Stjarnan - 01.12.1940, Blaðsíða 6
102
STJARNAN
um kröfum Guðs, hann getur líka í'relsað
til hins ýtrasta alla sem koma til Guðs
fyrir hann. “Ef nokkur syndgar þá höfum
vér talsmann hjá Föðurnum, Jesúm Krist
hinn réttláta.” 1. Jóh. 2:1. “Því Kristur
er ekki inngenginn í þann helgidóm, sem
með höndum sé gjörður, og sem einungis
er eftirmynd hins sanna helgidóms, heldur
er hann inngenginn í sjálfan himininn, til
þess nú að birtast fyrir Guðs augliti vor
vegna.” “Þess vegna getur hann líka ætíð
frelsað þá, þar hann æ lifir til að tala
þeirra máli.” Hebr. 9:24 og 7:25.
Til að öðlast þá náð, sem vér þurfum
á degi dómsins, þá verðum vér áður en sá
dagur rennur upp, alvarlega að iðrast
synda vorra og fyrir lifandi trú á Krist
öðlast kraft til að sigra synd og freistingar
og trúa því einlæglega, að Jesús dó fyrir
vorar syndir og hans blóð hreinsar oss af
allri synd.
Vér verðum líka að temja oss það hug-
arfar og æfa þá breytni, sem er í samræmi
við Guðs heilaga lögmál. Aðeins með
þessum skilyrðum getur Jesú heilaga líf
orðið tilreiknað syndaranum á hinum
mikla reikningsskapar degi.
Guði sé lof, þetta er mögulegt, þvi
Drottinn hefir sjálfur sagt: “Eg, eg einn
afmái afbrot þín sjálfs mín vegna og
minnist ekki synda þinna.” Jes. 43:25.
“Hver sem kannast við mig fyrir mönnum,
við hann mun eg einnig kannast fyrir mín-
um föður á himnum.” Matt 10:32.33.
Satan getur ekki komið frarn ásökunum
sínum móti iðrandi syndurum, því Jesús
hefir með sínu dýrmæta blóði borgað
syndaskuld þeirra. Sá, sem hefir Jesúm
fyrir sinn talsmann fær fyrirgefningu allra
sinna synda, hann stendur sýknaður. Og
þegar Jesús kemur í dýrð sinni, þá er
sagt um hann að “hann skal skrýðast hvít-
um búningi.” Um þá trúuðu er sagt:
“Eg mun fyrirgefa misgjörðir þeirra, og
ekki framar minnast synda þeirra.” Jer.
31:34. W. G. Turner.
Litli kriátniboðinn
Ghnnar litli lá hálfur upp á skrifborði
föður síns og teiknaði svartan dreng með
þykkar varir og talaði upphátt við sjálfan
sig:
“Þetta er nú negra drengurinn, en nú
ætla eg að fara og hjálpa honum.” Svo
teiknaði hann hvítan dreng, sem rétti
negra drengnum hendina.
“Hvað varst þú að segja?” spurði faðir
Gunnars sem kom inn rétt í þessu.
“Pabbi, eg ætla að verða kristniböði,”
svaraði Gunnar litli.
“Kristniboði,” endurtók faðir hans og
brosti. “Ætlar þú að verða kristniboði?
Eg efast um þú vitir hvað orðið kristni-
boði meinar.”
“Eg veit það,” svaraði Gunnar, “eg
lærði það í Biblíuskólanum í dag.”
“Segðu mér þá hvað þú hefir lært,”
sagði faðir hans og settist við skrifborðið,
en Gunnar svaraði:
“Langt, langt í burtu er fólk, sem ekki
veit að Guð er svo góður. Þeir eru kall-
aðir heiðingjar. Þeir vita ekki að Guð
elskar þá, ’þeir halda hann vilji gjöra sér
ilt, og þeir eru ósköp hræddir að deyja.”
“En ert þii ekki hræddur að deyja?”
greip faðir hans fram í. “Nei,” svaraði
Gunnar. “Eg veit þó eg deyi þá rís eg
upp aftur og kem til Guðs; það sagði
kenslukonan mér, þú veizt það víst, pabbi.”
Faðirinn kannaðist við hann vissi það,
þó hann hefði ekki hugsað um það lengi.
Svo hélt Gunnar áfram.
“Það eru til menn og konur, sem vilja
hjálpa vesalings heiðingjunum, þeir ferð-
ast til þeirra og segja þeim hvað Guð er
góður og hve innilega hann elskar þá.
Þetta ætla eg að gjöra þegar eg verð stór
og þá verð eg kristniboði.”
Gunnar var svo ákafur að hann veitti
því ekki eftirtekt að faðir hans hafði tár
í augunum er hann svaraði: “En Gunnar,
kristniboðarnir verða að minsta kosti að
geta beðið til Guðs, og það getur þú líklega
ekki, ekki hefi eg kent þér það, og móðir
þín dó áður en þú varst nógu stór, svo hún
gæti kent þér það.”
“Eg get beðið Guð,” sagði Gunnar.
“í dag þegar öll hin börnin voru farin,
spurði eg kenslukonuna hvort hún héldi
að Guð viídi eg yrði kristniboði. Hún
hélt að Guð vildi það, og þegar eg yrði
stór þá mundi hann sýna mér hvort það