir þér ríði mikið á að fá vinnu, en svo snýr þú þér við og segist heldur sleppa vinnunni, heldur en að vinna á laugardögum. Trúarbrögðin eru góð, drengur minn, en ef þau koma í bága við það að vinna sér brauð þá eru þau gagnslaus fyrir einstaklinginn.” “Það hryggir mig, Mr. Walters, en hvernig sem þú lítur á þetta mál, þá get eg ekki unnið á laugardögum,” sagði Edward kurteislega. “Eg sé enga leið til þess að Iáta þig fá frí á laugardöguim,” svaraði Mr. Walters,, eftir að hafa hugsað sig um augnablik. Það er annríkasti dagurinn þegar við ljúkum við viku- verkið. Mér þykir mjög leitt að þú missir þetta tækifæri. Farðu nú heim og segðu móð- ur þinni frá þessu og fylgdu svo ráðum henn- ar, hún mun eflaust ráða þér til að taka vinn- una. Eftir að þú hefir hugsað þig um getur þú skrifað mér línu, og látið mig vita ákvörð- un þína. Svo höfum við alt undirbúið fyrir mánudaginn.” Edward var í heldur þungu skapi þegar hann kom heim þetta kvöld. Hann átti í stríði við sjálfan sig alla leiðina heim. Hann vissi hvað rétt var að gjöra, en hann vissi líka hvað hann þarfnaðist mjög peninganna, sem hann fengi í kaup. Hann vissi líka vel hvað móðir hans mundi ráðleggja honum. Hún hafði sjálf slept góðri stöðu til þess að geta haldið hvíld- ardaginn. Hann átti i hörðu stríði við sjálfan sig í tvo daga. Því meira sem hann hugsaði um það fanst honum fleira mæla með því að hann tæki vinnuna. Það var nærri því að honum kamið að taka hana í nokkra mánuði svo hann gæti komist úr skuldum. Eoksins þriðja morgun- inn fór hann á pósthúsið, keypti þar bréf- spjald og skrifaði: “Kæri Mr. Walters —, því miður sé eg mér ekki fært að taka vinnuna, sem þú svo góðfús- Íega bauðst mér. Eg get ekki unnið á laugar- dögum, það er dagurinn, ,sem Biblían býður oss að halda heilagan, og sem Jesús sjálfur hélt meðan hann var hér á jörðunni. Með innilegu þakklæti fyrir góðvilja þinn er eg þinn einlægur — Edward Gentry. Nú hafði Edward slept þessu tækifæri, vegna trúmensku sinnar við Guðs orð. Móðir hans fékk enga stöðuga vinnu, svo þau áttu við þröngan kost að búa. Eina ógleymanlega viku, höfðu þau aðeins eitt brauð og tvö pund af kartöflum til að Íifa á. En þau voru bæði alt of sjálfstæð til þess að leita hjálpar hjá safn- aðarfólki sínu, Einu sinni þegar Edward var á heimleið frá að leita sér vinnu, mætti hann manni, sem sagði honum frá skóla, þar sem ungum mönnum væri kend viss aðferð til að hreinsa mál á bifreiðum. Þetta félag hafði einkaleyfi fyrir því, sem not- að var, svo einungis þeir, sem höfðu lært hjá þeim gátu fengið það, en þeir þurftu ekkert að borga fyr en þeir hefðu fengið vinnu. Edward fór þangað til að læra þetta verk, sem útheimti bæði krafta og kostgæfni. Þegar hann hafði lokið náminu útvegaði kennarinn honum vinnu á stórri bifreiðastöð. Kaupið var lítið, en hann hafði frí á laugardögum; það kom aldrei til tals að hann þyrfti að vinna þá Eftir að hann hafði unnið þarna nokkra mánuði, kallaði formaður félagsins hann einu sinni inn á skrifstofu sína og sagði við hann: “Yfirmaður þinn segir mér að þú vinnir svo vel að þú ættir að fá kaup þitt hækkað. En eg held þú hafir góða hæfileika til að selja bif- reiðar. Viltu taka það starf að þér og vinna 5 daga í viku fyrir 150 dollurum á mánuði, og svo prócentur af því sam: þú selur. “Eg tek það með ánægju, og skal gjöra mitt bezta.” Tveimur árurn seinna stóð yfir einum skrif- stofudyrum þessa félags: “E. J. Gentry, for- maður söludeildarinnar.” Y. I. Fyrsta Biiblían prentuð í Ameríku var á máli Algonquin Indíána. John Elliot Indíána- trúboði þýddi hana, þýðingunni var lokið og Bíblían prentuð árið 1663. Það var ekki fyr en 1777 að partur af Biblíunni var gefinn út á ensku í Norður Ameríku. Fimm árum seinna var hún öll prentuð í Philadelphia, og það er sagt að Skotlendingur sá, sem kostaði útgáf- una hafi tapað 15,000 dollurum á fyrirtækinu.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.