Stjarnan - 01.08.1942, Side 8

Stjarnan - 01.08.1942, Side 8
72 STJARNAN Lítil svensk stúlka virtist alveg niður- sokkin í hugsanir vetrarkvöld eitt í heið- skíru veðri. Himininn var alsettur skín- andi stjörnum. Faðir hennar spurði hvað hún væri að hugsa um. Hún svaraði: “Eg var einmitt að hugsa um að fyrst út- hverfa hliðin á himninum er svona yndis- lega falleg, hvað dæmalaust fögur hlýtur þá rétta hliðin að vera.” “Gætið varúðar í hegðun yðar, ekki sem fávísir heldur vísir. Hagnýtið tímann því nú eru hættulegir tímar. Verið ekki fávisir, heldur skynjið hver að er Drott- ins vilji. Og drekkið yður ekki drukna af víni því að í því er andvaraleysi, heldur fyllist andagift. Og hafið yfir með yður sálma, lofkvæði og andlega söngva; syngið og leikið Drotni lof í yðrum hjörtum. “Þalckið jafnan Guði fyrir alla hluti i nafni Drottins vors Jiesú Krists.” Efes. 5:15-20. Smávegis Mörg vagnhlöss af hvítum úrgangs karötflum, sem bændur áður voru vanir að fleygja, verða nú sendar í tvær stífelsis verksmiðjur, sem nýlega voru settar upp í Idaho. Menn vænta þess að þær framleiði um 20 skippund af stífelsi á dag. Verk- smiðjurnar eru í Blackfoot og Twin Falls. f -f f Það sem safnað var saman nýlega í Bandaríkjunum af brúkuðu aluminum var um 14 milj. pund. Það er nóg i 2800 flugvélar. f f f Engin lyftivél má stöðvast fyrir neðan 5. loft í París. Þessi skipun var gefin til að spara rafmagn. f f f Pípur 236 mílur á lengd hafa verið lagðar milli Montreal, Canada og Portland, Maine, til að flytja óhrieinsaða oliu. Kostn- aðurinn við þetta fyrirtæki var 81/2 miljón dollara. Áður varð að flytja olíuna kring- um Nova Scotia og eftir St. Lawrence fljót- inu. Sú ferð tók 12 daga til að fara fram og aftur. f f f Sérfræðingar á Galiforníu “University” staðhæfa að ein kýr spari fjölskyldunni 100 dollara á ári með mjólkurafurðum. STJARNAN kemur út einn sinni á mán- uði. Verð: $i.oo á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Con- ference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Sviss er hið elzta lýðveldi heimsins. f f f Það tekur 32 pund af nýjum eggjum lil að framleiða eitt pund af þurkuðum eggjum. Þetta mætir þörfum vorum nú, til þess að geta flutt mikil matvæli sem hvorki séu þung eða fyrirferðarmikil að flytja yfir Atlantshafið. f f f Mr. Bernard Kellmurray, útskrifaður frá Yale “University,” varð blindur árið 1936, af því sjónartaugin bilaði. Eftir 5 ára blindu fékk hann sjónina aftur án þess hægt sé að skýra frá þvi vísindalega hvernig það atvikaðist. Þegar hann mint- ist á þetta sagði hann að ‘breytingin á kvenfatnaði og hvernig þær settu upp hár- ið hefðu mest vakið athygli hans af öllum þeim breytingum, sem gjörst 'hefðu þessi 5 ár. Hundurinn sem i þessi 5 ár leið- beindi honum ier nú aðeins félagi hans. Og virðist svo sem héppi skilji ekki hvern- ig á því stendur. f f f Þorpið Canterbury í Connecticut hefir ákveðið að heimta enga skatta fyrir fjár- hagsárið 1941—1942 vegna þeiss nóg fé er í fjárhirzlu þorpsins. Skattheimtumaður- inn, sem þessvegna er atvinnulaus, segist hafa nokkra smásnúninga við að heimta gamla skatta, o. fl. f f f Þeir, sem vinna í skrifstofum New York ríkis eru ámintir um að spara sem mest pappír, títuprjóna og papþírsklemm- ur. Þeir sem nota ritvélar eiga að skila spólunum sem ritvélaborðarnir eru undnir á. Umslög, sem send eru frá einni skrif- stofu til annarar eiga ekki að vera límd aftur, svo hægt sé að nota þau oftar. Það er stungið upp á að ef utanáskrift er rituð efst til vinstri handar, svo strykuð yfir og skrifuð aftur, þá megi nota sama umslag- ið 12 sinnum.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.