Stjarnan - 01.08.1942, Qupperneq 5
STJARNAN
69
Vitur móðir
Á heimili Mrs. Herhert voru tveir clreng-
ir, Tom og Rob að fara í leik. Móðir
þeirra sneri sér við og við frá gesti sínuni
til að líta á klukkuna og sjá hvernig þeim
gengi með leikinn.
“Drengir, nú er tíu mínútur til átta,”
sagði hún ósköp rólega, “hafið þið lokið
við leik?” “Já, og eg vann,” svaraði sá
yngri, heldur hróðugur.
“Þið hafið nógan tíma fyrir einn leik
enn, held eg, en svo er háttatími.”
Það var þrem mínútum eftir 8 þegar
leiknum var lokið. Það leit út eins og Mrs.
Herbert hefði ekki gefið neinn gaum að
klukkunni, og hún hafði ekkert rekið eftir
drengjunum.
Þegar leiknum var lokið, tóku þeir
saman leikföng sín, settu stólana á sinn
stað, buðu góða nótt og voru að tala um
leikinn meðan þeir fóru út á ganginn.
Þeg'ar Mrs. Herbert kom inn aftur, eftir
að hafa fylgt þeim upp í svefnhei'bergið,
þá spurði vinkona hennar hvort drengirnir
væri altaf svona góðir að fara í rúmið.
“Já, ef eg gæti þess að gjöra skyldu
mína. Eg skipa þeim aldrei snögglega að
fara í rúmið. Hvort sem þeir fara í leik
eða hafa sögu að lesa, eða eitthvað annað
sem þeir skemta sér við. Börn hugsa ekk-
ert um tíma og biðja um fáeinar mínútur,
svo eg hefi fundið upp á að hafa gætur á
klukkunni, þegar eg segi þeim eftir næsta
leik sé háttatími þá venjulega eru þeir á-
nægðir og fara að hátta eins og í kvöld.
Þeir eru farnir að læra lexíuna, því Tom,
eldri drengurinn >er farinn að athuga hvaö
klukkan sé. Einstöku sinnum hefi eg
heyrt hann segja við Rob: Við höfum
tíma aðeins fyrir einn leik enn, svo þú
verður að flýta þér. Það ætti ekki að líða
á löngu þar til þeir sjálfir geta haft ábyrgð
á því að fara í rúmið á réttum tíma.”
—National Kindergarten Association.
Pearl Harbour
Vér vöknuðum sem við vondan draurn
sjöunda desember 1941. Nú var fengiö
svar við því sem svo oft hafði verið slegið
fram: “Það kemur aldrei fyrir hér.”
Hversu voðalega höfum vér dregið sjálfa
oss á tálar. Það sýndi sig í skýrslunni um
skelfingarnar á Perlu-höfninni. Það sýnir
ljóslega ásigkomulag vor Ameríkumanna,
um leið og það bendir ásakandi til tveggja
manna, foringja sjóliðsins og hershöfð-
ingja landhersins á Hawaii.
Dagblað eitt i New York segii-: “Skýrs!-
an bendir á fyrirhyggjuleysi bæði hjá yfir-
mönnum hersins og flotans á Hawaii, þög-
ular mannlausar byssur, engin trú á þvi
að hætta gæti verið á ferðum, jafnvel þó
maður, sem óbeðinn stóð á verði varaði
við því að óvinaflugher væri að nálgast
klukkan rúmlega 7 þennan sunnudags-
inorgun sem áhlaupið byrjaði, ónógar
byrgðir af skotfærum, og skortur á sam-
vinnu milli hersins og flotans.
Sú ímyndun að vér yrðum aldrei fyrir
áhlaupi, algjör vöntun á samvinnu milli
hersins og flotans voru aðalorsakirnar til
niðurlægingar vorrar á Hawaii. Þetta
þurfum vér að taka oss til aðvörunar.
Hversu lengi höfum vér ekki verið varaðir
við því, að Jesús kæmi skyndilega og hví-
líkar skelfingar þá munu eiga sér stað.
Oss hafa verið gefin ótvíræð merki þess að
endir allra hluta er í nánd. Margir hafa
veitt þessum táknum eftirtekt. Hvernig
snúum vér oss gagnvart því er vér sjáum
þessi tákn alt umhverfis oss? Segjum vér
með sjálfum oss: “Það getur ekki orðið
svo fljótt, og ef til vill aldrei.” Leyfum
vér trúleysi og alvöruleysi voru að svæfa
oss svo að vér ekki gefum gaum að að-
vörun Krists um að vera sífelt vakandi og
biðjandi, þegar koma hans er í nánd"?
Höfum vér meðal vor þá einingu andans,
og þá samhygð og samvinnu, sem tryggir
oss vissan sigur?
Lexían frá Pearl Harbour er þörfin á
einingu og að -standa á verði. Vér getum
náð oss eftir skaðan, sem þar gjörðist. En
Guðs börn verða að standa á verði, vera