Stjarnan - 01.02.1937, Qupperneq 8

Stjarnan - 01.02.1937, Qupperneq 8
i6 ST J ARNAN yngsta barni upp til elztu afa og ömmu.” Guði sé lof fyrir slíkan fagnaÖarboðskap, sem leiðir alla unga og gamla til að eiga þátt í starfi Drottins vors og frelsara Jesú Krists. W. H. Bergherm. Segðu það nú Stuttu eftir andlát göfugs og góðs prests, kornu nokkrir af vinurn hans, til að votta ekkju hans hluttekningu sína. Eftir að þeir höfðu með þakklæti minst á hina göfugu framkomu hans og óeigingjörnu þjónustu, sagði hún með tárin í augunum: "Eg þakka yður fyrir hlut- tekningu yðar, en hvers vegna létuð þér aldrei þetta þakklæti í ljósi meðan hann var lifandi?” Vér minnumst einnig á Carlyle. Vesalings Carlyle. H,ann virti lítils konuna sína, sem annaðist hann svo vel, og þó átti hann henni að þakka hve vel honum hepnuðust ritstörfin. Honum varð alt þetta ljóst eftir að hún var dáin. Hann fór þangað, sem hún síðast sást lifandi, tók- af sér hattinn og stóð þar berhöfð- aður í regninu og vindinum og sagði: “Ó, ef eg aðeins gæti séð hana i 5 mínútur, til að full- vissa hana um, að mér þótti alt af vænt um hana. En hún vissi það ekki. Hún vissi það aldrei.” Ef þú hefir vingjarnlegt og uppörfandi orð, eða kærleika, eða jafnvel vingjarnlega áminn- ingu eða aðvörun, þá láttu það i ljósi nú, með- an þú hefir tækifæri til þess. Þegar þú sér að náunginn hefir við erfiðleika að berjast þá hug'hreystu hann. Honum er það meira virði nú heldur en vingjarnleg orð um hann eftir að hann er dauður. Reynum að slétta leiðina, og greiða veginn, hver fyrir annan. Vingjarnlegt orð, sem ekki er talað, er horfið tækifæri til að gleðja aðra. E. Lloyd. Smávegis Ein einasta húsfluga getur lagt 700 egg, sem innan 14 daga verða fullvaxnar flugur. Mussolini segist geta haft 8 miljón her- menn til reiðu með fárra klukkustunda fyrir- vara, einnig 200 stríðsvagna (tanks), 400 fall- hyssur, 3,000 vélabyssur, 2,800 vagna til að flytja hernaðartæki, og 4,000 flugvélar, ef til stríðs kæmi. STJARNAN kemur út einu sinni á mán- uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Útgefendur: The Canadian Union Con- ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg. Ritstjórn og afgreiðslu annast MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Árið 1928 voru gefin út í Berlín á Þýzka- landi 2,633 fréttablöð og tímarit, en nú er þeim fækkað niður í 1,584. 1928 voru þar 147 dag- blöð, nú eru þau aðeins 83. Jarðskjálftar koimu fyrir í haust í norður- hluta Italíu, þeirra varð einnig vart í Júgó- slavíu. 25 manns dóu i jarðskjálftunum. Hús voru skemd og eyðilögð svo hundruðum skifti, og einnig fáeinar kirkjur. Þetta bar upp á sunnudag, svo fjöldi fólks þorði ekki að fara í kirkju. Belgiustjórn hefir sagt upp sambandinu við Frakkland til sjálfsvarnar, og ætlar að taka sömu afstöðu og fyrir stríðið mikla, að vera hlutiaus í stríði, og standa eitt sér. Beinagrind af stórum mastadon, nokkurs konar fílategund, fanst í jörðu skamt frá Rochester, Indiana. Hún var send til náttúru- gripasafnsins í New York. Rifbeinin eru um 4 fet á lengd. Þegar manntalið var haldið í Bandaríkjun- um árið 1930 kom það í ljós að 4,283,753 mianns yfir tíu ára aldur, kunni hvorki að lesa né skrifa á neinu tungumáli. Samkvæmt síðustu skýrslum frá New York eru þar 2,141 miljónamæringar og 1,066 ríkar ekkjur í borginni. I öllum Bandaríkjunum eru nú 13,183 miljóna eigendur. 402 konur i Bandaríkjunum hafa tekið próf í flugvélafræði og fengið viðurkenningu fyrir. Alls eru 14,763 flugmenn og flugkonur í Ame- ríku. ----•— Silfurrefasýning var haldin í Kristiansand í Noregi í nóvamber mánuði. í Vestur Agder eru um 10,000 refir á 250 býlum. Eitt par af silfurrefum af beztu tegund var selt fyrir 1100 krónur. Það er krókódíllinn en ekki ljónið, sem drepur flest fólk i Afríku.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.