Stjarnan - 01.08.1942, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.08.1942, Blaðsíða 2
66 STJARNAN sem í Kristo eru dánir munu fyrst upprisa, síðan munum vér, sem eftir erum lifandi verða hrifnir til skýja ásamt þeim til fundar við Drottinn í loítinu, og munum vér síðan með Drottni vera alla tíma.” I. Þess. 4:16-17. Hann mun korna á sama hátt og hann fór samkvæmt vitnisburði englanna, sem birtust lærisveinunum: Ský nam hann frá augum þeirra. Jóhannes postuli er þessu sammála er hann segir: “Sjá hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann . . . og allar kynkvisiir jarðarinnar munu fyrir honum skelfast.” Op. 1:7. Endur- koma Krists skeður ekki í leyni án þess fjöldinn viti og sjái. Enginn atburður liðna tímans getur jafnast á við dýrð ltomu hans. “Því eins og eldingin út- gengur frá austri og skín alt til vesturs, eins mun verða tilkoma mannsins sonar.” Matt. 24:27. Þessir textar sýna ljóst á hvern hátl hann kemur og þó eru fjölda margir, sem halda áfram að vænta hans aðeins á and- legan hátt, sem anda á leyndum stað, eða í einhverju sérstöku plássi. Jesús býður oss: “Vakið . . . svo að hann finni yður ekki sofandi þegar hann skyndilega kem- ur.” “Verið þér þvi viðbúnir, því manns- ins sonur inun koma þegar þér sízt ætlið.” Þessar skipanir frelsarans ættu að knýja og hvetja hvern einasta kristinn mann til að hugsa alvarlega um þennan atburð, sem nú er rétt í nánd. óvinur alls hins góða er ætíð reiðubú- inn að leiða menn afvega og burt frá sann- leikanum. Hann hefir gegnum aldirnar reynt að blinda hugskot manna með því að taka nokkuð af sannleika og setja mili- ið af lýgi saman við. Gyðingaþjóðin vænti Messíasar um það tímabil, sem Jesús kom i heiminn, en Satan hafði umsnúið sann- leikanum um það hvernig hann kæmi svo mikið, að þjóðin kannaðist ekki við hann þegar hann kom. Svipuð sjónhverfing á sér slað í heiminum nú á tímum. Endur- koma Krists er nálæg, fleatir kristnir menn játa það. Flestir spádómarnir sem benda á komu hans eru þegar uppfyltir, eða eru að uppfyllast. En aftur er fólkið leitt af- vega því viðvíkjandi hvernig hann muni koma. Flóðalda falskenninga fer yfir heiminn á þessum síðustu dögum, sem heldur þvi fram að hann komi ineð “hrifn- ingu” þegar þeir, sem tilbúnir eru verða teknir frá heimili og vinum inn í dýrðina. Aðrir kenna að hann muni koma í kyrþey sem andi, ennþá aðrir að hann muni birt- ast á einhverjum stað sem andi til að lækna þá sjúku og reisa upp dauða, en annars láti hann fjöldann halda áfram svo öldum skiftir á sama hátt og verið hefir. Þessar kenning'ar eru alveg gagnstæðar Heilagri Ritningu og því sem Jesús sjálfur vitnar um tilkomu sína. Bilblían kennir að Jesús kemur per- sónulega, sýnilegur, með valdi og mikilli dýrð. Hvert auga mun sjá hann. Hvernig eru þá alilar þessar inismunandi kenning- ar um komu hans tilorðnar? Allar fals- kenningar koma frá óvin sannleikans. Jesús gefur oss þessa aðvörun, sem einmitt tilheyrir tímanum þegar koma hans nálæg- ist. “Þó einhver segi yður þá að Kristur sé hér eður þar, þá skuluð þér ekki trúa, því falskristar og falskennendur munu þá upp koma og gjöra stór undur og tákn, svo að í villu munu leiðast ef unt væri jafnvei útvaidir, gætið nú þess að eg hefi sagt yður þetta fyrir. Þegar þeir nú segja að hann sé í eyðimörku, þá farið ekki út þangað, og þegar þeir segja að hann sé í launkof- um, þá trúið því ekki. Því eins og elding- in útgengur frá austri og skín alt til vest- urs, eins mun verða tilkoma mannsins sonar.” Matt. 24:23-27. Þetta er svo skýrt sem orð geta lýst þeim mikla viðburði. Hver er iilgangurinn með komu hans? Jesús kemur ekki nú til að umvenda heiminum. Þegar hann kom hið fyrra skifti, kom hanni til að leiða í ljós “líf og ódauðleika með fagnaðarerindinu.” Þá kom hann til að frelsa sitt fólk frá þess syndum. Hann kom sem “ljós heimsins.” Þessar aldir síðan hefir gleðiboðskapurinn verið fluttur til allra þjóða, kynkvísla og tungumála, svo allar þjóðir vita eitthvað um hinn krossfesta og upprisna Krist. Spádómur hans skömmu áður en hann var krossfestur hefir ihaft undraverða uppfyll- ingu: “Kenningin um Guðs ríki mun uiri gjörvalian heim boðuð verða til vitnisburð- ar öllum þjóðum og þá mun endirinn koma.” Matt. 24:14. Þegar Jesús kemur aftur kemur hann sem konungur konunganna og Drottinn

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.