Stjarnan - 01.12.1940, Side 4

Stjarnan - 01.12.1940, Side 4
100 STJARNAN Þegar Jesús var hér á jörðimni stað- festi hann ákveðið og alvarlega eilíft og óumbreytanlegt gildi Guðs boðorða um aldur og æfi. Matt. 5:17. 18. Öll Biblían, bæði Gamla og Nýja Testamentið vitna um skyldu allra manna að halda sjöunda dag- inn heilagan, alt frá Eden til Eden á hinni nýju jörð, til minningar um Guðs skapandi kraft og frelsandi kærleika, það er til- beiðsludagur Guðs barna um allar aldir. Hvíldardagurinn og helgihald hans á viku hverri er eins og gullkeðja, sem tengir saman sköpun hinnar gömlu og nýju jarðar. Það er innsigli Guðs upp á ríkis- stjórn og eiginlegleika hans. Hvað sem sett er í stað þess er falskt. Sunnudagshelgihaldið hefir verið rang- lega innleitt í stað hvíldardagsins. Vitnis- burðut sögunnar er, að rómverska katólska kirkjan kom á fót sunnudagshelgihaldi í stað hins sanna hvíldardags Drottins. Róm- verska kirkjna ber ekki á móti þessu, hún gjörir enga tilran til að leyna því, þvert á móti, hún kannast við það og stærir sig af því. Hún bendir á það sem merki upp á vald sitt til að umbreyta jafnvel lögmáli Guðs. Peter Geierman í bók sinni “Convert’s Catechism of Catholic Doctrine,” segir: “Vér höldum sunnudaginn í stað laugar- dagsins af því að katólska kirkjan . . . flutti helgihaldið frá laugardeginum til sunnudagsins.” “The Catholic Press” i Sydney, Ástralíu segir: “Sunnudagurinn er katólsk stofnun og helgihald hans styðst einungis við grundvallarreglur katólsku kirkjunnar. Frá byrjun til enda Biblíunn- ar finst ekki ein einasta setning, sem heimilar flutning hinnar vikulegu guðs- þjónustu frá hinum síðasta til hins fyrsta dags vikunnar.” í bók sinni “Plain Talks about Pro- testantism Today,” segir Mr. Segur: “Það var katólska kirkjan, sem flutti hvíldina yfir á sunnudaginn. Þannig er sunnudags helgihald mótmælenda hylli, sem þeir, þrátt fyrir játningu sína, veita valdhoði katólsku kirkjunnar.” “The Catholic Mirror,” í Baltimore sagði: “Meir en þúsund árum áður en mótmælendur urðu til, breytti katólska kirkjan hvíldardeginum frá laugardegi til sunnudags . . . hinn kristni hvíldardagur er því afkvæmi katólsku kirkjunnar, sem brúður heilags anda, án þess að mótmæl- endur mæli orð á móti.” Þannig er sunnudagurinn falskur hvíld- ardagur. Hann hefir lengi verið haldinn af miljónum manna, en tímalengd breytir ekki lýgi í sannleika. Vani réttlætir ekki það, sem rangt er. Lýgi er lýgi, hversu lengi sem henni hefir verið"trúað eða fylgt. Hvort sem það hefir byrjað í forn- kirkjunni eða grafhvelfingunum eða ann- arsstaðar, það sem var falskt þegar það var stofnað, það er falskt enn. Burt með það. Eftir að hafa nákvæmlega rannsakað Biblíuna, kirkjusögu, mannkynssögu, guð- fræðirit, orðabækur, kirkjureglur, lær- dómsbækur, og heyrt viðurkenningu þeirra, sem halda sunnudaginn, þá erum vér neyddir til að kannast við, að í Biblí- unni er hvorki gefið dæmi upp á eða skip- un um helgihald sunnudagsins. Ekkert vald gefið mönnum til að halda fyrsta daginn í stað hins sjöunda, engin guð- dómleg viðurkenning fyrir breytingunni, eftir að menn komu henni á. Þessi falski hvíldardagur var settur í stað hins sanna hvíldardags, af valdi því, sem setti sig upp yfir Guð og hans boðorð. Hvildar- dagur sá, er heiðingjar héldu var ranglega fluttur yfir í hina kristnu kirkju og er alls ekki bindandi fyrir trúaða kristna menn. Þeir ættu að hafna honum, en halda Guðs heilaga hvíldardag samkvæmt boði hans. Sunnudagshelgihald finst ekki í Guðs orði það er ekki til í lögmáli hans eða gleðiboð- skapnum. Það byrjaði í heiðni og er svikabragð Satans til að snúa mönnum frá tilbeiðslu og hlýðni við skaparann. Frá- fall fi'á kristninni hefir haldið því við gegnum aldirnar. Flestir mótmælenda söfn- uðir hafa fylgt því og haldið það rétt, af því það var gamalt og almennur siður. En nú er bert orðið, að það hefir ekkert Guðs orð við að styðjast, heldur manna- setningar einar. C. B. Haynes. Rússar og Finnar áforma að efla sam- vinnu og vinarhug milli þessara þjóða. Til að ná því takmarki á að þýða finsk ljóð og vísindaleg rit á rússnesku, og rússnesk á finsku, og vísindamenn beggja þjóða eiga að vinna á víxl hvorir hjá öðrum.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.