Stjarnan - 01.08.1942, Page 4
68
STJARNAN
er svo sterk að himin og jörð skjálfa;
þungur jarðskjálfti kemur næst; “Svo að
slíkur hefir eigi komið frá því menn urðu
til á jörðunni, jafn ákaflega mikill jarð-
skjálfti.” Op. 16:18. Það er eins og fest-
ingin opnist og lokist. Það er sem dýrð
Guðs ljómi yfir alt. Fjöllin hreyfast eins
og reyr í vindi og steinar og björg kastast
í allar áttir. Dynur heyrist eins og heljar-
stormur sé í nánd; sjórinn rótast upp með
ógnandi öldugangi hávær fellibylur heyrist
eins og raddir þúsund djöfla, sem komið
hafi til þess að tortíma. öll jörðin gengur
upp og niður í bylgjum eins og hafið sjálft.
Jarðskorpan springur. Það er sem sjálfar
undirstöður jarðarinnar hafi raskast, fjall-
garðar lækka og sökkva; heilar eyjar
hverfa með fólki og öllu saman; hinar ægi-
legu bylgjur hafsins svelgja heilar sjó-
borgir, sem orðnar voru álíka spiltar og
Sódóma. Babýlon hinni miklu hefir ekki
verið gleymt, hún birtist nú frammi fyrir
Guði “og hann gaf henni vínbikar heiftar-
reiði sinnar.” (Op. 16:19). Mikil haglél
munu dynja yfir og munu höglin, sem
hvert um sig er “vættarþungt” eyðileggja
alt, sem fyrir verður. Skrautlegustu borg-
ir munu hrynja til grunna; konunglegar
hallir, sem auðmenn heimisins hafa lagt fé
sitt í af hégómagirni, munu molast i sund-
ur í agnir í augsýn þeirra.”
Eyðilegging jarðarinnar, sem hér er
lýst ryður veginn fyrir stofnun Krists ríkis.
Spádómur Daníels kemur fram með sömu
hugsun. Hið mikla líkneski í öðrum
kapítula Daníels fyrirmyndar þjóðirnar
frá tíma Babýlonar alt til hinna náverandi
ríkja Evrópu. Þegar þessi isiíðarnefndu
ganga til grunna, mun Guð himnanna hefja
eitt ríki, sem aldrei skal til grunna ganga,
og það ríki skal engu öðru fólki í hendur
fengið verða, það mun knosa og að engu
gjöra öll þessi ríki, en sjálft skal það
standa að eilífu.” Dan. 2:44.
Ert þú reiðubúinn að mæta Guði? Það
verður fólk á jörðunni sem verður reiðu-
búið að mæta honum; um það segir spá-
maðurinn: “Á þeim degi mun sagt verða:
Sjá, þessi er vor Guð, vér vonuðum á hann
að hann fretsaði oss. Þessi er Drottinn,
sem vér vonuðum á. Látum oss fagna og
gleðjast af hans hjálpræði.” Jes. 25:9.
Þetta fólk verður lýtalaust. Það hefir á-
kallað Guð, vakað og beðið hins dýrðlega
endurkomudags frelsarans. Það hefir ekki
látið hrekjast af hverjum kenningarþyt
falskra kenninga. Það hefir haldið sér við
kenningar Heilagrar Ritningar og búið sig
undir endurkomu Ivrists.
Á vakningasamkomu, sem haldiu var í
einni af stórborgum Suðurríkjanna stóð
gamall prestur upp eftir að menn höfðu
aftur og aftur verið hvattir til að gefa Guði
hjarta sitt, og bað um Ueyfi til að segja
sögu. Þetta var innihald hennar.
Þegar hann var drengur bjó hann ná-
lægt Atlantshafinu. Ströndin var sendin
og mjög var þar vindasamt. Einn morgun
þegar hann fór snemma á fætur, sá hann
skip, sem hafði rekist á grunn þar rétt
fyrir framan. öll segl voru uppi. Hann
vonaði þegar flóðið kæmi þá mundi það
lyfta skipinu svo það gæti haldið leiðar
sinnar. Flóðið kom og lyfti skipinu og
vindurinn þandi seglin. Þeir, sem á horfðu
hrópuðu: “Sigldu út, sigldu út.” En
skipið hreyfðist ekki. Þegar fjaraði aftur
sökk skipið dýpra en fyr ofan í sandinn.
Nú hugsaði hann að með næsta flóði,
sem yrði enn hærra, þá mundi skipið ef-
laust geta losnað og siglt þangað sem fierð-
inni var heitið. Flóðið kom, skipið hækk-
aði lítið eitt, og vindurinn þandi seglin.
En það var eins og eitthvað héldi skips-
skrokknum niðri, þegar fjaraði sökk skip-
ið enn dýpra en fyr. Nóttina eftir kom
ofvið^i frá hafi og næsta flóð braut upp
skipið og kastaði flekum þess upp á
ströndina.
Þannig er það með margan manninn,
þegar hann er hvattur að snúa sér til Guðs.
Guðs andi snertir hjarta hans. Náð Guðs
leitast við að lyfta þér svo þú getir komist
inn í höfn friðarins hjá Guði. Heyrir þú
kall hans? Viltu gefa Guði hjarta þitt, eða
lætur þú hinn sökkvandi sand heimsins
halda þér föstum? Ætlar þú að eiga á
hættu að missa hið eilífa lífið, meðan þú
slær á frest að isnúa þér? Jesús býður
þér að koma til sín nú, eins og þú iert.
Viltu koma til hans?
E. L. Cardey.
Hinn fyrsti hviti innflytjandi, sem
menn vita til að hafi búið til maple-sykur
var skipsjtóri, Samuel Robison af Benning-
ton, árið 1752.