Stjarnan - 01.09.1938, Page 8

Stjarnan - 01.09.1938, Page 8
8o 5 TJARNAN STJARNAN kemur út einu sinni á mán- uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Útgefendur: The Canadian Union Con- ference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Ekkjan á bæn til Guðs Þessi eftirfarandi saga er tekin úr bók, sem heitir “Das Bebet” (“Bæn”) og var gefin út í Leipzig á Þýzkakndi fyrir mörgum árurn síðan. Það var hallæris árið 1847. Guðthræddur maður einn, sem bjó nálægt Heilbrunn vaknaði snemma morguns og gat engrar hvíldar notið. hann heyrði rödd tala til sín segjandi: “Taktu mjölpoka og farðu af stað með hanrl, það eru margir matarlausir; Guð mun sýna þér hvert þú átt að fara.” Maðurinn fór á fætur og lét mjölpoka á hjólbörur og keyrði burt frá hús- inu. Hann keyrði gegnurn fyrsta smáþorpið því honum var ekki gefin nein vísbending um að staðnæmast við húsin þar, svo keyrði hann gegnum annað, þriðja og fjórða þorpið. Þreyttur eftir ferðina kom hann um kvöldið til Heilbronn. Alt í einu er hann kom að háu húsi Iheyrði hann sagt við sig: “Það er hér.” Á fyrsta lofti leit út fyrir að fólkið væri vel efnað. S.vo' fór hann upp á hæzta loft og sagði við sjálfan sig: “Það hlýtur að vera hér,” Hann ýtti opinni hurð, setti mjölpok- <ann inn fyrir og sagði: “Guð sendir þér þetta,” og fór svo leiðar sinnar. í því heribergi, þegar hann opnaði, var ekkja á knjánum með 7 húngruð börn í kring- um sig. Hún bað Guð að senda sér hjálp í dag. Hjálpin var send á réttan stað og í réttan tíma. “Hver hygginn er hann sér þetta, og tekur eftir Drottins miskunsemdum.” Sálm. T07 :43- Ef vort andlega líf á ekki að deyja út þá verðum vér að ástunda bæn til Guðs. Alveg eins og líkami vor getur ekki lifað án fæðu, getur heldur ekki vort andlega líf haldist við án bænar. Þegar vér segjum að maður lifi kristilegu lífi, þá meinum vér að hann lifir í samfélagi við höfund og uppsprettu lífsins. E. J. Hardy. Hvaðanæfa 1. janúar 1937 voru 37,098,084 talsímar í heiminum. Htelmingur þeirra var í Bandaríkj- unum. - Menn halda að Japanar hafi fleiri herskip heldur en Bándaríkin eða Bretar. Mannfjöldinn í New York er 7,400,000. Parísariborg hefir hálfu færri íbúa, en þar er haldið úti 120 fréttablöðum, en í New York aðeins tuttugu og fjórum. Þegar Ameríkumenn eru í efa um einhverj- ar kurteisisreglur eða viðeigandi framkomu í félagslífinu þá snúa þeir sér til Mrs. Emily Post, sem á síðastliðnum 15 árum hefir skrif- að um 5 miljón orð viðvíkjandi kurteisisregl- um. William R. Hearst hefir komið á fót stofn- unum, semi nú veita 27,000 manna atvinnu, þar af eru 23 dagblöð, eitt vikublað og 9 tímarit í Bandaríkjunum og 3 tímarit á Englandi. Hearát er nú 75 ára að aldri. Myllueigendur á Englandi hafa verið hvatt- ir.til, af stjórninni, að byrgja sig vel upp með vistaforða og það tafarlaust; þeir keyptu þvi 53 miljón bushel af hveiti nýlega á þrem klukkustundum, það eru einhver stærstu inn- kaup, sem gjörð hafa verið á friðartímum. Fimm hundruð ára gamalt eintak af ensku Biblíunni var nýlega gefið fyrstu Presbytera kirkjunni í Eake Forest, 111. Bókin er fimnr þumlungar á þykt, og vegur 50 pund. Strætisvagnafélagið í Philadelphia hefir nú ákveðið að stærð, en ekki aldur, skuli koma til greina þegar er að tala um hvort barn fái frítt far á spörvögnum eðá ekki. Félagið hefir sett slá í alla vagnana, 35 þumlunga frá gólfi. Barn sem getur gengið upprétt undir slána þarf ekki að borga fargjald. Herkostnaður Evrópu árið 1912 var 3 bilj- ónir dollara, en árið 1938, 20 árum eftir stríð- ið mikla, er herkostnaðurinn 8 biljónir.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.