Stjarnan - 01.03.1941, Side 7
23
stjarnan
sjálfan sig í hjartans einlægni: “Hvernig
niun reikningur minn standa á þeim mikla
(legi ?” Menn geta slegið á frest að búa
S1g undir komu Krists, en það seinkar
ekki þessum mikilvæga atburði. Dagurinn
rennur upp hvort sem vér erum undir-
búnir eða ekki. En ef rnenn slá iðrun
sinni á frest og þannig vanrækja undir-
búning sinn, þá sýna þeir með því að þeir
eru eklvi rneðtækilegir fyrir hið eilífa lífið.
Maðurinn ákveður sjálfur sín eilífu kjör.
Það er vort að kjósa. Guð mun úthluta
oss einungis því, sem vér höfum valið
sjálfir. E. S.
Guðs andi og hið nýja líf
Söfnuður hinna kristnu var frá þvi
fyrsta mjög hamingjusamur og fullviss
um að hafa öðlast hina himnesku gjöf,
Guðs Heilaga Anda, sem spádómarnir
höfðu igefið fyrirheit um og sem menn á
spámannslausa tímabilinu höfðu vænt og
beðið eftir. Um 400 ár á undan kornu
.Jóhannesar skírara höfðu engir spámenn
komið fram meðal Guðs þjóðar. En nú
voru ekki aðeins einstöku menn, sem
höfðu meðtekið gjöf andans, heldur voru
allir meðlimir safnaðarins fyltir krafti
heilags anda. Nú var gjöf andans sem
þeir höfðu heyrt og lesið um í Ritningunni
orðinn verulegleiki. Nú var það ekki
undrunarefni hjá þeim eins og þegar þeir
sáu og heyrðu Jóhannes skírara, eða voru
laðaðir til Jesú sem var fyltur Heilögum
Anda og krafti. Nú nutu þeir sjálfir
fyllingar Andans í tífi sínu, þeir nutu
hinnar stærstu gjafar, sem Jesús hafði
að veita þeim.
“Hið gamla er horfið, sjá alt er orðið
nýtt.” Það að lit'a í Andanum gefur
manninum nýja lífsstefnu, ný áhugamál,
nýja siði. Þeir, sem hafa meðtekið Guðs
Heilaga Anda lifa í nýju andrúmslofti.
Þeir hafa íklæðst lcrafti frá hæðum og
reynt kraft komandi aldar. Guðs andi
hefir opnað augu þeirra og hjarta svo þeir
geta skygnst inn í hinn ósýnilega heim,
og nú lifa þeir hinu hulda ósýnilega lifi
með Kristi í Guði.
Hinn gamli skilveggur milli himins og
jarðar er fyrir þá burtnuminn. í anda
ríkja þeir á himni með Kristi Þeir eru
nýir menn, því uppspretta lífs og kraftar
starfa gegn um þá fyrir Heilagan Anda.
Aðrir menn hafa öll sín áhugamál í heim-
inum og hans gæðum, en Guðs börn fylt
hans anda og krafti hafa umgengni sína
á himnum eins og þau þegar hefðu séð
himininn opinn. Kraftur himnanna sýn-
ir sig í lífi þeirra og allri framkomu.
í ljósi Andans sjá þeir alt með nýjum
augum. Fyrst og síðast Guð. í gegnum
Jesúm sjá þeir hann, sem hinn kærleiks-
ríka frelsandi föður, sem fyrirgefur og
faðmar að sér alla þá, sem ekki snúa sér
burtu frá honiun. Þeir hugsa ekki lengur
um hann sem fjarlægan og óaðlaðandi, þvi
í honum erum, lifum og hrærumst vér.
Hann er meðal vor eins og faðir í hóp
barna sinna á heimili sínu hér á jörðunni.
Ekkert afl getur hindrað hann frá að
hjálpa sínum þegar hann vill.
Guðs börn eru umkringd af gæzku
hans. í öllum hlutum sjá þau hans föður-
legu handleiðslu. Þau ganga um hættur
og meðal óvina en hann er með þeim, sem
sigrað hefir alla vora óvini.
Umkringdir af þessari Guðs gæzku og
umönnun sjá þeir sjálfa sig i nýju ljósi,
sein seka óverðuga syndara, en þeir ininn-
ast þess líka að hann, sem ekki þekti synd
gjörði Guð að syndafórn vor vegna svo að
vér fyrir hann yrðum réttlættir fyrir Guði.
2. Kor. 5:21. Þeir finna nýtt líf i sálu
sinni, Guðs eigið líf, kærleikans hreina, ó-
eigingjarna líf hefir verið úthelt í þeirra
hjörtu fyrir Heilagan Anda. Þeir hafa
öðlast og eru sér meðvitandi um himnesk-
an kraft. Kærleiki Ivrists knýr þá. Þar
sem þeir áður voru leiddir af sínum eigin-
gjarna anda, þá lifa þeir nú í óútmálan-
legum fögnuði, leiddir af Guðs anda.
Róm. 8:14.
0. H.
Fyrirheit til þjóna Drottins: “Ver
þú hughraustur og öruggur. Lát eigi hug-
fallast og óttast eigi; því að Drottinn Guð
þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér
fyrir hendur:” Jósúa 1:9.