Stjarnan - 01.12.1940, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.12.1940, Qupperneq 7
STJARNAN 103 Væri hans vilji. Hún sagði mér að eg skyldi vera Guði trúr og ætíð hlýða hon- um» ef eg gjörði það, þá mundi eg geta orðið kristniboði. Svo sagði hún að eg skyldi biðja fyrir heiðingjunum. Þeir eru svo fjarska margir. Veiztu hvað margir þeir eru, pabbi?” Faðir hans hafði aldrei hugsað um það. “Kenslukonan segir að ef þeir héldu hver í hendina á öðrum og mynduðu þannig keðju, þá mundu þeir ná mörgum sinnum í kringum jörðina. Eg er að hugsa um að byrja á að biðja fyrir einum þeirra, það er drengur á mínum aldri, honum líður illa. Faðir hans er svo vondur við hann, af því hann langar til að læra um Guð. Kennarinn hefir lesið fyrir okkur um þennan dreng. Pabbi, vilt þú ekki biðja fyrir föður hans, þá getur skeð hann verði góður við dreng- inn.” Faðirinn strauk blíðlega hárið frá enni Gunnars og sagði: “Já, Gunnar, pabbi vill hjálpa þér að biðja, fyrst fyrir sjálfum sér og litla drengnum sdnum, og svo fyrir heiðingjunum, sem þú hefir sagt mér frá. Eg held að Guð hafi þegar kallað þig til að vera kristniboði.” Gunnar skildi ekki þá hvað faðir hans meinti með síðustu setningunni, en nú skilur hann það. Upp frá þessum degi voru margar gjafir sendar til heiðingjanna frá heimili Gunn- ars, og margar bænir stigu upp þaðan til Guðs föður okkar á himnum. —E. S. Sjálfsfórn Chan hafði unnið í mörg ár á heimili trúaðra hjóna í Ameríku. Fyrir hin kristilegu áhrif húsbændanna hafði Chan snúið sér einlæglega til Guðs. Einn morgun kom Chan til húsbónda síns og sagði formálalaust, eins og Kín- verjum er tamt: “Mr. Jim, eg fer til Kína í næstu viku.” “Ætlar pú til Kína?” spurði húsbóndi hans undrunarfullur. “Hvers vegna viltu fara, Chan. Við getum ekki mist þig. Viltu ekki vinna fyrir okkur lengur? Fær þú of lítið kaup?” “Eg er ánægður að vinna hjá þér. Kaupið er nóg. Eg fer til Kína.” “Segðu mér hvers vegna, Chan. Þú hlýtur að hafa einhverja ástæðu.” “Já, Mr. Jim. Bróðir minn drap mann. Hann er ekki kristinn. Hann á mörg börn. Lög í Kína leyfa mér að deyja fyrir hann. Eg segi honum frá Jesú. Vera má hann smámsaman snúi sér til Krists. Eg fer til Kína næstu viku.” Sýnum vér trú vora í verkum kærleik- ans? —A. C. Hryggið ekki andann Lítill drengur hafði tamið dúfu. svo hún kom þegar hann kallaði á hana og settist á hönd hans. Hann hafði litla orina í hendinni, kallaði svo á dúfuna með nafni, og hún kom fljúgandi og át úr hendi hans. Einu sinni reyndi hann í hugsunarleysi að grípa hana meðan hún sat á hendi hans, en hún var fljótari til og flaug í burt. Næsta dag kallaði hann á dúfuna aftur og aftur, en hún var treg til að koma, hún kom þó að lokum er hún sá að hann hafði eitthvað sælgæti handa sér í hendinni. Aftur reyndi hann að grípa dúfuna. Þetta hræddi hana svo mjög, að upp frá því var alveg árangurs- laust fyrir hann að kalla á hana. Hún kom aldrei aftur til að eta úr hendi hans. Þegar Jesús var skírður kom heilagur andi yfir hann í dúfumynd. Gjöf Guðs anda stendur oss til hoða. Guðs andi hryggist af því þegar vér vísvitandi höld- um fast við synd, hversu litil sem hún virðist fyrir vorum augum. “Hryggið ekki Guðs heilaga and'a í hverjum þér eruð innsiglaðir til endurlausnardagsins.” Efes. 4:30. —E. S. Guð gefur sinn heilaga anda þeim, sem hlýðnast honum. Post. 5:32.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.