Stjarnan - 01.02.1941, Side 4
12
STJARNAN
“hann vill elcki að nokkur skuli farast.”
Sömuleiðis þegar Guð talaði og gaf lög-
málið á Sínaífjalli, sem hann svo afhenti
Móse ritað á steintöflur, þá sýndi hann
þar með vilja sinn að þeir mættu lifa.
“Eg hefi ekki velþóknun á dauða nokkurs
manns, segir Drottinn.” Ez. 18:32. Þegar
vér athugum það að syndin er lagabrot
og þegar syndin er fullþroskuð fæðir hún
dauða, og að vér þekkjum ekki syndina
nema af lögmálinu, þá getum vér skilið að
lögmál Guðs er náðarrík aðvörun, svo vér
líðum ekki dauðann, eins og járngirðingin
og skipunin um að koma ekki nærri var
til að vernda menn frá likamlegu slysi.
Þegar Guð gaf boðorðið sem leiddi hug
og hjörtu manna til hins sanna Guðs, þá
vár það til að varðveita þá frá að leiðast
afvega til skurðgoðadýrkunar, sem leiðir
menn til glötunar.
Þegar hann gaf boðorðið: “Þú skalt
ekki inann vega,” þá var það til að varð-
veita líf manna og hvetja þá til að “elska
náungann eins og sjálfan sig.”
Þegar menn höfðn svo forhert hjörtu
sína að þeir voru ekki undirgefnir Guðs
lögmáli, þá sendi Guð “sinn eingetinn
son, til þess að hver sem á hann trúir
ekki glatist, heldur hafi eilíft líf.” Jóh.
3:16. f löggjöfinni auglýsti Guð eiginleg-
leika sína, í Jesú opinberaði hann sjálfan
sig.
Davíð konungur talaði af spámannlegri
andagift og sagði fyrir komu Krists . . .
brennifómir og syndaoffur viltu ekki, þá
sagði eg: Sjá, eg kem með lögmálsskrána
skrifaða í mitt hjarta. Mig langar til að
gjöra þinn vilja, minn Gnð, og þitt lögmál
er inst í mínu hjarta. “Sálm. 40:6-8.
Það var ekki einungis að Guð i Kristi
opinberaði sig fyrir mönnunum, heldur
opinberaði hann sig í manninum. Kær-
leikur hans leiddi til þess að sonur Guðs
varð einnig sonur mannsins, til þess að
fallnir menn mættu verða synir Guðs.
Með lögmál föðursins í hjarta sínu, og
löngun til að gjöra vilja hans, kom Jesús
til að opinbera oss föðurinn. Fjöldi heil-
agra engla fullvissaði menn um að koma
Krists sýndi oss hugarþel föðursins, er
þeir sungu: “Dýrð sé Guði í upphæðum,
friður á jörðu og velþóknun yfir mönnun-
um.” Jesús kom lil að framkvæma skij>-
un lögmálsins. “Það sem lögmálinu var
ómögulegt að því leyti sem það mátti sín
einkis fyrir holdinu, það gjörði Guð, er
hann með því að senda sinn eiginn son í
líkingu syndugs holds og vegna syndar-
innar, fyrirdæmdi syndina í holdinu, til
þess að réttlætiskröfu lögmálsins yrði
fullnægt hjá oss sem ekki göngum eftir
holdi heldur eftir anda.” Róm. 8:3. Hold-
*
tekja Krists var innifalin í áformi Guðs
fyrir manninn, og hann sagði: “Eg og
faðirinn erum eitt.” Jóh. 10:30. En
hvergi í frelsunaráforminu gaf hann leyfi
eða samþykki til þess að menn óhlýðnuð-
ust lögmáli Guðs. Meðan hann var hér
á jörðunni og lifði oss til fyrirmyndar,
sagði hann: “Minn matur er að gjöra
vilja þess er mig sendi og leysa af hendi
hans verk.” Aftur segir hann: “Ætlið
ekki að eg sé kominn til að niðurbrjóta
lögmálið . . . Eg er ekki kominn til að
niðnrbrjóta, heldur til að uppfylla.” Jóh.
4:34. Matt. 5:17.
Maðurinn óhlýðnaðist Guði og leiddi
dauðadóminn yfir sig og afkomendur sína.
Jesús hlýddi lögmálinu, hélt sakleysi sínu
og gjörðist staðgöngumaður syndarans, er
hann leið hegninguna fyrir synd mannsins.
Hefði Jesús, eins og maðurinn, óhlýðnast
Guði, þá hefði hann ekki getað frelsað
mannkynið.
Hefði fundist nokkur vegur til að leysa
manninn frá hlýðnisskyldunni við lögmá!
Guðs þá hefði Jesús ekki þurft að deyja
fyrir vorar syndir, yfirtroðslu Guðs boð-
orða.
Dauði Ivrists staðfesti þann veruleika
að hlýðni við lögmál Guðs er heimtað ef
maðurinn á að frelsast og réttlæti Guðs
að vera fullnægja gjörð. Hlýðni vor við
lögmál Guðs sýnir að vér elskum hann.
Frá hans hlið er það líka vottur kærleika
hans að gefa lögmálið oss til leiðbeiningar
og aðvörunar. Hann vill að vér lifum
eilíflega. Vér ættum sannarlega að elska
Guð af því hann “elskaði oss að fyrra-
bragði. Guð sýndi oss kærleika sinn er
hann ritaði á steintöflurnar: “Þú skalt
ekki aðra Guði hafa.” “Þú skalt ekki
stela.” “Minstu þess að halda hvíldar-
daginn heilagan.” ,
Ef það var einu sinni Guðs vilji að
menn skyldu halda hvíldardaginn sem
sambandstákn milli hans og þeirra, svo
þar af mætti sjá að hann var sá, sem