Stjarnan - 01.09.1942, Side 1
STJARNAN
SEPTEMBER, 1942 LUNDAR, MAN.
Eru tíu boðorðin fallin úr gildi?
Guð er til. Biblían bendir á sýnilegar
sannanir þess. Takið eftir bvað Jesajas
skrifar: “Hefjið upp augu yðar í hæðirn-
ar og litist um. Hver hefir skapað þessi
himintungl? Hver hefir útleitt þeirra
her með tölu og kallað þau öll með nafni?”
Jes. 40:26.
Samvizka mannsins segir honum að
Guð sé til. Allir menn tilbiðja; ef þeir
ekki tilbiðja Guð, þá tilbiðja þeir einhvern
eða eitthvað annað. Maðurinn er í eðli
sínu trúhneigður, jafnvel þó það sé hindr-
að eða bælt niður, þá verður því ekki al-
gjörlega útrýmt. Þetta eðli mannsins á
rót sína að rekja til þess að Guð skapaði
hann í sinni mynd og lagði niður í hjarta
hans þrá til að tilbiðja sig; syndin hefir
ekki gjörsamlega útrýmt þessu. Allir
menn biðja, þó sumir gjöri það aðeins í
viðlögum.
Einu sinni í ofsaveðri spurði stýri-
maður nokkur skipstjóra sinn hvort hann
tryði á Guð.
“Já, nei, stundum,” svaraði skipstjóri.
“í óveðri eins og núna?”
“Já, á slíkum augnablikum, — Guð
einn getur frelsað okkur nú.”
Fullkomnasta, óbrigðulasta sönnunin
um tilveru Guðs er Jesús Kristur. Vér
lesum í 2. Kor. 2:19, að “Guð var í Kristi
og friðþægði heiminn við sjálfan sig.”
Jesús talaði oft um Föðurinn og tilbað
hann. “Faðir vor, þú sem ert á himnum,”
var bæn hans. “Hann er vor Guð og vér
erum fólk hans haglendis, og hjörð sem
hans handar.’ Sálm. 95:7.
Vér erum börn hans.
Guð vill að börn sín hlýði sér. Þar
með fylgir að hann hlýtur að láta í ljósi
vilja sinn, svo skýrt og skiljanlega að
ekki sé hægt að villast á því. Þetta gjörði
Guð þegar hann gaf oss 10 boðorðin, sitt
heilaga lögmál, opinberun vilja síns. í
lok fjallræðunnar sagði Jesús þessi alvar-
legu orð: “Ekki munu allir þeir, sem til
mín segja, herra, herra, koma í himna-
ríki, heldur þeir einir, sem gjöra vilja
míns himneska FöðurJ’ Matt. 7:21. Vilji
Föðursins er látinn í ljósi. í lögmáli hans.
Vér lesum í Sálm. 40:8. “Mig langar til
að gjöra þinn vilja, minn Guð, og þitt lög-
mál er inst í mínu hjarta.” Hér eru orðin
vilji og lögmál notað á víxl, eins og víðar
í Biblíunni. (Róm. 2:17. 18.).
Guðs vilji innifelur í sér allar skyldur
mannsins, skyldur hans bæði við Guð og
náungann. Þetta felst alt í 10 boðorðun-
um. “Óttastu Guð og haltu hans boðorð,
því það á hver maður að gjöra.” Préd.
12:13. I 2. Mós. 31:18. lesum vér að 10
boðorðin voru rituð á tvær steintöflur.
Skýring Krists á lögmálinu í Matt. 22:
35-40 virðist gefa til kynna að fyrstu fjög-
ur boðorðin, um skyldu mannsins gagn-
vart Guði, hafi verið rituð á fyrri töfluna.
en sex hin síðari, sem lúta að skyldum
vorum gagnvart meðbræðrum vorum,
hafi verið á hinni síðari. Hann sagði:
“í þessum tveimur boðorðum (það er elsku
til Guðs og elsku til náungans), er inni-
falið alt lögmálið.”
Hinn nafnkunni Baptistaprestur, C. H.
Spurgeon sagði: “Ef þú elskar Guð af
öllu hjarta þínu, þá hlýtur þú að hlýða
fjórum fyrstu boðorðunum, og ef þú elsk-
ar náungann eins og sjálfan þig, þá hlýtur
þú að halda 6 hin síðari.”
Guðs lögmál er endurskin af eiginleg-
leikum hans. Með skýringu sinni á lög-
málinu gaf Jesús til kynna að lögmál
Guðs er kærleikans lögmál, jafnvel þó