Stjarnan - 01.02.1941, Side 8
1(>
STJARNAN
nokkru seinna fyrir deildarstjóra.
í þeirri stöðu fyl.gdi hann sömu regl-
unni, að reyna að skara frain úr öðrum
og árangurinn varð sá að hann seinna
var skipaður varaformaður járnbrautar-
félagsins.
Y. I.
Smávegis
Náttúrufræðingar hafa nú fundið, að
cranber geyma i sér vissa tegund af sýru
(ursolic sýru), sem er svo mikils virði að
1/16 úr pundi af henni kostar 80 dollara.
-f + -f
Hér um bil 16,000 tegundir af rósa-
runnum eru ræktaðar í Texas-ríkinu. Um
20 miljónir af þessum ýmsu tegundum eru
seldar á ári eða meir en helmingur af öll-
um rósarunnum sem seldir eru í heim-
inum.
-f -f -f
í fyrri daga urðu námumenn að horga
100 dollara fyrir rannsókn á einu skip-
pundi af málmblendingi til að finna úl
hvaða málmar í því væru. Nú kostar
þessi rannsókn aðeins tvo og hálfan dollar.
-f -f -f
Áður en múhameðstrúarmaður fær að-
gang að háskóla þeirra í A1 Azar í Cairo
á Egyptalandi, sem rúmar 21,000 nem-
endur, verða þeir að kunna utanbókar alla
trúarbók Múhameðstrúarmanna, Kóraninn,
sem er nærri eins stór og vort Nýja Testa-
menti.
-f -f -f
Stjórnin í Kansas, Missouri, Iét bæði
sláttumenn og vélar slá niður nærri 500
skippund af Marihuana til að reyna að
uppræta þessa jurt, sem notuð er til fram-
leiðslu þeirrar verstu tegundar sem þekk-
ist af vindlingum.
-f -f -f
Á Svisslandi eru töluð 4 lungumál. Hið
elzta þeirra er Romansh, aðeins um 40,000
manna tala ]>að sem sitt móðurmál. Þetta
fólk býr í Graubunden héraðinu. Álitið
er að Romansh sé einu eftirleifarnar af
latínunni, sem hinir fornu Rómverjar töl-
uðu.
-f -f -f
Nú er nýlega búið að finna upp aðferð
til að búa til vín úr mjólk í stað vínberja.
STJARNAN kemur út eiiui sinni á mán-
uði. Verð: $i.oo á ári. Borgist fyrirfram.
Publishers: The Canadian Union Con-
ference of S. D. A., Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
Það er búið til úr mysunni. Vín þetta er
ennþá ekki komið á sölutorgið, en þess
verður ekki langt að bíða, það getur haft
um 15 hundruðustu af vínanda eða áfengi-
-f -f -f
Siamese bændur eru aldrei í vandræð-
um með að flytja svín á sölutorgið. Þeir
vefja svínið innan í sterka viðarteinunga,
en láta hausinn og fæturna standa út úr.
Handföng eru höfð á þessu sem þeir
vefja utan um svínið svo þeir geta teymt
það og hindrað það frá að hlaupa í burtu.
-f -f -f
Það þarf 8 skippund af rósum til að
framleiða eitt pund af rósa-olíu, sem kost-
ar um 175 dollara. En nú er búið að
finna upp eftirlíking af rúsaolíu, sem hefir
alveg sömu lykt og hin verulega, sem búin
er til úr rósum og pundið af henni kostar
aðeins 22 og hálfan dollar.
-f -f -f
Þrjú af helztu veitingahúsum Bermuda
eyjanna hafa verið lokuð síðan stríðið
byrjaði í Evrópu. En nú eru þau notuð
fyrir nokkurs konar pósthús. Bréf og
póstsendingar sem sent er yfir Atlantshaf-
ið er rannsakað þar að undirlagi brezku
stjórnarinnar. Alls eru þar nú 320 manns,
sem starfa að því að rannsaka allan póst,
sem sendur er með skipum eða flugvélum
austur til Evrópu eða vestur þaðan. Pok-
arnir sem pósturinn er fluttur í skifta
hundruðum á hverri viku.
-f -f -f
Nú er sagt að 38 lönd hal'i sendiherra
eða fulltrúa sinn hjá páfanum, samkvæmt
siðustu skýrslum frá Rómahorg.
-f -f -f
Það er áætlað að skemdir af stríðinu
hafi kostað Holland um 300 miljónir doll-
ara. Rotterdam varð fyrir mestum skemd-
um. Ellefu þúsund verzlunarhús og 26
þúsund íbúðarhús voru skemd í Rotter-
dam og þúsundir manna eru ennþá að því
að ryðja rústirnar.