Stjarnan - 01.02.1941, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.02.1941, Blaðsíða 5
13 STJARNAN helgaði þá. og var þeirra Guð, þá er auð- sætt að það er ennþá vilji hans gagnvart fólki hans. Hann segir: “Þvi að >eg, f'rottinn, hefi ekki breytt mér . . . Snúið yður til mín þá mun eg snúa mér til yðar, segir Drottinn hersveitanna.” Mal. 3:6. Sem sönnun fyrir því, að hann hefir ekki breyzt hvað hvíldardeginum viðvíkur lesum vér: “Því eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð sem eg skapa munu standa stöðug fyrir mínu augliti, segir Drottinn, eins mun afsprengi yðar og nafn standa stöðugt. Og á mánuði hverjum tunglkomudaginn og á viku hverri hvíldar- daginn skal alt hold koma og tilbiðja frammi fyrir mér, segir Drottinn.” Jes. 66:22; 23. Þegar syndin og afleiðingar hennar verða fullkomlega afmáðar og frumefnin bráðna af hita og jörðin og alt sem á henni er upp brennur, þá mun Guð skapa nýjan himin og nýja jörð þar sem réttlætið mun búa. 2. Pét. 3:13. Þar verður fullkomin hlýðni við öll Guðs boðorð. Á hinni nýju jörð verður borgin helga, hin nýja Jesúsalem, höfuðborgin. Þar verður lífsins tré sem ber ávöxt tólf sinn- um á ári, og blöð þess til lækningar þjóð- anna. Þeir, sem hafa þvegið skikkjur sin- ar og hvítfágað þær í blóði lambsins, þeir sem hafa meðtekið kraft Krists til frels- unar frá synd og eru í fullkomnu samræmi við Guðs heilaga vilja, munu hafa aðgang að lífsins tré. Látum oss hafa hugann og augun fest á þessu dýrðlega heimkynni. óttumst Guð og höldum hans boðorð, því það á hver maður að gjöra. Það er skylda vor og vilji vors elskandi föður á himnum. R. L. B. “Hlýðni er betri en fórn” Það er alvarlegur og sorglegur atburð- ur, sem sagt er frá í 3. Mósebók, 10. kap. Nadab og' Abíhú, synir Arons, voru prest- ar Drottins, sem gegndu þjónustu í helgi- dóminum. Þeim höfðu verið gefnar ná- kvæmar reglur viðvíkjandi starfi sínu. Kvöld og morgna áttu þeir að taka hið gullna reykelsisker og brenna reykelsi frammi fyrir Drotni, það átti að fyrir- mynda fórn og milligöngu Krists mönnum til frelsunar. Hans fullkomna réttlæti, sem gjörir guðræknisiðkanir manna hon- um velþóknanlegar. Við þetta tækifæri kom presturinn beinlínis i nálægð Guðs og nær honum heldur en við nokkur önnur störf í helgidóminum. Sérstök áhei’zla var lögð á hvaða eld skyldi nota við reykelsisfórnina. “Eldur- inn skal sífelt brenna á altarinu og aldrei slokna.” 3. Mós. 16:13. Þetta var bein skipun Guðs. Hann hafði líka framleitt þennan eld með kraftaverki. “Og eldur geklc út frá Drotni og eyddi brennifórn- inni og mörnum á altarinu. En er allur lýðurinn sá þetta hófu þeir upp fagnaðar- óp og féllu fram á ásjónur sínar.” Eldur til helgrar þjónustu tekinn annarsstaðar en frá altarinu var kallaður annarlegur, eða “óvígður eldur.” Nadab og Abíhú, sem voru vígðir prestar Drottins tóku einu sinni óvígðan eld til að brenna reylcelsið. “Gekk þá eldur út frá Drotni og eyddi þeim, og þeir dóu frammi fyrir Drotni.” Þessi slcelfing dundi yfir þá í augsýn mannfjöldans þegar alt fólkið hafði safnast saman til guðs- þjónustu. Guðfræðingar nútímans hefðu sjálf- sagt furðað sig á að Guð skyldi hegna svo harðlega því, sem leit út fyrir að vera svo lítilfjörlegt brot. Voru ekki þessir prestar að hlýða skipun Guðs í því að brenna reykelsi? “Eldur er eldur,” býst eg við að einhver segi. Var ekki reykelsið aðal atriðið, fremur en hvaðan eldurinn var tekinn til að brenna það? Slíkum spurn- ingum er létt að svara. Þeir tóku óvígðan eld til að brenna reykelsið í stað þess elds, sem Guð.sjálfur hafði kveikt og skipað þeim að nota. Af því þeir brutu Guðs hoðorð gekk eldur út frá Drotni og eyði- lagði þá meðan þeir voru við þjónustuna. Þessi -vísvitandi óhlýðni, sem mætti svo skjótri og strangri hegningu átti að vera stöðug og ævarandi aðvörun bæði fyrir prestana og alþýðuna, og allar komandi kynslóðir. Guð er ekki ánægður með að honum

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.