Stjarnan - 01.08.1942, Blaðsíða 7
STJARNAN
71
eins og hún blasti við frá LeConte fjalls-
hæðinni. að var hjartans ósk lians að
fólkið hans mætti vera kyrt ú fjalllendinu
þar sem það hafði fæðst og alist upp, svo
það gæti notið ánægjunnar í heimkynni
feðra sinna alla ókomna tíma.
Höfðinginn leit á elzta son sinn sem
stóð tignarlegur hjá stóru grenitré. Hann
leit annan son sinn, sem stóð hreyfingar-
laus skamt þaðan en reiðubúinn að koma
föður sínum til vornar ef á þurfti að halda.
Svo leit hann á þriðja son sinn, sem var of
ungur til að skilja hvað stundin var alvar-
leg. Loks svaraði Tsali: “Við skulurn
fara.”
Höfðinginn Tsali og synir hans lögðu
líf sitt fram til að kaupa þessum tvö þús-
und og þrjú hundruð afkomendum Chero-
kee-kynkvíslarinnar leyfi til að búa áfrarn
á stöðvum forfeðra sinna, rétt hjá Great
Smoky Mountain skemtigarðinum. Þeir
geta flutt þaðan ef þeir vilja, en þeir hafa
rétt til að vera þar um ókomnar aldir.
Fyrir tvö þúsund áruim síðan var það
annar konungssonur, sem keypti fólki sínu
frelsi með sínu eigin lífi. Margar kynslóð-
ir hver eftir aðra höfðu glatað eignarrétti
sínum og' arfleifð sinni með því að hafna
sendiboðum konungsins og neita að hlýða
boðum hans.
Svo gekk einkasonur konungsins fram
og bauðst til að borga þjóðarskuldina, og
leggja lif sitt fram mörgum til frelsunar,
Yður er kunnugt um svar föðursins: “Svo
elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn ein-
getinn son, til þess að hver sem á hann
trúir ekki glatist, heldur hafi eilíft líf.”
Jóh. 3:16. Jesús borgaði lausnargjaldið
fyrir þig og mig. Þú hefir frjálsræði til
að meðtaka eða hafna tilboði hans um
hina eilífu arfleifð, alveg eins og Indíán-
arnir eru til að vera, eða fara af eign sinni.
Hvað ræður þú af að gjöra? Þigðu til-
i)oð hins guðdómlega kærleika, trygðu þér
fullvissuna um að nafn þitt sé ritað á
himnum. Gakk í félag með þeim, sem
meðtekið hafa tilhoð Drottins um hlutdeild
í hans dýrðlega íáki og ásettu þér að njóta
þess um eilífar aldir.
fí. M. Charland.
Hann elskaði móður sína
Þetta var á stríðstíma á herskipinu
Boston. Einn af drengjunum smeygði sér
úr jakkanum sínum, en hann var svo ó-
heppinn að jakkinn féll út fyrir borðstokk-
inn. Drengurinn sneri sér að yfirmanni
sínum sem nærstaddur var og bað um
leyfi til að kasta sér útbyrðis og ná í jakk-
ann, sem flaut á vatninu. Hann fékk ekki
leyfi til þess, svo hann fór yfir að hinni
skipshliðinni, kastaði sér útbyrðis, synti
kringum skipið og náði jakkanum. Svo
synti hann til baka og klifraðist upp skips-
hliðina. Yfirmaðurinn sá til hans og' lét
setja hann í fangelsi. Þegar striðið var á
enda var pilturinn ákærður fyrir óhlýðni á
stríðstímanum. Hann var sekur, en dómur
herréttarins varð að koma fyrir yfirmann
flotans, Dewey. Hann sendi eftir drengn-
um og spurði hann vingjarnleg'a hvers
vegna hann hefði átt á hættu að líða þunga
hegningu fyrir að ná í jakkann. Dreng-
urinn svaraði að mynd móður sinnar hefði
verið í einum vasanum, og hann hefði ekki
getað hugsað til að tapa henni. Hinn
hrausti flotaforingi tók drenginn og faðm-
aði hann að sér. Hann skipaði að láta
kæruna falla niður og sagði: “Menn, sem
elska móður sína svo mikið að þeir leggja
líf sitt í hættu fyrir mynd hennar mega
ekki vera settir í fangelsi á skipum, sem
eru undir minni stjórn.”
X. X.
Til íhugunar.
Hér fer á eftir partur af bréfi fná presti
í Bournemouth á Englandi til fólksins á
Bretlandi:
“Vér höfum ekki skeytt kirkjuklukk-
unurn þegar hringt var til guðsþjónustu.
Nú mega þær ekki hringja nema til aö
vara við árásum óvinanna.
“Peningar, sem vér ekki vildum gefa
lil eflingar Guðs ríki eru nú teknir frá
oss í sköttum og hækkuðu vöruverði.
“Fæða, sem vér gleymdum að þakka
Guði fyrir fæst nú ekki lengur.
“Þjónusta, sem vér neituðum að gefa
Guði er nú heiintuð til landvarnar.
—Sunday School Times.