Stjarnan - 01.02.1942, Page 1
STJARNAN
FEBRÚAR, 1942
LUNDAR, MAN.
Brúin yfir dauðans fljót
í einni af stórbongum Ameríku, í fá-
tækari hluta borgarinnar kom upp eldur í
fjórlyftri byggingu. Á efsta lofti var mað-
ur með þremur sonum sínum, sem voru
þriggja, fimm og sjö ára gam'lir. Stig-
arnir voru í einu báli, það var enginn sýni-
legur vegur þeim til frelsunar. Þeir voru
dauðadæmdir. Faðirinn hljóp út að hlið-
arglugga á byggingunni. Það voru aðeins
þrjú fet yfir að næsta húsi, og þar var
opinn gluggi beint á móti þeim, sem hann
stóð hjá. ,
Hér sá hann ráð til að frelsa drengina
sína. Hann igat teygt sig á milli glugg-
anna, og látið drengina skríða yfir sig inn
í gluggann, sem opinn var á næstu bygg-
ingu. Hann kaillaði strax á drengina og
sagði þeim að klifrast yfir um á brúnni
sem hann bjó til. Síðasti og yngsti dreng-
urinn hafði rétt komist yfir þangað, sem
hann var óhultur þegar kraftar föðursins
voru að þrotum komnir svo hann fóll niður
til jarðar og idó.
Þessi maður lagði lífið í sölurnar til
að frelsa drengina sína. Þeir stigu yfir
frá dauðanum til lifsins yfir brúna, sem
hann lagði fyrir þá. Nú skulum vér at-
huga söguna um Jesúm, frelsara mann-
anna, sem með sínum eigin líkama bygði
brú yfir dauðans fljót, svo vér fyrir hann
gætum stiigið yfir frá dauðanum til eilífs,
óendanilegs lífs. Lífið frá vöggunni til
grafarinnar er sem ferðalag. Fyr eða
seinna koma allir að enda leiðar sinnar.
Og þegar þú kemur að bökkum dauðans
fljóts þá vilt þú gjarnan finna brú, sem þú
getur farið yfir inn í betra heim. Vísindi,
mentun og alls konar uppfyndingar hafa
mikið hjálpað til velmegunar í þessum
heimi, en ekkert af þessu getur hjálpað þér
yfir dauðans fljót. Guði sé lof fyrir fagn-
aðarerindi Jesú Krists, fyrir það hefir
hann gjört oss mögulegt að stíga vfir frá
dauðanum til lífsins. Beztu fréttirnar, sem
nokkurn tíma hafa borist þér til eyrna er
kærleiksversið Jóih. 3:16: “Svo elskaði
Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn
son til þess að hver sem á hann trúir ekki
glatist, heldur hafi eitíft líf.”
Eitt kvöld fyrir löngu, löngu síðan var
maður einn á ferð í Júdeu, hann lagði sig
til svefns með stein í kodda stað. Hann
horfði undrandi á stjörnurnar, og líkindi
eru til hann hafi hugsað um hversu langl
bak við þessa hnetti mundi vera hásæti
Guðs. Hvort Guð mundi veita honum sér-
staka eftirtekt. Hvort hann g'æti nálgast
hásæti Guðs. Drottinn svaraði þessum
spurningum Jakobs með draum um skín-
andi stiga, sem náði frá himni til jarð-
ar, og englar Guðs gengu upp og niður
stigann. Þetta var guðleg opinberun, sem
sýndi að Guð hafði stofnað samband milli
sín og syndugra manna, svo maðurinn gæti
talað við Guð og seinna meir stigið til
himins og dvalið með Guði. Vinir mínir,
þessi stig'i er táknmynd upp á Jesúm
Krist, Guðs son og mannsins son. Jesús
sagði við Natanael: “Héðan af munuð þér
sjá himininn opinn og engla Guðs stíga
upp og stíga niður yfir mannsins son.” Jóh.
1:52. Jesús er vegurinn, eini vegurinn,
sem vér getum komist til himins.
Fagnaðarerindið er eins og brú, sem
leiðir frá dauðanum til lífsins. Þessi brú
stendur á 7 stólpum, sjö viðburðum í lífi
og forþénustu Krists, sem allir eru ómiss-
andi til að leiða syndarann gegnum þenn-
an spilta heim, yfir dauðans fljót og inn á
land friðarins.
Fyrsti stólpinn er holdtekja Krists.
Þetta var innihald boðskaparins sem eng-
illinn flutti hirðunum: “óttist ekki því
eg flyt yður mikinn fögnuð, sem veitast