Stjarnan - 01.03.1941, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.03.1941, Qupperneq 3
STJARNAN 19 Afleiðing óhlýðninnar Slys vildi til við sumarskemtistöð eina 1 aUsturhluta Canada fyrir nokkru síðan. ^lestir meðlimir einnar fjölskyldu dóu af s'Iysinu. Faðirinn hafði tekið konuna og börnin með sér i híl sínum á þennan skemtistað. Hann keyrði bílinn út á br yggjuna og bæði foreldrarnir og börnin sátu í honum til að horfa á ])á sem voru að synda. Eftir nokkra stund setti faðir- inn bílinn á stað til að fara heim, en í því hann ætlaði að snúa bílnum við sté hann á rangan spaða svo bíllinn keyrðist áfram og út af bryggjunni ofan í vatnið, og flestir sem í honum voru druknuðu. Vcr getum varla ásakað bilasmiðinn eða verksmiðju hans fyrir þetta slys. Bíllinn var vandaður og vel tilbúinn, og hefði eig- andi stigið á réttan stað þá hefði hann stöðvast í stað þess að þjóta áfram, og það hefði frelsað líf þessara sakleysingja, sem fvrir slysinu urðu. En faðirinn fylgdi ekki réttum keyrslureglum, og' af því hann gjörði rangt varð hin saklausa fjöl- skylda hans að líða fyrir það. Vér mundum álíta þann mann heimsk- ingja, sem ásakaði bílasmiðinn eða verk- smiðju hans fyrir þetta slys. En hversu oft heyrum vér ekki að menn skella skuld- inni upp á Guð fvrir yfirstandandi stríð, fyrir þjáningar og dauða saklausra manna, kvenna og barna. Hvers vegna líður Guð þetta stríð? spyrja menn. “Hvers vegna hindrar hann ekki þessi morð og blóðs- úthellingar, hungur, skort og neyð?” Með öðrum orðum, menn kenna Guði um á standið í heiminum. Miljónir manna eru hungraðir og heimilislausir. Þúsundir eru drepnar með sprengjum og' vélabyssum, og öðruni nýtízku vopnum. Og þetta eru ekki alt hermenn, heldur saklausir og varnarlausir borgarar. Einhver eða eitt- hvað veldur þessu, og svo eru margir sem kenna Guði um ástandið. Guð skapaði oss og setti oss hér á jörðiua svo vér gætum lifað saman eins og friðsöm og hamingjusöm fjölskylda. Hann gaf oss lög og reglur, sem áttu að sljórna afstöðu vorri gagnvart honum sjálfum og gagnvart meðbræðrum vorum hér. Fjögur þau fyrstu af 10 boðorðunum snerta afstöðu vora til Guðs, en sex hin síðari breytni vora og framkomu gagnvart náunganum. Jesús bauð að elska Guð umfram alt, og náungann eins og sjálfan sig. Hann gaf oss einnig hina gullnu reglu: “Hvað sem þér viljið að menn- irnir gjöri yður, það skuluð þcr og þeim gjöra.” Matt. 7:12. Lagabrot hefir æfinlega hegningu í lör með sér. “Syndin er lagabrot.” I. Jóh. 3:4. Og “Laun syndarinnar er dauði.” Róm. 6:23. Meun hafa gleyrnt Guði. Þeir hafa afneitað honum. Þeir fótumtroða lögmál hans. Mannkynið í þrjósku sinni og kæruleysi óhlýðnast hoðorðuin Guðs. Sumstaðar í heiminum nú á tímum er mönnum bannað að tilbiðja Guð og kristindómurinn er einkis virtur. Þeir, sem lesa Biblíuna eða tilbiðja Guð verða að gjöra það í leyni. Sumar þjóðir kalla sig guðlausar og stæra sig af því. í öðrum löndum heimsins eru menn frjálsir að til- biðja Guð og þjóðirnar kalla sig kristnar,, en jafnvel meðal þessara er lögmál Guðs lítilsvirt og fótum troðið. Drukkinn maður fellur niður frá 10. lofti á veitingahúsi. Þyngdarlögmálið, sem er eitt af lögum Guðs í náttúrunni orsakar dauða mannsins og hin saklausa fjölskylda hans missir eiginmann og föður. Vér getum varla vænt þess að Guð nemi þyngdarlögmálið úr gildi til að frelsa manninn frá afleiðingu drykkjuskaparins, og þó kennum vér Guði um dauða hans og neyð hinnar saklausu fjölskyldu hans. Guð vill ekki það sé stríð, hungur, neyð og skortur. Hann vill elcki að hjörtu og heimili séu brotin og sundurmarin. Hann vill að menn þjóni honum og hlýði, og ef þeir gjörðu það þá þyrftu þeir ekki að líða hegningu sem afleiðing óhlýðni sinnar. Einn maður braut reglurnar, sem stjórnuðu híl hans og þar af leiðandi mistu nokkrir lífið. Ekki aðeins einn, heldur miljónir vor á meðal hafa brotið Guðs boðorð, og miljónir saklausra manna. kvenna og barna hafa orðið að líða sem afleiðing af hinni almennu óhlýðni. 'Einn maður dauðadrukkinn gaf ekki gaum að þyngdarlögmálinu og margir sak-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.