Stjarnan - 01.03.1941, Qupperneq 4
20
STJARNAN
lausir urðu að líða fyrir óhlýðni hans og
kæruleysi.
Brot á Guðs boðorðum hefir ætíð hegn-
ingu í för með sér. Vér höfum syndgað og
óhlýðnast Guði, og af því syndin er svo
almenn heiminn yfir, þá gengur hegningin
líka yfir heiminn.
Ef menn heimsendanna á milli vildu
hlýða Guði þá mundi böl vort þverra. Vér
þurfum að játa syndir vorar og snúa oss
til Guðs til að þjóna honum og hlýða.
Þú og eg, við getum ekki neytt aðra til
hlýðni, og vér vildum ekki gjöra það, ef
vér gætum. En sem einstaklingar getum
vér sett oss þá föstu reglu að vér viljum
fylgja Guði, iganga á hans vegi og hlýða
hans boðorðum.
C. L. Paddock.
Skapaði Guð heiminn á sex dög um?
f blaði einu stóð eftirfylgandi spurn-
ing: “Hvernig er hægt að skilja sköpun-
arsöguna, sem segir að alheimurinn hafi
orðið til á einni viku?”
Sköpunarsaga Biblíunnar segir ekkert
slíkt. Hún segir: “í upphafi skapaði
Guð himin og jörð.” Frá því Guð sagði:
“Verði ljós,” og framleiddi jurtir og dýra-
líf, og þar til sköpunarverkinu var lokið
voru aðeins sex dagar af sömu lengd og
þeir nú eru.
Hvíldardagsboðorðið sýnir þetta ljós-
lega: “Minstu hvildardagsins, að halda
hann heilagan. í sex daga skaltu erfiða
og gjöra alla vinnu þína. En sjöundi
dagurinn er hvildardagur Drottins Guðs
þíns, þá skalt þú ekkert verk vinna. . . .
því í sex daga gjörði Drottinn himin og
jörð, hafið og alt sem í þeim er og hvíldist
hinn sjöunda dag, fyrir því blessaði Drott-
inn hvíldardaginn og helgaði hann.”
I sköpunarsögunni lesum vér: “Og
Guð sagði: Verði festing milli vatnanna
og hún greini vatn frá vötnum og það varð
svo. Þá gjörði Guð festinguna og greindi
vötnin sem voru undir festingunni frá
þeim vötnum um sem voru yfir henni. Og
Guð kallaði festinguna himin.” I. Mós.
1:6-8.
Jörðin varð þannig fyrir Guðs orð um-
kringd af vatni í geimnum. Vér getum
eins og hugsað okkur mynd upp á þetta,
ef vér sæjum stóra sápubólu með ertu í
miðjunni. Þessi vötn umhverfis jörðina
komu því til leiðar að hitinn var jafn á
allri jörðinni og svo þægilegur og nægur
að ávaxtatré gátu jafnvel þróast norður á
Svalbarði.
Vatnið í geimnum streymdi niður á
jörðina i syndaflóðinu. Samtímis komu
jarðskjálftar, sem sprengdu yfirhorð jarð-
arinnar, og þannig mynduðust hafsdjúx)
og há fjöli. Sá himin og sú jörð, sem
nefnd eru í hvíldardagsboðorðinu eiga við
vora jörð og hvelfinguna umhverfis hana.
Þegar Guð skipar mönnum að hvilast
sjöunda daginn til minningar um sköpun-
arverk hans hina sex daga vikunnar, þá
slciljum vér að hann framleiddi lífsskil-
yrðin og alt lifandi á jörðunni í sex al-
menna vikudaga. Sú skoðun, sem sumir
halda fram, að þessir sex dagar hafi verið
löng tímabil, er aðeins vantrú og efi á
Guðs orði.
Hvað gat hindrað hinn almáttuga frá
að framkvma sköpunarverkið á sex dög-
um? Hann hefir án efa áformað þetta
fyrir fram. í Kolossa-bréfinu lesum vér
um Guðs son: “Hann er ímynd hins ó-
sýnilega Guðs frumburður allrar skepnu;
enda var alt skapað í honum í himnun-
um og á jörðunni, hið sýnilega og hið ó-
sýnilega, hvort sem eru hásæti eða herra-
dómar, eða tignir, eða völd. Allir hlutir
eru skapaðir fyrir hann og til hans. Og
sjálfur er hann fyr en alt, og alt á tilveru
sína í honum.” Kol. 115-17.
Jesús, Orð Guðs, var skaparinn: “Hann
talaði og það varð, hann bauð, þá stóð
það þar.” Sálm. 33:9.
Nokkuð svipað átti sér stað þúsundum
ára síðar, þó það væri í smærri stil, þegar
Guðs sonur mettaði 5,000 manna á eyði-
mörkinni með 5 brauðum og tveimur smá-
fiskum. Það hefði þurft nokkur vagnhlöss
til að seðja slíkan mannfjölda, en Jesús
skapaði það jafnóðum og lærisveinar hans
gátu útbýtt því á meðal fólksins. Þegar
Jesús kallaði Lazarus út lir gröfinni tók
það aðeins augnablik fyrir líkamann, sem
farinn var að rotna, að koma fram sem