Stjarnan - 01.12.1940, Blaðsíða 1
STJARNAN
DESEMBER, 1940
LUNDAR, MAN.
Gleðileg Jól
Fögnuður Guðs barna um komandi há-
tíðar og endranær er ekki bygður á neinum
jarðneskum hugsjónum velmegunar, upp-
hefðar, auðs eða skemtana, heldur á Guðs
óbrgiðulu fyrirheitum: “Sjá, eg er með
yður alla daga, alt til veraldarinnar enda.”
“Ef Guð er með oss hver er þá á móti
oss?” Hann sem stöðvaði vindinn og sjáv-
arólguna með einu orði, hann, sem hefir
alt vald á himni og jörðu hann býður oss:
“Komið til mín allir þér, sem erfiðið og
þunga eruð hlaðnir, eg vil gefa yður
hvíld.”
Jesús gaf líf sitt út fyrir okkur, hann
reis upp oss til réttlætingar og situr nú
við hægri hönd Guðlegri hátign á hæðum
og biður fyrir oss. Sem Guðsbörn og erf-
ingjar hans eilífa ríkis getum vér litið
með vonargleði fram á ókomna tímann og
glaðst óútmálanlegum og dýrðlegum fögn-
uði í samfélaginu við hann, sem bráðum
kemur til að ummynda líkama vorrar læg-
ingar svo hann verði líkur hans dýrðar-
líkama. f nafni hans óska eg öllum lesend-
um Stjörnunnar sannrar hamingju og
gleðilegra hátíða. S. Johnson.
Lifandi trú
Lærisveinarnir báðu: “Auk þú oss
trúna.” Ef þér hefðuð trú eins og'
mustarðskörn þá munduð þér geta . . .”
Lúk. 17:5-10.
Það sem alt er undir komið er, að trúin
sé lifandi, ekki hvort hún er stærri eða
minni, sterkari eða veikari. Mustarðs-
kornið er minst allra frækorna, en sé það
lagt í jörðina frjófgast það og vex, og
verður eins og stórt tré. Þannig er því
varið með lifandi trú þegar henni er komið
í framkvæmd.
Lifandi trú er starfandi trú. Það voru
sjúkir menn og konur alt umhverfis í
landinu þessi ár sem Jesús ferðaðist um
til að Iækna og kenna. Sjúklingarnir
fréttu af honum. Það vaknaði hjá þeim
von um að þeim yrði lækningar auðið. Þeir
sátu nú ekki kyrrir og hugsunarlausir
heldur spurðust fyrir hvar Jesús væri, og
hvort hann mundi bráðum vera væntan-
legur þeirra leið, eða hvort þeir mundu
þurfa að ferðast til að leita hans. Stund-
um fóru menn langa leið til að finna hann,
en þá var hann ef til vill farinn á bát yfir
vatnið, þá biðu þeir komu hans yfir aftur
og horfðu eftirvæntingarfullir eftir bátn-
um, sem hann mundi koma með.
Þetta var lifandi og starfandi trú og
hún er aldrei árangurslaus. Jesús hjálpaði
þeim ætíð. Það er einungis hin lifandi
og starfandi trú, sem getur öðlast og tekið
á móti náðargjöfum Guðs.
Lifandi trú sigrar allar hindranir. Hún
er eins og mustarðskornið, sem sáð er í
jörðina, það vex og ryður sér veg gegnum
jarðlagið, sem ofan á því er. Þannig
sigrar hin lifandi trú alla erfðileika. Hún
telur ekki eftir sér hina mestu reynslu til
að ná takmarki sínu, hún biður með þolin-
mæði og þrautseigju eftir tækifærinu og
þegar það býðst þá lætur hún ekkert aftra
sér. Blindu mennirnir við Jeríkó, sem
hrópuðu til Jesú, hrópuðu þvi hærra og
ákafar, þegar menn vildu reyna að aftra
þeim. Blóðfallssjúka konan tróð sér gegn-
um mannþröngina í þeirri öruggu trú, að
gæti hún aðeins snert klæðafald Jesú, þá
mundi henni batna.
Lifandi trú útréttir báðar hendur eftir