Stjarnan - 01.03.1941, Side 5
21
STJARNAN
fullhraustur, lifandi maður. “Hann talaði
°g' það varð.”
Eg hefi hér fyrir framan mig prentað
smárit, sem eg veit að er sönn frásaga um
70 ára gamlan prédikara, sem fyrir nokkr-
um árum síðan átti að skera upp fyrir
krabbameini i maganum. Þegar læknarnir
höfðu gjört skurðinn til að komast að
meininu, sáu þeir að það var orðið svo
stórt og litbreitt, að það yrði viss og'
snöggur dauði að skera það í burtu. Þess
vegna skáru þeir ekkert, en saumuðu sár-
ið saman aftur og sögðu sjúklingnum að
hann gæti lifað í lengsta lagi aðeins 14
daga.
“Þá skal eg áfrýja máli mínu til hærri
dómstóls,” svaraði sjúklingurinn, og kall-
aði til sín öldunga safnaðarins, þeir báðu
fyrir honum og smurðu hann viðsmjöri í
nafni Drottins, eins og boðið er í Jak.
5:14. 15. Hann varð samstundis heil-
brigður og hélt áfram starfi sínu. Þetta
sýnir að Guðs orð hefir sama kraft nú, sem
í fyrri daga.
“Jesús seg'ir: “Faðir rninn starfar til
þess nú og eg starfa einnig.” Jóh. 5:17.
Starf Guðs í því að viðhalda alheiminum
og öllu sem lifir, heldur altaf áfram. Mis-
munurinn á hvíldardeginum og öðrum
dögum hjá honum er aðeins sá, að hann
skapar ekki á hvildardaginn. Hann hvílir
ekki af því hann sé þreyttur (Jes. 40:28.)
heldur til að gleðjast yfir fullkomnuðu
starfi og til að komast í nánara samfélag
við sínar sköpuðu verur og' veita þeim
sérstaka blessun, Sú blessun, sem Guð i
öndverðu lagði yfir sjöunda daginn, hvílir
ennþá yfir honum, og allir, sem hlýða
skapara sínum í þvi að halda hann heil-
agan njóta þeirrar blessunar.
Það er ekkert nýtt, sem stendur í Jes.
66:22. 23. versi viðvíkjandi nýju jörðunni:
“Á viku hverri hvíldardaginn skal alt hold
koma og tilbiðja frammi fyrir mér, segir
Drottinn.” Og Jesús, hann “sem er i gær
og í dag hinn sami og um aldir,” hann
segir: “Eg hélt boðorð föður míns.” Hann
hefir frá grundvöllun heimsins haldið
hvíldardaginn; hélt hann meðan hann um-
gekst hér á jörðunni, og heldur því áfram
um eilifð.
Þótt það sé að nokkru leyti annað
málefni, þá er það næsta eftirtektarvert að
hvildardagsboðorðið felur í sér tryggingu
móti einu af hinum verstu meinum mann-
félagsins, sem er atvinnuleysið. Guð skip-
ar mönnum að vinna 6 daga vikunnar, og
hann gefur aldrei skipun án þess um leið
að veita hjálp til að framkvæma skipunina,
öllum þeim, sem beygja sig undir vilja
hans og hlýða honum í einu og öllu. Svo
Guð hefir í hvíldardagsboðorðinu telcið að
sér að ábyrgjast vinnu handa öllum sínum
trúuðu börnum, sem í hlýðni við hann
halda hans heilaga lögmál og' leyfa honum
að rita það á hjörtu sín.
Orðið “minstu”, nær til allra daga vilt-
unnar. Öll störf þarf að framkvæma og
haga þeim þannig, að maður geti þegar
Guðs heilagi hvíldardagur byrjar, lagt til
hliðar öll jarðnesk störf og áhyggjur, til
þess á sérstakan hátt að geta mætt skapara
sínuiii og tilbeðið hann, gefið sig allan við
að ígrunda hans orð og glaðst yfir sköp-
unarverki hans, minst hans, sem á sex
dögum skapaði himin og jörð, og! alt sem
í þeim er. Hann er máttugur til að endur-
skapa oss fallna syndara, svo vér líkjumst
hans eigin syni. Hann hefir gefið oss
hvíldardaginn sem tákn og pant upp á
þetta. Hvíldardagurinn er sambandstákn
milli Guðs og vor, “til þess að menn
skyldu viðurkenna að eg Drottinn er sá,
sem helgar þá.” Ez. 20:12.
H. M. Lund.
Leyndardómurinn við sigursæld Asa
Júdakonungs: “Voru ekki Blálendingar
og Libýumenn mikill her með afarmarga
vagna og riddara? En af því þú studdist
við Drottinn gaf hann þá þér á vald. Því
augu Drottins hvarfla um alla jörðina, til
þess að hann megi sýna sig máttugan
þeim til hjálpar, sem eru heils hugar við
hann.” 2. Kon. 16:8.9.
“Jesús Kristur er í gær og í dag hinn
sami og um aldir.” Jesús og' faðirinn eru
eitt. Hebr. 13:8, Jóh. 10:30.
ólafur krónprins Noregs kom með loft-
skipi til Bandaríkjanna til að vera hjá
konu sinni og börnum um jólin. Undir-
búningurinn og ferðalagið gekk fyrir sig
í kyrþey svo fjölskylda hans vissi ekki um
það fyr en hann kom. Ráðgert var að
hann, eftir heimsókn sina í Washington
færi gegnum Canada á leið til Englands.